Brexit sameinar, spilaborgin ESB og Viðreisn

Breskir íhaldsmenn, sem deildu um hvort Bretland ætti að halda áfram í ESB eða hætta, eru sameinaðir eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna þar sem aðild að Evrópusambandinu var hafnað, segir í fréttaskýringu Politico.

Sérfræðingar í málefnum Evrópusambandsins, t.d. í Eurointelligence, telja auknar líkur á hraðferð Breta úr Evrópusambandinu. Æ minni líkur eru á að Bretar kjósi aukaaðild að ESB í gegnum EES-samninginn, sem Ísland og Noregur eiga aðild að.

Ástæðurnar eru einkum tvær fyrir því að Bretland virðist ætla að sleppa fljótt og vel úr Evrópusambandinu en ekki með eymd og langtímavolæði. Í fyrsta lagi skall engin kreppa á Bretum eftir að þeir ákváðu í sumar, með þjóðaratkvæðagreiðslunni, að ganga úr ESB. Margradda kór ESB-sinna á meginlandinu og í Bretlandi boðaði efnahagslega kollsteypu ef Bretland hrykki af ESB-hjörunum. Ekkert slíkt gerðist og Bretar eru í betri málum en stórþjóðirnar á meginlandinu í efnahagslegu tilliti.

Hin ástæðan fyrir Brexit án vandkvæða er að stærsta draumsýn Evrópusambandsins, evran, er óðum að breytast í martröð. Nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz kippur fótunum undan evrunni og það afhjúpar Evrópu sem efnahagslegt hamfarasvæði, skrifar Jeremy Warner í Telegraph.

Það er svo sérstök pæling að um leið og Evrópusambandið er rúið trúverðugleika og án framtíðarsýnar að nýr flokkur ESB-sinna á Íslandi, Viðreisn, ætlar að gera sig gildandi. En það segir líklega meira um kreppu íslenskra stjórnmála en ástandið í Evrópu.

 

 


mbl.is Vilja fríverslun frekar en EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Viðhorf íbúa ESB.

Ragnhildur Kolka, 25.8.2016 kl. 11:15

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hér hefur ekki tekist vel til, en mynd sem ég setti inn um afstöðu íbúa 10 ESB landa til útgöngu Breta og áhrif á sambandið hefur misfarist. Þar sést í könnun sem gerð var fyrir Brexit kosningarnar að 47% eru óánægðir en aðeins 51% segjast ánægðir, 70% telja útgönguu Breta hafa slæm áhrif en 16% telja áhrifin til góðs. Þá telja 42% að minnka eigi umsvif sambandsins en aðeins 19% að auka skuli vald Brussel.   

Ragnhildur Kolka, 25.8.2016 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband