Fylgismenn Guðna þvinga Andra Snæ til að hætta við

Fylgismenn Guðna Th. Jóhannessonar hvetja Andra Snæ Magnason til að draga forsetaframboð sitt tilbaka. Rökin eru þau að Guðni Th. sé líklegri til að fella sitjandi forseta, Ólaf Ragnar Grímsson.

Þessi afstaða fylgismanna Guðna Th. er ólýðræðisleg. Í afstöðunni felst að forsetakosningar snúist um að fella sitjandi forseta. En það er blekking sem andstæðingar Ólafs Ragnars halda á lofti.

Forsetakosningar snúast um að kjósa forseta. Punktur.


mbl.is Litlu munar á Ólafi og Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Spurning hvort skynsamt fólk eins og síðuhafi eigi að leggja sig niður við að leggja útaf "skoðanamótunarkönnunum".  Spurning hvort það falli ekki undir neytendavernd að takmarka þessa augljósu misnotkun á þessu valdatæki sem skoðanakannanir geta verið í höndum hagsmunaklíka.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.5.2016 kl. 13:17

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Veistu hvernig menn komast í samband við þessa fylgismenn Guðna? Heldurðu að einhver þeirra vilji mæta í viðtal, til dæmis hjá Ríkisútvarpinu, og útlista þessa taktík?

Flosi Kristjánsson, 2.5.2016 kl. 14:03

3 Smámynd: Ár & síð

Skoðanakannanir eru nú ekkert annað en það sem felst í orðinu. - Ég fylgist nokkuð vel með því sem skrifað er og sagt um væntanlegar forsetakosningar. Hvar hefur þetta komið fram um fylgismenn Guðna?

Ár & síð, 3.5.2016 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband