Mótsögnin í framboði Sigurðar Inga

Rökin fyrir framboði Sigurðar Inga til formennsku í Framsóknarflokknum eru þau helst að sitjandi formaður, Sigmundur Davíð, standi höllum fæti í fjölmiðlaumræðunni. Þessi rök eru klædd í ólíkan búning, eftir því hver á í hlut. Samþingmaður Sigurðar Inga úr Suðurkjördæmi sagði til dæmis að þingflokknum ,,liði illa" vegna árása fjölmiðla (les RÚV) á Sigmund Davíð.

Ef rökin fyrir framboði Sigurðar Inga héldu ætti Framsóknarflokkurinn að standa betur í fjölmiðlaumræðunni með hann í brúnni.

Engar líkur eru á því að það gangi eftir. Pólitísk umræða gengur út á tvennt: hugmyndir og hagsmuni og samhengið þar á milli. Ef flokkur ber fram hugmyndir án tengsla við hagsmuni verður úr froða, samanber Pírata. Ef hagsmunir einir eru í fyrirrúmi nær umræðan engu flugi, samanber dæmigerðan landsbyggðaþingmann sem talar fyrir kjördæmið sitt.

Sigmundur Davíð sameinar í pólitík sinni hugmyndir og hagsmuni. Hann bjó til slíka pólitík í tengslum við Icesave-máli og aftur í umræðunni um skuldaleiðréttingu heimilanna. Og Framsóknarflokkurinn fékk 25 prósent kjörfylgi.

Andstæðingar Framsóknarflokksins vilja nær allir að Sigurður Ingi verði formaður Framsóknarflokksins. Að upplagi og eðli er Sigurður Ingi dæmigerður landsbyggðarþingmaður, sem treysta má að tali um alvörumál sem engu flugi ná í pólitískri umræðu. Búvörulögin eru dæmi um slíkt alvörumál. Stuðningur við þau mælist lítill og maður eins og Sigurður Ingi mun engu breyta þar um. Sigmundur Davíð getur á hinn bóginn flutt orðræðu sem tengir búvörulögin við stærra pólitískt samhengi. Þetta vita andstæðingar Framsóknarflokksins og því vilja þeir Sigmund Davíð feigan.

Andúð á Framsóknarflokknum er inngróin í margar vinstrikreðsur. Stundum kemur þessi andúð upp á yfirborðið í tærri mynd, eins og þegar fréttamaður RÚV uppnefndi Sigurð Inga ,,þann feita."

Ef framsóknarmenn gera andstæðingum sínum þann greiða að kjósa Sigurð Inga sem formann gera þeir flokkinn að hornkerlingu stjórnmálanna.


mbl.is Spenna í Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Sammála þér Páll. Ég veit hreinlega ekki hvað sumt fólk innan Framsóknar er að hugsa,sér það ekki að Sigurður Ingi er of eftirgefanlegur ef hann ætti t.d. eftir að starfa með Bjarna Ben.

Sandy, 27.9.2016 kl. 09:24

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Þetta er rétt hjá þér Páll Vilhjálmsson.  Þegar flokksmenn ganga harðar fram í því að hrekja foringja sinn af brautinni heldur en andstæðingarnir þá gengur skart á stuðnings aðilana.    

Hrólfur Þ Hraundal, 27.9.2016 kl. 10:19

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Auðvitað vilja andstæðingar Framsóknar fá Sigurð Inga í formannsembættið. Hann er eins og þú segir Páll litlaus stjórnmálamaður sem mun ekki segja eða gera neitt sem vekur kjósendur til umhugsunar. Sigmundur Davíð, hvað sem annað má um hann segja, er hugmyndaríkur og fylgin sér. Það er eitruð blanda í augum stjórnarandstæðinga. 

Vandamál Framsóknarflokksins er skortur á hugsjónum, því hrekjast þeir ævinlega undan í mótbyr, yfirgefa forystumenn sína í von um að grasið sé grænna í annarra görðum.

Ragnhildur Kolka, 27.9.2016 kl. 10:50

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þið eruð búin að vera.  Það á núna að bera ykkur út.

Skiljið þið það ekki?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.9.2016 kl. 11:07

5 Smámynd: Agla

Er SDG ekki í rauninni "landsbyggðarþingmaður", rétt eins og SI ? Er eitthvað að því að vera "landsbyggðarþingmaður"?

Er SI virkilega "litlaus stjórnmálamaður"? Ég fæ ekki betur séð en að hann hafi vakið marga kjósendur til umhugsunar með framboði sínu til formannsembættis Framsóknarflokksins.

Agla, 27.9.2016 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband