ESB-stjórn Viðreisnar og vinstriflokka

Frambjóðendur Viðreisnar, Þorgerður Katrín og Pawel Bartozek, tala fyrir nýrri ríkisstjórn sem setti ESB-aðild í forgang.

Vinstri grænir og Samfylking reyndu að gera Ísland að aðildarríki Evrópusambandsins kjörtímabilið 2009-2013 en mistókst. Með meirihluta Viðreisnar, Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar/Bjartrar framtíðar væri mögulegt að endurtaka leikinn.

Vinstri grænir eru í orði kveðnu áhugalausir um ESB-aðild. En það voru þeir líka 2009. Frambjóðandi Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, Ari Trausti Guðmundsson, sagðist sem forsetaframbjóðandi sl. vor á beinni línu DV vera ,,forvitinn um [ESB]samning til að skoða".
 
Ari Trausti tónar sjónarmiðið um að ,,kíkja í pakkann" sem þýðir innganga í Evrópusambandið enda aðeins ein leið þangað inn og hún felst í aðlögunarferli.
 
Vinstri grænir tækju þátt í ESB-leiðangri 2017 alveg eins og þeir gerðu 2009-2013.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband