Foringjar stækka flokka

Stjórnmálaflokkur er höfuðlaus her án foringja. Í stjórnmálaumræðu skilur á mill feigs og ófeigs hvort aðaltalsmaður flokks geti í senn greint aðstæður og borið fram hugmyndir og stefnu sem hópurinn að baki stendur fyrir. Og gert það þannig að eftir sé tekið.

Engin uppskrift er til af foringjum. Þeir verða til í samspili kringumstæðna og einstaklingsþátta. Forn-Grikkir sögðu foringja verða til fyrir guðlega náð. Í Menóni eftir Platón vekur Sókrates máls á þeirri staðreynd að þekkingin ein útskýri ekki vel gerða stjórnmálamenn heldur séu þeir ,,bæði guðdómlegir og hafi eldmóð, enda eru þeir innblásnir og haldnir af guði þegar þeir tala rétt um marga hluti og mikils verða..."

Það sem af er þessari kosningabaráttu er tölva Sigmundar Davíðs meira í umræðunni en nokkuð það sem sitjandi formaður lætur frá sér fara.


mbl.is Vill að aðrir ræði stefnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki.Er hægt að kenna núverandi formanni um það með sömu útskýringum og þú notar um formann Framsóknarflokksins?

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 10:06

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Umræðan í blogginu er um foringja en ekki fylgi. En skiljanlega er framsóknarmönnum fylgisleysið efst í huga.

Páll Vilhjálmsson, 18.10.2016 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband