Aðför RÚV að heimili Bjarna Ben.

RÚV laug upp frétt um að fjármálaráðherra ætlaði sjálfum sér að verða stjórnarformaður umsýslu ríkiseigna sem seldar verða á markaði. Tilgangur fréttarinnar var æsa til mótmæla við heimili Bjarna Benediktssonar.

Frétt RÚV var skrifuð og hönnuð með það í huga að valda hneykslan og reiði. Eins og til var ætlast tóku aðrir fjölmiðlar upp fréttina, Stundin til dæmis, og vitanlega hóf bloggher vinstrimanna upp raust sína. Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata var fengin til að fordæma fjármálaráðherra. Það tók RÚV tæpan sólarhring að draga tilbaka lygafréttina. Á þeim tíma var lygin endurtekin og bergmáluð á ótal miðlum.

Mótmæli eru fyrirhuguðu við heimili fjármálaráðherra í Garðabæ. Mótmælin eru umdeild enda ráðist að einkalífi ráðherra og fjölskyldu hans. Lygafrétt RÚV var ætlað að vekja mótmælalyst með því að fréttin segir ráðherra ekki kunna að greina á milli einkahagsmuna og opinberrar stöðu sinnar. Þar með væri komin réttlæting að mæta í Garðabæ og mótamæla við heimili ráðherra.

RÚV starfrækir ekki lengur fréttastofu sem segir frá tíðindum líðandi stundar. Í staðinn er komin aðgerðamiðstöð sem hannar tilefni til mótmæla og veldur óreiðu og vantrausti í samfélaginu. RÚV er á framfæri almennings í landinu. Almenningi er illa þjónað með aðgerðamiðstöð í þágu óreiðufólks.

 


mbl.is Ráðherra ekki stjórnarformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mikið er nú gott að trúa því, að ef RUV hefði ekki verið til, hefði enginn erlendur fjölmiðill tekið eftir því að íslenskur forsætisráðherra hefði verið með fjölskylduauð sinn í skattaskjóli.

Ómar Ragnarsson, 28.4.2016 kl. 07:12

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Athyglisvert að sjá að jafnvel Ómar Ragnarsson treystir sér ekki til að verja síðasta spunann frá RÚV heldur grípur til löngu útrunninnar smjörklípu.

Hann veit sem er að Jóhannes Kr og félagar stilltu SDG upp með einræðisherrum og eiturlyfja barónum, en RÚV  tók að sér að útbreiða áróðurinn. Hafi þeir skömm fyrir.

Ragnhildur Kolka, 28.4.2016 kl. 09:33

3 Smámynd: Ómar Gíslason

RÚV er tímaskekkja og á að heyra sögunni til.

Ómar Gíslason, 28.4.2016 kl. 10:14

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar

Á Bjarni peninga fö-ur síns eða föðurbróður ? Var það þannig hjá þér og föður þínum og föðursystkini ? Hafðir þú aðgang að fjármunum á bankareikningum þeirra ?

Mér vitanlega á Bjarni ekkert í peningum föður síns, nema að honum látnum, hafi faðir hans þá ekki sólundað þeim fyrir andlátið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.4.2016 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband