ASÍ undirbýr vinstristjórn - verkföll í febrúar

ASÍ sendir skýr skilaboð um undirbúning verkfallsátaka í vetur. Verkfallssjóðir verkalýðshreyfingarinnar eru helsta umræðuefnið á þingi ASÍ í þessari viku.

Vinstristjórnin sem Píratar, Samfylking, Vinstri grænir og Björt framtíð stefna að er ávísun á upplausn á vinnumarkaði enda allt á huldu með stjórnarstefnuna. ASÍ veit af langri reynslu vinstristjórna að þeim er samfara verðbólga og efnahagsleg óvissa.

ASÍ gerir ráð fyrir að verkföll hefjist í febrúar. Fyrsta skrefið í átt að fimbulkulda í efnahagsmálum verður tekið í alþingiskosningum á laugardag - ef Píratar og vinstriflokkarnir fá meirihluta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eiginlega passar þetta ekki alveg hjá þér. Það voru engin verkföll meðan vinstri stjórnin réð ríkjum síðast. ASÍ sat á sér þangað til hægri stjórnin tók við og á kjörtímabilinu hefur verið nóg af vinnudeilum. Maður hefur það frekar á tilfinningunni að ASÍ spili með vinstri stjórnum en hitt.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.10.2016 kl. 13:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þannig virkar það einnig á mig.

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2016 kl. 15:10

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, en það er bara vissara að gera ráð fyrir verkföllum af því að þá verður hægt að kenna vinstri stjórn um þau, ef slík stjórn situr eftir kosningar. 

ASÍ átti erfitt með að fara hamförum í kjölfar mesta efnahagshruns Íslandssögunnar, en var samt svo óánægt með stjórnina þá, að forseti þess gekk úr Samfylkingjunni. 

Hvort sem það verður vinstri-, hægri- eða miðjustjórn verður hún ekki öfundsverð af því að standa frammi fyrir því að það er ekki hægt lengur að láta krónuna hækka og hækka til þess að verðhækkunum á innflutnigsvörum í skefjum. 

Síðan er það ekki alls kostar rétt að ASÍ hafi staðið fyrir vinnudeilum á núverandi kjörtímabili. Þar voru verkföll annarra, eins og heilbrigðisstétta erfiðust. 

Ómar Ragnarsson, 24.10.2016 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband