Trump í Austurríki - veröld sem var vinstrimanna

Forsetaframbjóđandi Frelsisflokksins í Austurríki, Nor­bert Hofer, er ţarlend útgáfa af Donald Trump forsetaefnis í Bandaríkjunum. Báđir koma ţeir af hćgri vćng stjórnmálanna en tala fyrir hagsmunum launţega.

Vinstrimenn hafa yfirgefiđ almenna launţega og hagsmuni ţeirra en stađsetja sig pólitískt međ háskólamenntađri sérfrćđistétt sem alltaf er sannfćrđ um réttmćti skođana ráđandi afla.

Ráđandi öfl vildu gera fríverslunarsamning milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Í ţeim samningi féllust í fađma tćknikratar í Brussel og demókratar í Washington. Stórfyrirtćki grćddu mest á slíkum samningi oft á kostnađ launţega og fullveldi ţjóđríkja.

Hćgrimađurinn Nor­bert Hofer segist ekki myndi skrifa undir fríverslunarsamning ESB og Bandaríkjanna yrđi hann forseti, jafnvel ţótt austurríska ţingiđ samţykkti samninginn. Hann tćki sem sagt Ólaf Ragnar á máliđ og vísađi ţví í ţjóđaratkvćđi.

Donald Trump keyrir kosningabaráttu sína á líkum nótum. Málflutningur Trump er ćttađur frá vinstrimönnum sem einu sinni báru hag launţega fyrir brjósti. Fríverslunarsamningar sem flytja bandarísk störf suđur á bóginn til láglaunasvćđa í Mexíkó eru ekki í ţágu bandarískra hagsmuna, segir Trump.

Hćgrimenn, eins og Hofer og Trump, njóta stuđnings almennra launţega sem óttast ađ missa störfin til útlanda og keppa um húsnćđi viđ innflytjendur. Vinstrimenn eru á hinn bóginn í pólitík útópíunnar ţar sem Brussel og alríkiđ vakir yfir velferđ múslíma jafnt sem kristinna og allir lifa í sátt í allsnćgtum.


mbl.is Hćgrimenn sigra í Austurríki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ţegar mađur verslar í Bandaríkjunum, fer í verslunarmiđstöđ til ađ gera góđ kaup, kemur í ljós ađ flestar vörur eru framleiddar annarsstađar en í USA. Sárafáar vörur eru merktar međ "Made in USA".

Mađur tekur jafnvel eftir ţví ađ ţađ eru ekki svo margir ađ versla í stórmörkuđunum og ţegar mađur gengur um verslunarmiđstöđvarnar kemur í ljós ađ ćđi mörg bil ţar sem áđur voru blómlegar verslanir eru nú tóm.

Viđ hjónin vorum fyrir tveimur árum stödd í einni af stórborgum USA, fórum ţar í verslunarmiđstöđ í verslunina SEARS til ađ gera góđ kaup, sem viđ og gerđum. Ţegar viđ komum ađ verslunarmiđstöđinni veitti ég ţví athygli hversu lítiđ var um bíla á bílastćđi miđstöđvarinnar. Viđ áttum okkar viđskipti og ákváđum ađ fara í ađra verslun í hinum enda miđstöđvarinnar. Er viđ gengum á milli yfir í hina verslunina vakti ţađ furđu okkar ađ engin verslun, engin starfsemi var annarsstađar ađ sjá í verslunarmiđstöđinni.

Vandinn viđ ţađ sem er ađ gerast í USA er sá ađ stćrstur hluti framleiđslugeirans hefur veriđ fluttur úr landi og atvinnuleysi ţví orđiđ umtalsvert, mun meira en opinberar tölur gefa til kynna. Fátćkt hefur aukist gífurlega og millistéttin er ađ hverfa.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.4.2016 kl. 11:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband