Lausnin á lágkúrunni

Smáflokkaríkisstjórn fimm flokka er lágkúra enda þar innanborðs stjórnmálaflokkar sem þjóðin hafnaði, til dæmis Samfylkingin. Smáflokkabandalagið sameinast um það eitt að halda stjórnmálaaflinu, sem sigraði kosningarnar, Sjálfstæðisflokknum, frá landsstjórninni.

Smáflokkabandalagið er ekki með neinn valkost við núverandi stjórnarstefnu sem reynst hefur þjóðinni farsæl í þrjú ár. Vinstriflokkarnir tala um ,,verkferla" og ,,lausnamiðun" en það eru aðeins orðaleppar um umboðslaus pólitísk hrossakaup.

Lausnin á lágkúrunni er að horfast í augu við niðurstöðu lýðræðislegra kosninga og viðurkenna að ekki er hægt að sniðganga vilja tæplega þriðjungs þjóðarinnar, sem kaus Sjálfstæðisflokkinn til forystu í landsmálum.

 


mbl.is „Fer bara inn í þetta lausnamiðuð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er sérkennilegt lýðræði að tæplega 30% kjósenda eigi heimtingu á að fá sína þingmenn í ríkisstjórn, en að tæp 60% kjósenda fótumtroði lýðræðið með því að þeirra þingmenn myndi meirihlutastjórn. 

Ómar Ragnarsson, 6.12.2016 kl. 08:18

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það er kosið um framboðslista í þingkosningum, Ómar, ekki einstaklinga. Í öllum kjördæmum landsins varð listi Sjálfstæðisflokksins í efsta sæti. Næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins, Vinstri grænir, eru rétt rúmlega hálfdrættingur á við Sjálfstæðisflokkinn.

Smáflokkabandalagið bauð fram fimm lista, hver með sína stefnuskrá. Núna er ætlunin að bræða saman fimm ólíkar stefnuskrár í eina ríkisstjórnarstefnu. Eina markmiðið er að halda lista tæplega þriðjungs þjóðarinnar frá völdum.

Páll Vilhjálmsson, 6.12.2016 kl. 10:07

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gætuð þið ekki báðir verið sammála mér um kosti þess að taka upp franska KOSNINGA-KERFIÐ  hér á landi í framtíðinni?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/2908/

Jón Þórhallsson, 6.12.2016 kl. 10:26

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Smátt er fagurt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.12.2016 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband