Þjóðin sammála Ólafi Ragnari - hafnar Austurvallarhávaða

Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fram á ný undir þeim formerkjum að óvissa og upplausn í kjölfar aðfarar RÚV að forsætisráðherra krefðist kjölfestu á Bessastöðum.

Könnun sem sýnir yfir 50 prósent fylgi við Ólaf Ragnar staðfestir að þjóðin er sammála greiningu forsetans á pólitískri stöðu mála.

Austurvallarhávaði á ekki upp á pallborðið hjá almenningi, sem kýs festu fremur en lausung.


mbl.is Ólafur með 52,6% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ólafur hefur ekki tekið stöðu með ríkisstórninni og alls ekki hafnað kröfu mótmælenda á Austurvelli. Menn eru því ekki að taka afstöðu til þess þegar menn taka afstöðu til forsetafrabjóðenda. 

RÚV hefur ekki verið í neinni aðför gegn neinum heldur verið að upplýsa mikla spillingu í samastarfi við erlenda fjölmiðla og alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna. Forsætisráðherra hröklaðist frá völdum af gefnu tiflefni og ætti líka að fara af þingi. Að ajálfsögðu eiga Bjarni og Ólföf líka að fara úr réðherrastólum og Bjarni af þingi. Ef þau komast upp með að sitja áfram þrátt fyrir að nýta sér aflandsfélög þá er Ísland endanlega orðið bananalýðfeldi.

Sigurður M Grétarsson, 27.4.2016 kl. 15:55

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fróðlegt væri að vita hversu margir úr mótmælendahópnum á Austurvelli, sem kröfðust afsagnar Sigmundar Davíðs, hafi sagt upp áskrift af Stöð2 og sagt skilið við aðra fjölmiðla Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Pálma.? en þau eru trúlega með margfalt hærri upphæðir á aflandsreikningum í Tortóla heldur en SDG og frú. Annað væri tóm hræsni!!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.4.2016 kl. 16:33

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ætli sumir þurfi ekki að fá sér áskrift fyrst til að geta sagt henni upp?

En svo er það alltaf spurning hvort menn geri sömu siðferðiskröfur til kjörina fulltrúa á Alþingi og ráðherra í ríkisstjórn eins og aðila í viðskiptalífinu. Ætli þeir sömu og nú tala um að menn ættu að segja upp stöð 2 út af þessu máli séu í einhverjum tilfellum sömu menn og fordæma sniðgöngu gegn Ísraelum vegna stríðsglæpa þeirra?

Sigurður M Grétarsson, 27.4.2016 kl. 17:43

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er bara byrjunin.  Þegar fólk áttar sig á hinum ósvífnu og óbilgjörnu árásum "Vinstri Hjarðarinnar" og RÚV á forsetann eiga fylgistölurnar bara eftir að fara upp á við hjá honum.  Enda ber hann höfuð og herðar yfir alla frambjóðendur, flestir ná honum reyndar aðeins upp í hné ef þeir teygja sig en svo eru einstaklingar sem einungis svamla í kjölvatninu. 

Jóhann Elíasson, 27.4.2016 kl. 18:56

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigurður,mótmæli sjálfstæðissinna eru sjálfsprottin og má undrun sæta hverju við í þeim hópi höfum áorkað.Ekkert fjármagn að styðjast við,engir jafnöflugir miðlar og ganga undir Evrópusinnum,sárast að ríkisútvarpið er einn af þeim.--Yfirgangur ykkar og einelti hefur veikt ríkisstjórnina.Forsetinn hefur með trúmennsku sinni,sýnt að hann hræðist ykkur ekki eins og margir af þeim sem skipa núverandi ríkisstjórn. Nefndu siðferðiskröfur og ryfjaðu upp um leið framferði vinstristjórnarinnar liðnu.

Kannski er Ólafur Ragnar Grímsson einn eftir á vellinum,en tekur ykkur samt. 

Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2016 kl. 20:09

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

SME

Við sama heygarðshornið þið í Einsmálslandssölulandráðafylkingu hinnar björtu framtíðar með vinstri grænu slagsíðuna. Þú og þið leggið lykkju á leið ykkar ávallt til að geta örugglega haft rangt fyrir ykkur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.4.2016 kl. 20:44

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eg man ekki betur en að forsetinn nefndi það oftar en einu sinni í framboðsræðu sinni, að mótmæli þúsundanna á Austurvelli sýndu undirölduna í þjóðfélaginu, sem taka þyrfti tillit til. Var ekkert að marka þau orð?

Ómar Ragnarsson, 27.4.2016 kl. 20:45

8 Smámynd: Elle_

Frábær niðurstaða að forsetinn skuli vera með yfir 50% fylgi.  Ekki við öðru að búast.

Elle_, 27.4.2016 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband