Kastljós í kosningabaráttu ársins 2009

Það ætti ekki að þurfa sérfræðing til að vita að seðlabankar eru til að bjarga bankakerfi sem riðar til falls. Þetta gildir um alla seðlabanka. Haustið 2008 stóðu allir íslensku bankarnir á bjargbrúninni.

Eftir að tveir féllu, Glitnir og Landsbanki, var reynt að bjarga þeim þriðja, Kaupþingi, með neyðarláni úr Seðlabanka Íslands. Það mistókst og Kaupþing fór í gjaldþrot.

Pólitískt uppgjör við bankahrunið fór fram í kosningunum 2009 og að nokkru marki fjórum árum síðar, í kosningunum 2013.

Kastljós RÚV vill að kosningarnar 2016 snúist líka um bankahrunið fyrir átta árum. RÚV stendur vaktina fyrir vinstriflokkana sem fyrr.


mbl.is Segir valdið hafa verið hjá Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hversu aumir geta menn orðið?  Hversu lágt geta menn lagst fyrir svikalaunin?  Þvílíkur viðbjóður.  Gubb.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2016 kl. 10:58

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kjörorð RÚV er - Endurvinnsla

Ragnhildur Kolka, 20.10.2016 kl. 12:11

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Það ætti ekki að þurfa sérfræðing til að vita að seðlabankar eru til að bjarga bankakerfi sem riðar til falls" Það þarf engan sérfræðing til að vita að svo er ekki. Hlutverk seðlabanka er alls annars eðlis. Sjálfur Davíð Oddsson vissi þetta greinilega samkvæmt umræddu símtali milli hans og Geirs H. Haarde og samt er hann enginn sérfræðingur. En það sem hann greinilega vissi ekki eða þóttist ekki vita er að seðlabankinn er sjálfstæð stofnun sem á ekki að láta segja sér fyrir verkum. Svo að sjálfsögðu ber hann alla ábyrgð á lánveitingunni til kaupþings. Ekki Geir H. Haarde þó hann hafi lagt þetta til.

Jósef Smári Ásmundsson, 20.10.2016 kl. 15:45

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

RÚV mætti að ósekju gera úttekt á einkavæðingu Steingríms J Sigfússonar á bönkunum.

 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.10.2016 kl. 15:45

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/10/20/glundrodi_gulli_sleginn_saga_fih_bankans/

Hér er aðeins um það hvernig haldið var á veðinu fyrir þessu láni af Má og Steingrími. Már lofaði skýrslu 2015, sem hann hefur ekki sett fram enn. Kannski vegna þessara bráðakosninga.

Pólitísk spilling í Danmörku á sinn þátt í hvernig þessum málum var klúðrað, þar sem innherjabrask og lekar einkenndu það. Þrýstingurinn á Má og Steingrím að gefa þetta veð var líklega undirlægjuháttur vegna Icesave og ESB umsóknar á þessum tíma. Varla önnur skýring.

Það er meira skrifað um þetta subbulega mál í dönskum fjölmiðlum en hér og eðlilega þegri RUV þunnu hljóði um eftirmálann, sem ásamt klúðrinu í sölu innlendu bankanna skrifast alfarið á hina hreinu og tæru vinstristjórn og hjartabarn vogunnarsjóðanna Steingrím J.

Kannski efni í annan landsdóm?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2016 kl. 17:12

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í augum RUV er lekamál ekki það sama og lekamál. Leki til vinstri er réttlætanlegur. Nú er spurning, hver lak þessu í RUV og hvort sækja eigi einhvern til ábyrgðar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2016 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband