Ríkið móðgast og lögsækir rangar hugmyndir

Ríkissaksóknari er handhafi ríkisvaldsins og ákærir borgarana fyrir brot á landslögum að undangenginni rannsókn. Ríkissaksóknari ákvað að þeir sem eru með rangar hugmyndir um samkynhneigð skuli lögsóttir, láti þeir hugmyndirnar í ljós á opinberum vettvangi.

Kynhneigð er tjáning á því hver við erum. Við tjáum eðli okkar og hneigðir með margvíslegum hætti. Sum okkar safna frímerkjum og erum þá frímerkjasafnarar; aðrir eru kristnir og stunda líferni til samræmis; einhverjir elska fótboltafélag og haga lífi sínu í takt við leiktímabilið. Og svo framvegis.

Við verðum að gera ráð fyrir að vera gagnrýnd fyrir það sem við erum. Frímerkjasöfnun er fánýt iðja, kristni er bábilja og fótbolti forheimskandi. Við ákveðum sjálf hvernig við tökum gagnrýninni. Hvort við ræðum við gagnrýnendur okkar eða látum aðfinnslurnar sem vind um eyrum þjóta. Hvort við móðgumst eða hlægjum að andskotum okkar.

Þegar ríkið ákveður fyrir okkar hönd að móðgast og gefa út ákærur á hendur þeim sem eru ósammála um eðli okkar og hneigðir erum við ekki lengur frjáls að tjá okkur, segja hver við erum. Ríkisvaldið ákveður að sumar hugmyndir okkar um lífið og tilveruna eru rangar - ólöglegar.

Einu sinni voru menn í skápnum vegna kynhneigðar sinnar. Núna skulu menn lokaðir inni ef þeir ala með sér rangar hugmyndir. Það er ekki framför.


mbl.is Ákærði verjandi í hliðarmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skarpleg greining, Páll. 

Jón Valur Jensson, 3.12.2016 kl. 10:40

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Áhugi minn á kynhneigð fólks er álíka og áhugi minn á frímerkjasöfnum - enginn. En þegar stefnir í að ekki megi hafa skoðun á hegðun fólks og athöfnum fer að verða vandlifað. Enda eru samkynhneigðir bara einstaklingar rétt eins og gagnkynhneigðir og ef þeim, sem hópi, leyfist að hafa skoðun á viðhorfum annarra þá á það sama að gilda fyrir hina. Þá hallar á engan.

Sérkennapólitík samkynhneigðra á ekki að vera hluti af námsskrá frekar en frímerkjasöfnun. Og allra síst núna þegar vandfundinn er sá einstaklingur á Íslandi sem ekki hefur verið dregið á Gleðigöngur síðastliðin 15 ár eða svo. 

Ragnhildur Kolka, 3.12.2016 kl. 11:08

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú einhver misskilningur í gangi.  Það er verið að athuga hvort ummæli og atferli aðila séu hugsanlega hatursorðræða.  Hatursorðræða gagnvart minnihlutahópum er nokkuð vel skilgreind og umfjöllun hefur verið mikil síðustu ár.  Soldið sérstakt ef menn vita það ekki.  

Er heldur ekki um hugmyndir að ræða, heldur það að taka á því að hægt sé að kúga minnihlutahópa með hatursáróðri og hroða.  

Á þessu hefur verið tekið meðal þróuðustu dómsstóla útí ESB, Mannréttindadómstóli Evrópu o.s.frv.  Og Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar til að hafa slíkt laga og regluverk frammi svo að minnihlutahópar geti varið sig fyrir ofsasinnuðum hægri bullukollum.

Þá er eftirtektarvert, að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt, að til að skilyrðum hatursorðræði séu uppfyllt lagalega, þá þurfi ekki endilega að vera bein hótun um aðgerðir eða ofbeldi, heldur sé nóg að um almennan hroða sé að ræða eins og kemur vel fram í tímamótadómi ME Vejdeland og fl. gegn Svíþjóð:

,,,55. Moreover, the Court reiterates that inciting to hatred does not necessarily entail a call for an act of violence, or other criminal acts. Attacks on persons committed by insulting, holding up to ridicule or slandering specific groups of the population can be sufficient for the authorities to favour combating racist speech in the face of freedom of expression exercised in an irresponsible manner (see Féret v. Belgium, no. 15615/07"

Moreover, þá undirstrikar dómstóllinn að það séu hvorki mannréttindi né málfrelsi að fá að eineltast við minnihlutahópa í orði eða verki.

http://hudoc.echr.coe.int/eng#{"dmdocnumber":["900340"],"itemid":["001-109046"]}

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.12.2016 kl. 12:03

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Sérkennapólitík samkynhneigðra á ekki að vera hluti af námsskrá" Það er hún ekki Ragnheiður og ekki heldur " Sérkennapólitík" hreyfihamlaða. En að fræða börn og ungmenni um þessi mál minnkar líkur á ranghugmyndum og fordómum sem fólk sem er öðruvísi en normið verður fyrir því miður enn í dag. Og það er eðlilegast að fólk úr þessum hópum sjái um uppfræðsluna en ekki einhverjir sem þykjast vita betur. Versta dæmið um það er sennilega kennarinn sem var að nota bíblíukenningar til að hamra á samkynhneigðum nemendum sínum á Akureyri. Það var ekkert um það í hans starfslýsingu.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.12.2016 kl. 12:14

5 Smámynd: Elle_

Ómar, Mannréttindadómstóll Evrópu er ekki undir ESB.  Dómurinn er dómstóll allra Evrópumanna í allri álfunni Evrópu og kemur ESB ekki við frekar en Hæstiréttur.  Við vitum að þú dýrkar ESB valdabáknið en óþarfi að merkja dómstólinn þeim.  Þú ert alls ekki sá fyrsti sem það gerir.

Elle_, 3.12.2016 kl. 13:17

6 Smámynd: Elle_

 Er það svo Jósef? Getur þú fullyrt svona? Kallast það kannski hatursorðræða?: Versta dæmið um það er sennilega kennarinn sem var að nota bíblíukenningar til að hamra á samkynhneigðum nemendum sínum á Akureyri. Það var ekkert um það í hans starfslýsingu.

Maðurinn var sýknaður fyrir dómi, dæmdur SAKLAUS. Það ættu slúðrar að muna.

Elle_, 3.12.2016 kl. 14:33

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það þarf að losa ríkið við þá kvöð að lögsækja einstaklinga fyrir skoðanir þeirra.  Enda ekki hollt vegna þess aðstöðumunar sem ríkisvaldið nýtur gegn einstaklingi.  Ríkisvaldið á aðeins að fást við verkleg lögbrot - ekki huglæg.  

Kolbrún Hilmars, 3.12.2016 kl. 15:16

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið hrikalega langaði mig að gefa þer utanundir Jósef,en það sæmir ekki.


 Ég gat alveg látið það vera a segja frá mínum viðbrögðum,en vil bara minna á að ef þessi þvættingur þinn er ekki hatursorðræða,þá líður ekki á löngu að þolinmæði flestra hér á landi sé á þrotum. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.12.2016 kl. 15:19

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jósef Smári, finnst þér kannski að BDSM ættu þá að kynna sínar hneigðir sérstaklega frekar en í samkrulli með hommum og lesbíum? Ættu kannski SM að fá sér tíma úthlutað? Hvað með kynhneigðarlausa? Eða hvar finnst þér að eigi að draga mörkin? 

Ragnhildur Kolka, 3.12.2016 kl. 15:25

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei, Elle. Það var Snorri í Betel sem var sýknaður. Þessi kennari hefur aldrei verið nafngreindur.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.12.2016 kl. 16:03

11 Smámynd: Elle_

Snorri í Betel var beittur alvarlegum persónu- og ærumeiðingum og ríkið verður að taka á ærumeiðingum.  Ríkið ætti að sækja fólk sem olli honum þann skaða, bæði andlegar kvalir og fjárhagslegt tap.

Elle_, 3.12.2016 kl. 16:39

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ragnheiður. Því miður þekki ég ekki nægjanlega til um BDSM til að svara þessu en kannski er þessi þekkingarskortur minn nægjanleg ástæða til að þessi samtök kynni sig betur. Er nú ekki málið að þú hefur fordóma gagnvart þessu fólki og þessvegna ertu að spyrja mig að þessu? Hvað er SM? Ertu að tala um samtök mænuskaddaða? Elle, þegar ég kom með þetta dæmi um kennarann þá var ég að tala um mann sem þykist vita betur um samkynhneigð en hinir samkynhneigðu. Persónu og ærumeiðingar var ég ekki að minnast á en að sjálfsögðu urðu samkynhneigðir nemendur hans( sem hafa væntanlega verið einhverjir ef marka má tölfræðina) orðið sárir. Ríkið á að vernda borgarana ef verið er að níðast á þeim og gildir einu í hvaða formi það er.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.12.2016 kl. 17:12

13 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Josef Smái, þú virðist ekki í vandræðum með að dæma mig fordómafulla þótt þú vitir ekkert um málefni kynhneigða. En þessa dagana er fólk að segja sig úr Samtökunum '78 vegna ólíkra skoðana á kynhneigð. Er þá æskilegt að samtökin séu að messa um kynhneigð yfir börnum? Er ekki affarasælast að þar til bærir fagmenn sjái um kennslu á þessu sviði sem og öðrum.

Ragnhildur Kolka, 3.12.2016 kl. 17:29

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei, Ragnheiður . Ég er ekki að dæma þig. Ég var einungis að spyrja þig um hvort það væri ástæðan fyrir spurningunni.Ef ástæðan er önnur þá væri nú gaman að vita hana. Þú veist að einhvers staðar stendur" Þú skalt ekki dæma svo þú verðir ekki dæmdur sjálfur". Eftir því sem ég best veit eru samtökin að " Messa" yfir börnum um málefni samkynhneigðra. Ekki gagnkynhneigðra eða aðrar hneigðir. Þeir hljóta að hafa mestu þekkinguna á sínum eigin málefnum. Ef þú þekkir einhverja fagmenn sem eru hæfari þá er sjálfsagt að það sé skoðað. Aðal málið er að vinna á fordómum í samfélaginu sem margir eru með og ég sennilega líka í einhverjum mæli. En mér skilst að þú sért algjör engill í þeim efnum.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.12.2016 kl. 17:46

15 Smámynd: Elle_

 Jósef þú beinlínis ýjaðir að því 17.12 að þú værir að dæma Ragnhildi og aftur núna.  Skrifaðir þú ekki beinum orðum?: Er nú ekki málið að þú hefur fordóma gagnvart þessu fólki og þessvegna ertu að spyrja mig að þessu?  Hví getur þú spurt og neitað fordómum en ekki hún?  Kallast það fordómar að vera með efasemdir um að allir getir kennt börnum í skólum bara ef það kemur frá sumum en ekki sagan þín um kennarann 12.14 að ofanverðu?  Þetta er bæði ranglátt og ekki alveg rökrétt. 

Elle_, 3.12.2016 kl. 17:58

16 identicon

Ómar, þessi dómur sem þú bendir á ... hefur að gera með þegar menn eru með "einelti" gagnvart einhverjum einstaklingum, eða hóp. Mannréttindadómstóll Evrópu, leggur kröfu á ríkin, að verja einstaklinga og hópa fyrir slíku.

Þessi dómur, byggist á reglu úr Mannréttindasáttmála SÞ, þar sem stendur að enginn geti notað sér mannréttindi sín ... til að brjóta mannréttindi annarra.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.12.2016 kl. 18:02

17 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mætti þá kannski segja  að "svarti gaypride-kóngurinn"  ríki í landinu

og nú óskast HVÍTIR RIDDARAR og HVÍTIR KÓNGAR  fram á sjónarsviðið?

Jón Þórhallsson, 3.12.2016 kl. 19:36

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bjarne, já, dómurinn segir að það séu ekki mannréttindi að fá að leggja minnihlutahópa í einelti og að það sé ekki málfrelsi að atbeina þá í orðræðu.  Hann segir það dómurinn.

Nú, á þessum erlenda lagagrunni, beisiklí ESB grunni sem það Smband hefur samþykkt í hvívetna, hefur einu sinni verið sakfellt hér í hæstarétti.  Þ.e. á grundvelli 233. gr. almennra.

Þar vekur athygli hve afdráttarlaus dómurinn er og í raun harður, túlkað vítt og þröngt á víxl til að ná anda hinna erlendu ESB laga.

Frægur dómur 2002, ,,Hvíta Ísland" dómurinn.  Gæjinn sem var dæmdur var ekki einu sinni að setja þetta fram beint heldur var fenginn í viðtal og spurður og síðan allt birt.  Undur að árum.  Samt tekur Hæstiréttur strangt á því og fellst á allt upplegg kæranda en undirstöður dómsins og rök eru miklu betur rakin í Héraðsdómi en Hæstiréttur stimplar bara eiginlega Héraðsdóm þarna.  Fellst á allt.

,, ,,Fallast ber á það með héraðsdómi að ummæli ákærða í DV 17. febrúar 2001 séu alhæfingar, sem ekki séu studdar neinum rökum, enda munu vandfundin rök fyrir yfirburðum á grundvelli kynþáttar. Enda þótt ekki verði fullyrt að orðið negri sé út af fyrir sig niðrandi í íslensku máli verður, þegar dagblaðsviðtalið er lesið í heild og ummæli ákærða virt í því samhengi, að telja að með þeim sé leitast við að upphefja hvíta menn á kostnað manna af öðrum litarhætti með háði, rógi og smánun. Ummæli ákærða fela því í sér háttsemi sem fellur skýrlega að verknaðarlýsingu 233. gr. a almennra hegningarlaga. Lagaákvæðinu er ætlað að koma í veg fyrir kynþáttamisrétti og kynþáttahatur og er markmið þess því lögmætt og þær skorður sem það setur tjáningarfrelsi nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Verður því niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða staðfest með skírskotun til forsendna hans að öðru leyti."

https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=24a716f5-a308-4415-827c-5392258123f7

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.12.2016 kl. 23:31

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,... og að það sé ekki málfrelsi að atyrða þá og niðurlægja í orðræðu." 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.12.2016 kl. 23:33

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jósef, þú ritaðir hér í hádeginu:

"Og það er eðlilegast að fólk úr þessum hópum sjái um uppfræðsluna en ekki einhverjir sem þykjast vita betur. Versta dæmið um það er sennilega kennarinn sem var að nota bíblíukenningar til að hamra á samkynhneigðum nemendum sínum á Akureyri. Það var ekkert um það í hans starfslýsingu."

Ýmsir héldu að þú ættir við Snorra Óskarsson, kennara í Brekkuskóla. En það var víst ekki meining þín, því að kl. 16.03 segirðu:

"Það var Snorri í Betel sem var sýknaður. Þessi kennari hefur aldrei verið nafngreindur."

Og ekki nefnirðu skóla hans heldur. En nú veit ég frá fyrstu hendi, eftir gott símtal í kvöld við gjörkunnugan skólamann á Akureyri (sjálfur ertu á Suðurlandi), að engum öðrum en Snorra hefur verið sagt upp á staðnum vegna umtals um samkynhneigð. (Og Snorri ræddi þau mál, NB, ekki í skólanum, og hann bar algeran sigur úr býtum á öllum dómsstigum máls síns, þótt bæjarstjórn Akureyrar skirrist enn við að virða sigur hans í Hæstarétti með því að endurráða hann til Brekkuskóla. Og einn forsprakki málsins í bæjarstjórninni er einmitt hinn nýi formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson! Þetta á við um alla aðkomu hans: að uppsögn Snorra og að þessari tálmun réttlætisins að endurráða hann ekki -- og einnig þá vítaverðu ákvörðun bæjarstjórnar að taka leikskólann Hlíðaból af Hvítasunnumönnum á Akureyri!)

Hitt er allt annað mál, að ákveðinn kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri fekk "tiltal" frá Félagi kennara á Norðurlandi eystra vegna þess að í frjálsum umræðum tjáði hann sig ekki hlynntan islam. En kennaranum var ekki sagt upp, heldur sagði hann sjálfur upp sem varamaður í stjórn nefnds kennarafélags, af því að honum blöskraði hve auðveldlega kollegar hans í stjórninni lúffuðu þarna fyrir pólitískum rétttrúnaði. En hann heldur áfram að kenna við Verkmenntaskóla Akureyrar. :)

Jón Valur Jensson, 3.12.2016 kl. 23:50

21 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Góður Jón Valur að fletta ofan af málatilbúnaði Jósefs. Það vissu allir að Snorra var sagt upp störfum,vegna venjulegrar bloggfærslu á Moggablogginu.

Helga Kristjánsdóttir, 4.12.2016 kl. 04:52

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á Moggablogginu? Þá er það orðið dýrkeypt!

Jón Valur Jensson, 4.12.2016 kl. 04:59

23 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eg er fæddur og uppalinn fyrir norðan Jón Valur og þekki fullt af fólki á Akureyri. Ég ætla ekki að tilgreina heimildarmann fyrir þessum " málatilbúningi" og ekki heldur um nafn kennarans enda væri það meiðyrði. Þessum kennara var ekki sagt upp fyrir þessa kennslu. 

Jósef Smári Ásmundsson, 4.12.2016 kl. 07:53

24 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afhverju seturðu ? merki fyrir aftan -Mbl'blogginu- Jón Valur.              Aha maistari Jósef! Nei ekki fremja meiðyrði í óðagoti,bíst við að enginn hér sé haldinn hnýsni um náungann eins óskemmtileg og umræða um kyn-eitthvað er. Mundi ekki einu sinni spyrja fjöldan af mínu fólki þar.

Enginn gerir athugasemd við "fullyrðingu síðuhöfundar:" Frímerjasöfnun er fánýt yðja",kristni er bábilja,og fótbolti forheimskandi" 
Ekki spyr maður af mannlegu göfginni!!

Helga Kristjánsdóttir, 4.12.2016 kl. 08:50

25 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Fullyrðing síðuhöfundar stjórnast sennilega af máltækinu " Hverjum finnst sinn fugl fegurstur. Frímerkasöfnun sýnist fánýt iðja fyrir öllum nema þeim sem stunda hana. Og svo er um alla aðra hluti, þar á meðal kristni eða aðra trúiðkun og knattspyrnuiðkun og - áhorf. Þessi saga sem ég setti fram heyrði ég fyrir margt löngu og sennilega gerðist þetta ennþá fyrr( segir sig sjálft). Það er nú ekki óðagotinu fyrir að fara þar sem ég man ekki lengur hver sagði mér þetta hvað þá síður nafn umrædds kennara.Eins og áður hefur komið fram þá setti ég fram þessa sögu til að skilgreina hæfi/ ekki hæfi þeirra sem fjalla um þetta mál í hópi nemenda. Mig grunaði ekki að þetta myndi særa neinn enda hefur verið barist fyrir því af mörgum hér á Mbl.is að hleypa kristnifræðslu aftur inn í skólana. En ef þig langar ennþá að slá mig á kjaftinn Helga, viltu þá hafa það hægra megin þar sem ég er með tannrótarbólgu í vinstra skolticry

Jósef Smári Ásmundsson, 4.12.2016 kl. 09:36

26 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Var það ekki " meistari Jakob"?

Jósef Smári Ásmundsson, 4.12.2016 kl. 10:13

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jósef minn, þú ert að mistúlka orð Páls: "Frímerkjasöfnun er fánýt iðja, kristni er bábilja og fótbolti forheimskandi." Þetta er ekki hans álit, heldur er hann að vitna í það, sem ýmsir kunna að hafa sagt, eins og um fleiri hluti -- menn eru yfirleitt ekki 100% sammála um málefni, og það á líka við um kynhneigðamál.

Jón Valur Jensson, 4.12.2016 kl. 10:18

28 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eg var ekki að segja að þetta væri hans álit Jón. Ég túlkaði þessi orð Páls nákvæmlega eins og þú. Ég var einungis að " leggja út af" þessum orðum og vitna í umrætt spakmæli.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.12.2016 kl. 11:08

29 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"Svona gerum við þegar'við viðrum okkar orð" snemma á Sunnudagsmorgni...

Helga Kristjánsdóttir, 4.12.2016 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband