Verkalýðsforysta ASÍ biðji landsmenn afsökunar

Verkalýðsforystan, með Gylfa Arnbjörnsson í farabroddi, ber þunga ábyrgð á pólitískri ólgu síðustu ára. Veigamestu mistök forystu ASÍ eru að gera baráttumál Samfylkingar að sínu og berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Forysta ASÍ studdi ESB-umsókn Samfylkingar 16. júlí 2009 án þess að hafa umboð frá félagsmönnum. Pólitísk óöld, sem kom í kjölfarið, skrifast ekki aðeins á Samfylkingu heldur einnig forystu ASÍ.

ESB-umsóknin var jöfnum höndum umboðslaus og dómgreindarlaus. Sértrúarsöfnuðurinn sem stóð fyrir umsókninni skar sig úr pólitískri meginhugsun á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Noregi. Í öllum þessum ríkjum er sama niðurstaðan: strandríkjum á Norður-Atlantshafi er betur borgið utan ESB en innan sambandsins.

Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar, sem í kvöld fínpússa ræður sínar fyrir baráttudaginn, ættu að setja inn fáeinar setningar um hve hörmulega tókst til með Evrópustefnu forystu ASÍ og draga af þeim mistökum réttan lærdóm.

 


mbl.is Pólitísk ólga getur ógnað efnahagslegu jafnvægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband