Vinstristjórn tryggir hrun 2017/2018

Fimm flokka vinstristjórn myndi steypa Íslandi í hrun ekki seinna en vorið 2018. Vinstristjórn stefnir á skattahækkun, sem dregur úr einkaneyslu, og hlaða skuldum á ríkissjóð til að fjármagna kosningaloforð.

Afleiðingin verður ósjálfbær rekstur ríkissjóðs og samdráttur í hagkerfinu. Þörf ríkissjóðs á lánsfé þrýstir upp vöxtum og til verður vítahringur hárra vaxta og samdráttar.

Stefna sitjandi ríkisstjórnar er að nota góðærið til að greiða niður erlendar skuldir og hemja vöxt ríkisútgjalda. Við það myndast svigrúm til vaxtalækkunar í framtíðinni þegar þörf verður á vegna minni tekna af ferðamönnum, sem ekki hafa skilning á að við þurfum sterkt gengi til að halda uppi góðum lífskjörum.


mbl.is Gæti stefnt í annað hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Sitjandi ríkisstjórn og þeirra forverar eru aðal efnahagsafglapar Íslands ef horft er til síðustu 50 ára. Á því tímabili hefur efnahagstjórnunin verið vitlausari en í Zimbabve. En fólk er orðið svo vant ruglinu að flestir halda að ruglið sé eðlilegt ástand. Fjármálaráðherra segir að Íslendingar hafi aldrei haft það betra en núna þegar elítan er búin að rýja almenning alveg niður að merg. Svo eru menn hræddir við vinstra liðið.

En verði það bara best sem vitlausast.

Steindór Sigurðsson, 9.12.2016 kl. 10:55

2 Smámynd: Óskar

já einmitt, var það vinstri stjórn sem skellti okkur út í síðasta hrun?  nei, það var vinstri stjórn sem kom okkur uppúr því!

Óskar, 9.12.2016 kl. 11:33

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Samfylkingin var í hrunstjórninni og hún telst vinstrielítuflokkur.

Páll Vilhjálmsson, 9.12.2016 kl. 15:10

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Er ferðaþjónustan að kvarta?

Þeir geta alveg lækkað álagninguna sína á móti, sú hefur þrefaldast á 2 árum.

Óskar Guðmundsson, 9.12.2016 kl. 16:27

5 Smámynd: Valur Arnarson

Mér finnst alveg magnað þegar það er talað eins og Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi hafi orsakað alþjóðlegt efnahagshrun. Þeir sem tala þannig hljóta að hafa fjörugt ímyndunarafl - svo ekki sé fastara að orði kveðið.

Valur Arnarson, 9.12.2016 kl. 17:23

6 Smámynd: Jón Bjarni

Enda er enginn að saka flokkinn um það.. Ísland er eina landið samt þar sem bankakerfið fór á hausinn og hefur þurft að lifa við gjaldeyrishöft síðar

Jón Bjarni, 9.12.2016 kl. 20:28

7 Smámynd: Valur Arnarson

Og heldur þú, Jón Bjarni, að þetta hefði orðið einhvern veginn öðruvísi ef vinstri stjórn hefði verið hér við völd síðustu 9 árin fyrir hrun ?

Valur Arnarson, 9.12.2016 kl. 21:22

8 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Valur í hruninu árið 2008, féll Bandaríkjadalur um 25% gagnvart t.d. Tælenska Bathinu. En Íslenska krónan féll um 150% gagnvart sama gjaldmiðli. Mismunurinn skrifast algerlega á Sjálfsætæðisflokk og Framsóknarflokk, því það voru þeir sem einkaævæddu bankanna. Og þeir sem halda öðru fram eru alvarlega veðutepptir í hausnum eða hlynntir spillingunni. Þetta eru bara staðreyndir sem er ekki hægt að horfa framhjá. Alveg sama hvað viljinn er mikill.

Steindór Sigurðsson, 10.12.2016 kl. 06:30

9 Smámynd: Valur Arnarson

Það hefur engin neitað því að D og B hafi staðið að einkavæðingunni. Spurningin er hins vegar hvort einhver annar hefði gert þetta einhvern veginn öðruvísi. Svo er annað, er einkavæðingin, ein og sér,  eini ahrifa þátturinn ? Á hverju byggir fólk þá trú ?

Valur Arnarson, 10.12.2016 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband