RÚV-Pírata Ísland, sálfræðingar gleðjast

Fjölmiðlapólitískt bandalag RÚV og Pírata stækkar þriggja manna þingflokk, sem þarf sálfræðing til að tala saman, upp í 15 þingmenn. Í kjölfar stórsigurs RÚV-Pírata fá að minnsta kosti fimm sálfræðingar vinnu á alþingi - auk allra þeirra sem komast i uppgrip út í þjóðfélaginu við að laga taugahrúgur sem verða til undir oki RÚV-Pírata.

Síðustu viku fór RÚV hamförum við að lýsa Íslandi sem óalandi og óferjandi spillingarbæli er Píratar einir gætu lagfært. RÚV færði kosningabaráttuna til ársins 2009 þegar þjóðin var á barmi taugaáfalls. Til að fá útlenskan stimpil á ónýta Ísland var Eva Joly flutt inn til lands af Pírötum og fékk hún drottningarviðtal á RÚV - auðvitað.

RÚV gerði stórt númer úr blaðamannafundi Pírata, þar sem þeir mynduðu ríkisstjórn fyrir kosningar, en lét þess ógetið að enginn, nema Samfylking, auðvitað, vildi starfa með þeim. Myndin sem RÚV dró upp var að Píratar væru þegar komnir í stjórnarráðið.

RÚV-Pírata Ísland verður tragikómískur brandari sem í samanburði gerir Jón Gnarr og Besta flokkinn að stjórnspekingum.

 


mbl.is Píratar mælast stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti höfundur..... "en hún snýst nú samt".....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.10.2016 kl. 08:03

2 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Höfundur talar eins og smákrakki.

Ef einhver þarf á sálfræðingi að halda þá er það hann...

Snorri Arnar Þórisson, 21.10.2016 kl. 12:11

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Snorri athugasemd þín er með því barnalegra sem hér hefur sést í athugasemdarkefinu.Það jafnast á við "en þú" En auðvitað eru blessuð börnin alltaf yndisleg. 

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2016 kl. 12:41

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

SIgfús viltu vera svo góður eins og þú leggur þig jafnan til,að skýra hvað snýst þrátt fyrir ??? Hvað? 

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2016 kl. 12:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru Píratar orðnir aðilar að stóra RÚV-samsærinu?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2016 kl. 13:45

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Helga, nú það sama og Galíleó Galílei sagði þegar hann neitaði að samþykkja annað en Sólmiðjukenninguna. 

Það sama og höfundur þarf að sætta sig við, hvað sem hann tuðar og gerir þarfir sínar yfir Samfylkinguna, RÚV, Pírata, SJG og fl, að lífið heldur áfram hvað sem hann tuðar.

Breytingar eru óumflýjanlegar.

Höfundur getur svo lagst í andóf ....

....en hún snýst nú samt..

Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.10.2016 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband