Aukið framboð vímuefna eykur neyslu

Starfshópur um vímuefnamál leggur til að framboð eiturlyfja skuli aukið með því að refsa ekki fyrir vörslu neysluskammta. Þetta felur í sér fjölgun dreifingaraðila, sem hver um sig dreifir neysluskammti og tekur litla áhættu - lendir ekki einu sinni á sakaskrá.

Það er ósamræmi í málflutningi starfshópsins, sem segir að vímuefnavarnir séu góðar annars vegar en hins vegar leggur fram tillögur er draga úr gildandi vörnum.

Það er hvorki í þágu almannahags að auka framboð fíkniefna né að brjóta niður varnir gegn þessum vágesti.


mbl.is Hætti að fangelsa fyrir neysluskammta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Páll. Svo vill þetta undarlega lið koma með það nýjabrum inn í lög, að eindregin mismunun verði gerð í meðhöndlun refsimála: þeir sem framið hafa glæpi, sem varði sektum allt að 100.000, sitji EKKI við sama borð -- flestir lendi á sakaskrá fyrir vikið, en AÐRIR: þeir sem brotið hafa lög um fíkniefni og sektaðir hafa verið um sambærilegar upphæðir, lendi ekki á sakaskrá fyrir vikið!

Síðan hvenær eiga fíkisefnabrotamenn að njóta mismununar og forréttinda? Og er það gott fyrir vinnuveitendur að vita ekki af slíkum alvarlegum veikleika umsækjanda um ýmsa vinnu hjá þeim? --Hitt er sjálfgefið, að ef slíkar sektir eru greinilega komnar til ára sinna, þá láta vinnuveitendur hreina sakaskrá á síðustu árum og áratugum nægja til að sýna, að viðkomandi megi treysta.

Jón Valur Jensson, 31.8.2016 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband