Lygar sem félagsleg sannindi

Ef nógu margir trúa einhverju ósönnu verða til félagsleg sannindi. Töluvert margir trúðu því að Donald Trump ætti ekki verða forseti, jafnvel þótt sigraði í forsetakosningunum.

Í framhaldi urðu til þau félagslegu sannindi að Trump fengi ekki öll þau atkvæði í kjörmannaráðinu sem formlega kýs forseta.

Nú þegar félagslegu sannindin um kjörmannaatkvæðagreiðsluna eru afhjúpuð fyrir það sem þau eru, þ.e. lygar, má búast við nýjum tilbrigðum við sama stef. Til dæmis að Pútín Rússlandsforseti hafi mútað kjörmönnunum.


mbl.is Staðfestu Trump í embætti forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ótrúlegt, miðað við undanfarann; Trump fær 304 kjörmenn, Clinton 224 og aðrir 10.  Pútín hefur heldur betur verið önnum kafinn síðustu vikurnar...

Kolbrún Hilmars, 20.12.2016 kl. 18:26

2 Smámynd: Hrossabrestur

Maður er alveg steinhissa að Pútin skuli ekki vera búinna að sussa á ófriðarseggina í miðausturlöndum og skipa þeim að vera til friðs.

Hrossabrestur, 20.12.2016 kl. 19:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hef verið að fylgjast með þessu á Breitbart.com, sem gerir þessari móðursýki líberalanna góð skil. Maður er eiginleg á báðum áttum um hvort maður eigi að hlæja eða gráta. Hendir menn að vera tapsárir, en þetta fer út yfir allan þjófabálk og svo helmingi lengra en það.  :)

Jón Steinar Ragnarsson, 20.12.2016 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband