Þjóðkirkjan er offjármagnaður pólitískur saumaklúbbur

Þjóðkirkjan tekur til sín 5,4 milljarða króna árlega, meðtalið framlag til kirkjugarða, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Fjárhæðin er stór fyrir verkefni sem sífellt smærri hluti þjóðarinnar nýtur góðs af.

Þjóðkirkjan nýtti ekki tækifærið sem hún fékk eftir aftrúarvæðingu síðustu aldar til að verða boðberi menningar, sögu þjóðarinnar og siðferðisumræðu. Prestar þjóðkirkjunnar eru sumir rugludallar sem í skjóli kirkjunnar stuðla að lögbrotum, eins og nýlegt dæmi úr Laugarneskirkju sýnir svart á hvítu.

Þjóðkirkjan er orðin að pólitískum saumaklúbbi sem stekkur á tískumál til að þykjast ,,í umræðunni" en vanrækir sögulegt hlutverk sitt frá árdögum kristni hér á landi, sem er að stuðla að samheldni þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Viltu svo ekki segja okkur, Páll, hversu mikið gjafaframlagið er frá (a) ríkinu til íþróttafélaga og starfsemi þeirra og (b) framlag sveitarfélaga til hinna sömu? Enginn taki þessi orð mín svo, að loka eigi fyrir opinber framlög til íþróttahreyfingarinnar.

En sóknargjöldin til ALLRA landsins skráðu trú- og lífsskoðunarfélaga eru félagsgjöld meðlima þar og standa m.a. undir byggingu og viðhaldi kirkna og launum handa nánast öllum starfsmönnum trúfélaga (meðhjálpurum, organistum, kórstjórum, kórum, djáknum, díakonissum, starfsmönnum við eldhús og ræstingar, skrifstofufólki, iðnaðar- og viðgerðamönnum og umsjónarfólki með ýmiss konar starfi kirknanna í þágu aldraðra, við mömmumorgna, sorgarmeðferðar-prógrömm o.m.fl.) fyrir utan þjóðkirkjuprestana.

Samningar ríkis og Þjóðkirkju um laun presta hennar fela í raun í sér endurgjald fyrir kirkna-jarðirnar (16% allra jarða 1907), sem ríkið hefur nýlega fengið til eignar án þess að hafa nokkurn tímann borgað fyrir það eina einustu krónu í kaupverð, heldur ábyrgzt í staðinn að gjalda prestum og biskupum Þjóðkirkjunnar laun. Þetta eru þetta þannig "kaup kaups" og ekki ríkinu í óhag, það "kemur stór greiði á móti greiða," svo að segja.

Endilega, Páll, stökktu ekki á áróðursvagn vinstri- og vantrúarmanna í þessu efni.

Jón Valur Jensson, 24.7.2016 kl. 15:43

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Kirkjan þyrfti helst að geta sýnt einhverskoanr árangursmælingar tengt aðsókn inn í sín hús.

Hver er svo brýnaasta spurningin sem að Þjðkirkjan stendur frammi fyrir tengt lífsgátunni?

Jón Þórhallsson, 24.7.2016 kl. 16:24

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það verður að fara rétt með staðreyndir. Hvaða gögn liggja fyrir um það að kirkjan hafi framið lögbrot í Laugarneskirkju eins og fullyrt er í pistlinum. ?

Ómar Ragnarsson, 24.7.2016 kl. 18:11

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nafni minn Jón Valur. Hvar sérð þú að eitthvað af þessu fari til viðhalds kirkna. Eftir því sem ég kemst næsst er slíkt meira og minna á höndum sóknarfélaga sem standa í margskonar fjármögnun á þessu.  Varðandi kirkjugarða, þá fer varla nokkuð til viðhalds þeirra því sá peningur fer helst í prestana. Kirkjugarðar eru ekki í umsjón kirkjunnar eftir mínum upplýsingum, enda eru þeir víðast hvar í algerri niðurníðslu. 

Prestar rukka sérstaklega fyrir hvert einasta handtak sem fellur undir embættisverkin, eins og jarðarfarir, fermingar, giftingar etc.  Ef þú kemst yfir sundurliðun eða ársreikning á því hvað þessir peningar fara í, þá endilega sýndu mér það. Kirkjan er rekinn á sníkjum sóknarbarna og hugsjónamanna og gullkistur kirkjunnar sjálfrar eru lítt hreyfðar nema kannski til að borga öessum hundrað prestlingum laun.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.7.2016 kl. 19:41

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svo spurning hvers vegna kirkjan átti 16% allra jarða í landinu 1907. Hvering voru þær fengnar og hvernig er hægt að réttlæta sex milljarða "leigu" á þeim árlega um alla framtíð? 

Jón Steinar Ragnarsson, 24.7.2016 kl. 19:48

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

    • Hinir einstöku kirkjustaðir áttu sjálfa sig (sjálfseignarstofnanir), nafni minn, og fjölda útjarða, hjáleigna, ítaka og hlunnind, að miklu leyti frá kaþólskri tíð, þótt einnig hafi kirkjunum áskotnazt fleira síðan þá og eignir gengið kaupum og sölum og í makaskiptum. Varla nennirðu í þrætubókastíl sumra að hefja hér neinn niðrunarlestur um upprunalegar eignaheimildir kirknanna.

    • Minnumst svo hins, að um þrefalt meiri voru kirkjulegar jarðeignir í kaþólskum sið undir siðaskiptin, en tvöfalt meira en þessar kirkna-jarðir hrifsaði konungsvaldið til sín frá og með siðaskiptum, þ.e. annars vegar jarðir biskupsstólanna á Hólum og í Skálholti og hins vegar jarðir klaustranna, og voru þessi rán konungsvcaldsins stóráfall fyrir íslenzka menningu, án efa það almesta í sögunni, enda voru klaustrin fram að því menningarsetur og áttu gildan hlut í íslenzkum miðaldabókmenntum, m.a. konungasögum (Ólafs helga og Sverris a.m.k.). Ennfremur reis íslenzk menning einna hæst í hinum hátimbruðu dómkirkjum í kaþólskri tíð -- stærstu stafkirkjum Norðurlanda! -- og eins og próf. Helgi Þorláksson ritar í Sögu Íslands VI, s.9 (Rv.2003): "Dómkirkjurnar [á Hólum og i Skálholti] voru eins og listasöfn, búnar fjölmörgum dýrgripum."

    Jón Valur Jensson, 24.7.2016 kl. 21:27

    7 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Af hverju talar þú svo, nafni minn, um SEX milljarða til Þjóðkirkjunnar, þegar Páll talar eftir góðum heimildum um 5,4 milljarða og tekur þó fram, að innifalin séu kirkjugarðsgjöldin, en um þau kemur fram í sömu Viðskiptablaðs-grein: "en þau eru rúmur milljarður króna í ár."

    Eftir standa þá eiginlegar greiðslur til Þjóðkirkjunnar upp á innan við 4,4 milljarða. Og inni í þeirri upphæð vega nefnd sóknargjöld þungt og eru ekki tekin úr neinum gömlum sjóðum ríkisins né aflað með erlendum lántökum, heldur ákvörðuð í skattalögum í hlutfallslegu samræmi við meðlimatölu trú- og lífsskoðunarfélaga. 

    Og Páll hefði alveg mátt nefna það, sem kemur fram í sjálfri undirfyrirsögn Viðskbl.-greinarinnar: "Ríkisframlög til þjóðkirkjunnar hafa dregist saman undanfarin ár."

    Jón Valur Jensson, 24.7.2016 kl. 22:02

    8 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

    „Það verður að fara rétt með staðreyndir. Hvaða gögn liggja fyrir um það að kirkjan hafi framið lögbrot í Laugarneskirkju eins og fullyrt er í pistlinum“ segir Ómar Ragnarsson.

    „106. gr. Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum. Beita má sektum, ef brot er smáfellt.

    Sá sem tálmar því á annan hátt að handhafi lögregluvalds eða tollgæsluvalds gegni skyldustörfum sínum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Geri maður öðrum opinberum starfsmanni slíkar tálmanir þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

    Nú hefur sá sem dæmdur er sekur um brot á þessari grein áður sætt refsingu samkvæmt greininni eða honum hefur verið refsað fyrir brot sem tengt er að öðru leyti við vísvitandi ofbeldi, og má þá hækka refsingu allt að helmingi.

    Jafnfætis þeim opinberu starfsmönnum, sem ekki hafa heimild að lögum til líkamlegrar valdbeitingar, standa þeir menn sem dómari eða yfirvald kveður sér til aðstoðar við rekstur opinbers starfs.

     

    107. gr. Hafi verknaður, sem í 106. gr. getur, verið hafður frammi af mannsöfnuði, skal forgöngumönnum og leiðtogum upphlaupsins refsað með þyngri refsingu að tiltölu, og má þá beita allt að 8 ára fangelsi. Aðrir þátttakendur upphlaupsins, sem ofríki hafa haft í frammi eða ekki hafa hlýðnast skipun yfirvalds er skorað hefur á mannsöfnuðinn að sundrast, skulu sæta fangelsi allt að 6 árum eða sektum ef brot er smáfellt.“

    Einar Sveinn Hálfdánarson, 25.7.2016 kl. 16:16

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband