Engir pólitískir valkostir við núverandi stjórnarstefnu

Ef til væri pólitískur valkostur við núverandi stjórnarstefnu, sem mótuð er af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, væri fyrir löngu búið að mynda ríkisstjórn.

Stjórnarandstaðan er klofin í fimm smáflokka og spannar allt litrófið, frá vinstra stjórnleysi Pírata til Saga class útgáfu Sjálfstæðisflokksins í Viðreisn. Ef þessir flokkar mynduðu stjórn yrði um að ræða stórfelldustu kosningasvik Íslandssögunnar, einfaldlega vegna þess að flokkarnir fimm kynntu fimm ólíkar stefnuskrár fyrir kjósendum.

Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki vantar aðeins þrjú atkvæði á alþingi til að halda áfram stjórnarstefnu sem er farsæl í þrjú ár og engin ástæða er til að bregða út af. Enginn smáflokkanna fimm er enn tilbúinn að horfast í augu við pólitískan veruleika. Og þess vegna er stjórnarkreppa.


mbl.is Viðreisn og Björt framtíð með lykilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

"Það sem hann helst varast vann, varð þó að koma yfir hann" sagði séra Hallgímur

Halldór Jónsson, 4.12.2016 kl. 10:59

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Pílatus keisarans hræddist heift
ef honum yrði úr völdum steypt.
Þetta sem helst nú varast vann
varð þó að koma yfir hann.

 

Samsvarandi kafli úr píslarsögunni úr Guðspjöllunum sem stórskáldið vísar í :

27.

Samtal Gyðinga og Pílatusar

Þegar Pílatus heyrði þessi orð, leiddi hann Jesú út og settist í dómstólinn á stað þeim, sem nefnist Steinhlað, á hebresku Gabbata. Þá var aðfangadagur páska. Hann sagði við Gyðinga: „Sjáið þar konung yðar!“ Þá æptu þeir: „Burt með hann! Burt með hann! Krossfestu hann!“ Pílatus segir við þá: „Á ég að krossfesta konung yðar?“ Æðstu prestarnir svöruðu: „Vér höfum engan konung nema keisarann.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.12.2016 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband