Viðreisn er uppreisn efnafólksins

Með Þorgerði Katrínu skýrist myndin af Viðreisn. Hún var ráðherra sem átti eiginmann í forystusveit Kaupþings. Meðframbjóðendur Þorgerðar Katrínar eru talsmaður atvinnurekenda síðustu ár, Þorsteinn Víglundsson; annar er sonur fyrrum ráðherra og stjórnarformanns MP-banka og heitir Páll Rafnar.

Formaður Viðreisnar er Benedikt Jóhannesson, kominn af efnafólki og til langs tíma stjórnarmaður í stórum fyrirtækjum. Helsta baráttumál Viðreisnar, aðild að Evrópusambandinu, er dæmigert hagsmunamál fyrir tekjuhópa í hærri kantinum.

Sennilega er Sjálfstæðisflokkurinn, með slagorðið stétt með stétt, of mikill jafnaðarflokkur fyrir viðreisnarfólkið.


mbl.is Leiðir Þorgerður Katrín lista Viðreisnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eitthvað skilur á milli! Auðsær ákafi viðreisnar að sækjast eftir Esb aðild  og síðan gamla þjóðlega sjáfstæðisstefnan,sem hefur reynst best í blíðu og stríðu.--  

Helga Kristjánsdóttir, 6.9.2016 kl. 12:42

2 Smámynd: Jón Bjarni

Aðild að Evrópusambandinu er ekki helsta baráttumál Viðreisnar Páll.. Sú stefna er einfaldlega sú að þjóðin fái að kjósa um það í þjóðaratkvæagreiðslu hvort slíkar umræður verði kláraðar eða ekki. 

Og Helga - það er svo sannarlega rétt - Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt þjóðarskútinni í 6 alvarleg gengishrun, reglulega óðaverðbólgu, verðtryggingu og nú síðast gjaldeyrishöft.. Það má svo deila um það hvort það telst til góðs eða ekki

Jón Bjarni, 6.9.2016 kl. 13:45

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Maður sem er auðsjáanlega greindur og vel að sér tekur til máls: „Aðild að Evrópusambandinu er ekki helsta baráttumál Viðreisnar Páll. Sú stefna er einfaldlega sú að þjóðin fái að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort slíkar umræður verði kláraðar eða ekki.“

Þarna þyrfti þessi ágæti maður að huga að tvennu. Hvernig myndi nú sú spurning hljóma að spurt væri hvort slíkar ES umræður verði kláraðar eða ekki“ þegar engar umræður hafa verið og munu aldrei verða í gangi?

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandið þyrfti að snúast um kjarna málsins; þær samningsheimildir sem þjóðin vill veita stjórnvöldum í „viðræðum um aðild“ að sambandinu. Fyrsta spurning væri því: „Ertu fylgjandi aðild að Evrópusambandinu? Síðan þyrfti að spyrja nánar um þær heimildir og skilyrði sem þjóðin vill setja og sættir sig við. Afgerandi spurningar um hvort framselja megi yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni og rétt Íslands til að semja um og taka ákvarðanir um veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum eru grundvallarspurningar sem þjóðin þarf að taka. Og vísast þarf að taka á fleiri spurningum af þessum toga í atkvæðagreiðslunni svo sem um hámarksheimildir til að leggja sambandinu til fé. Sé þjóðin svo heillum horfin að hún játi aðild að Evrópusambandinu með öllum þeim vanköntum og ágöllum sem á því eru, þá yrði það bara svo að vera. Það væri svo sannarlega óafturkræf aðgerð. Bretar fóru undir hótunum, en okkur yrði ekki stætt á því.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 6.9.2016 kl. 14:39

4 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

... eitthvað koma gæsalappirnar skrýtilega fram ...

Einar Sveinn Hálfdánarson, 6.9.2016 kl. 14:40

5 Smámynd: Jón Bjarni

Spurningin gæti einfaldlega hljómað svona.

"Vilt þú að íslendingar klári viðræður um aðild að Evrópussambandinu og leggi svo fullkláraðan samning í hendur þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu"

Jón Bjarni, 6.9.2016 kl. 14:42

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Á Ísland ad saekja um adild ad Evrópusambandinu?" er eina spurningin sem spyrja tharf, Jón Bjarni. Thad er ekki í bodi lengur ad klára "vidraedur" vid Evrópusambandid og hefur aldrei verid. Annad hvort er sótt um eda ekki. "Kíkja í pakkann" kjaftaedid var aumlegt yfirklór og hrein og bein ósannindi. Thad er ekki um neitt ad semja.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan

Halldór Egill Guðnason, 6.9.2016 kl. 17:49

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já ekki nóg með að Sjóræningjadrottningin Birgitta Jóns sé að setja allt í uppnám prófkjöri Sjóræningjana af því að hún er ekki ánægð með niðurstöður úr prófkjörunum.

þá þarf Kúlulánadrottnimgin Þorgerður Katrín að koma fram í sviðsljósið og fer í framboð í firsta sæti Viðreisnar í Kraganum, þið munið þessi sem kom RÚV nef skattinum á sem allir Íslendingar eru mjög ánægðir og þakklátir henni fyrir.

Já um að gera að hafa kvenfólk (drottningar) í pólitík, þá er alltaf eitthvað að gerast.

Kveðja frá Houston 

Jóhann Kristinsson, 6.9.2016 kl. 21:19

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er ótrúlegt að þurfa ítrekað að lesa um að ljúka viðræðum, þegar það eina sem er hægt er að semja um, vegna inngöngu í ESB, er hve mikinn tíma þarf til að fullgilda inntökuskilyrðin.   Þetta er ekki samningur, þetta eru inntökuskilyrðin í ESB.  Það hefur marg komið fram hjá talsmönnum ESB.  Annað er ekki í boði, sama hve oft Samfylkingamenn tuldra um annað, þá breytist það ekkert hjá ráðamönnum ESB.  

Það er ekki hægt að semja við Frímúrara um að fá að ganga þar inn á forsendum umsækjanda.  Inngangan er á forsendum laga og reglna Frímúrara.  Sá sem sættir ekki sig við það, - étur það sem úti frýs.  Sama gildir um hinn klúbbinn, - ESB.

Svo er alveg  morgunljóst, að fyrst þarf þjóðin að kjósa um hvort íslendingar vilji fara í þá vegferð að sækja um inngöngu.  Þetta vefst fyrir mörgum og eiga þeir erfitt að átta sig á þessu skilyrði.  Þetta skildi Samfylkingin ekki, nema Össuri, sem varð það ljóst, seint og síðar meir, hver afglapaháttur Samfylkingrinnar og VG var.  

Hjá núverandi stjóarnvöldum er ekki inn í myndinni að sækja um og á meðan svo er,  verður ekki kosið um inngöngu.  Einstaka þingmenn í báðurm stjórnar flokkum hafa samt verið að slá pólitískar keilur og telja sér það til framdráttar.

Það er alveg á hreinu, fara verður aftur á byrjunarreit, sama hvað hver segir.

Eftir situr eina spurningin sem skiptir máli:   Viltu ganga í ESB? 

Fyrr en búið er að kjósa um það, skipta hártogarnir út og suður engu.

Benedikt V. Warén, 6.9.2016 kl. 21:50

9 Smámynd: Jón Bjarni

Það er alveg merkilegt að þurfa að lesa sömu þvæluna aftur og aftur um það að ekkert sé um að semja. Einusinni héldu menn því fram að þegar einusinni væri komið þar inn kæmust menn ekki út. Brexit hefur afsannað það. 

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/04/18/meirihluti-landsmanna-vill-klara-adildarvidraedur-vid-esb-bjarni-aetlar-ad-stodva-vidraedurnar/

Meirihluti þjóðarinnar vill klára viðræðurnar. 

Og varðandi þessa síendurteknu þvælu um að það sé ekkert að semja um þá mega þeir sem því halda fram alveg svara þessu hér

http://www.visir.is/danir-kjosa-um-undanthagur-esb-adildar-sinnar/article/2015150319073

Jón Bjarni, 7.9.2016 kl. 11:31

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er sama hve margir trúa því að hægt sé að færa fjöll, þau færast ekki við það.

Samfylkingin hefur ítrekað logið að þjóðinni að hægt sé að "kíkja í pakkann" og um eitthvað sé að semja.  Auðvita trúa einhverjir því að það sé hægt,  eins oft og það er búið að koma því ranglega til skila.

Stefan Füler, Olli Rehn og Emma Bonino hafa greinilega ekki lesið hugleiðingar Jóns Bjarna og vita þar af leiðandi ekkert um innri mál ESB.

Benedikt V. Warén, 7.9.2016 kl. 12:42

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Bjarni, ertu með skít á milli eyrnanna?  Það hefur oft komið fram að það er EKKERT ANNAÐ TIL Í VIÐRÆÐUM VIÐ ESB OG ÞAÐ ERU AÐLÖGUNARVIÐRÆÐUR.... Það að byrja að ræða við ESB þýðir að viðkomandi þjóð VILL INNLIMAST.  Meira að segja harðir INNLIMUNARSINNAR hafa viðurkennt þessa staðreynd en reyndar virðist vera einn og einn sem hreinlega neita staðreyndum.

Jóhann Elíasson, 7.9.2016 kl. 14:41

12 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og þakka höfundi fyrir að hafa komið að málum með að starfsfólk RÚV geti nú ekki tjáð sig á samfélagsmiðlum, líkt og aðrir, sem sumir myndu kalla mannréttindabrot, þá langar mig að beina spjótum mínum að skrifum eins manns hér. Sá heitir Jóhann og er kenndur við Elías. Sá hinn sami heldur út bloggi, þar sem hann tjáir sig ótt og títt. Notar þar rétt sinn að tjá sig,sem starfsfólk RÚV hefur ekki, þökk sé höfundi og vinum hans í litla Flugvallarsamtökunum. Jóhann þessi hendir þeim út sem svara honum, af því að hann metur aðra dónalega og ekki þess hæfa að skrifa þar. Samt kemur hann hingað og notar þessi orð í dag:"ertu með skít á milli eyrnanna" Gott sð sjá að menn fá að tjá sig og koma fram við aðra eins og þeir vilja koma fram við aðra. Frábært hjá höfundi að halda úti svona svæði fyrir menn og konur sem kunna sig ekki, málefnalega.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.9.2016 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband