Píratar kaupa Evu Joly í Kastljós

Eva Joly kom í boði Pírata til landsins vegna kosningabaráttunnar. Markmiðið var að auka umræðu um spillingu í samfélaginu. Þótt Eva kunni ekki stakt orð í íslensku er hún ábyggilega ,,upplýst" af píratískum félögum sínum.

Kastljós RÚV tók að sér að magna upp spillingarumræðuna fyrir Pírata og veitti Joly drottningarviðtal.

Lára Hanna Einarsdóttir setti Kastljósviðtalið óðara á jútúb. Lára Hanna kallaði formann Viðreisnar ,,mellu" þegar hann afþakkaði að mynda ríkisstjórn með Pírötum fyrir kosningar. Þegar fjölmiðlar eru annars vegar eiga Píratar og Lára Hanna sína mellu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er athygli vert að flokkurinn sem telur sig framtíð Íslands skuli þurfa að leita til Endurvinnslunnar eftir kosningabombum.

Það þykir almennt ekki góð pólitík að erlendir pólitíkusar séu að hlutast til um innri málefni þjóða svo ekki sé sagt í hita kosningabaráttu. Sumir segja jafnvel að innkoma Obama í Brexit umræðuna hafi riðið baggamuninn og hleypt illu blóði í kjósendur. Orðið til þess að þyngja vogarskál útgöngumanna.

Eva Joly er uppvakningur úr fortíðinni sem þjóðin þarf ekki á að halda.

Ragnhildur Kolka, 20.10.2016 kl. 17:17

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og ég tek eftir því að höfundur hafði ekki stærri blöðru en svo að nú bunast úr honum vaðallinn um RÚV og hið góða starfsfólk sem starfar þar við þröngan kost en fær samt ekki að tjá sig opinberlega um dagleg málefni á samfélagsmiðlum líkt og höfndur þá er athyglisvert að hér er gert lítið um helsta sérfræðing um málefni spillingar og hvernig þeir sem auðinn eiga fara framhjá reglum.

Undarlegra er þó að sjá helsta baráttumann/konu gegn þeim sem eiga erlenda peninga hér, formanni Fjárlaganefndar beiti sér gegn samliðsmanni sínum, sjálfri Evu Joly. Margt skrýtið í kýrhausnum ennþá. 

En sé að hér tjá sig aðrir snillingar sem greinilega vilja að þeir sem eigi auðinn eignist meira á kostnað annara, helst skattborgara. Enda tilheyrir einn snillingurinn hér sjálfri Skrýmsladeild þess flokks sem vill fyrir færri gera á kostnað þeirra mörgu. 

Athyglisverð umræða hér.

Svo er skammast í erlenda aðila, ekki heyri hér þennan tón þegar fráfarandi menntamálaráðherra komst undan með sín siðferðirbrot, einmitt með álit "útlendinga" um sín mál. Þá gagrýndi hluti Skrýmsladeildarinnnar ekki neitt þá.

Greinilega gleggt gests augað.....þegar það á við...

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.10.2016 kl. 17:45

3 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Hvað kostaði kellingin annars meðan hún var hér, sumir segja yfir 100 milljónir? En hún var þó fljót að koma sér í burtu þegar annað kallaði, hún má eiga það.

Hólmgeir Guðmundsson, 20.10.2016 kl. 20:35

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sigfús Ómar, það væri nú fullmikið í lagt að starfsmenn DDRÚV væru að eyða púðri sínu á samfélagsmiðlunum, þegar þeir geta náð til allrar þjóðarinnar með skoðanir sína á kostnað skattborgaranna. Eða hafa þeir einhverjar fleiri skoðanir en þær sem þeir viðra daglega á skjám landsmanna?

Ragnhildur Kolka, 20.10.2016 kl. 22:48

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Veit ekki frú Kolka, allavega var talin ástæða til að taka af þeim þau mannréttindi, sem þú og höfundur njótið, að tjá ykkur hér um hin ýmsu mál.

Þú droppar bara pósti á Helga eða Þóru um hvort þau hafa e-ð um málin að segja. Ég treysti á þig ;)

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.10.2016 kl. 23:26

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Helgi og Þóra hafa ekki áhuga á hvað mér finnst. Þau eru of upptekin af að fela fjármálagerninga Steingríms og Jóhönnu.

Ragnhildur Kolka, 20.10.2016 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband