Forsetaframboð Davíðs - þingkosningar 2017

Ef Davíð Oddsson gæfi kost á sér sem forseta, og ynni, yrðu ekki þingkosningar fyrr en vorið 2017. Sjálfkrafa myndu þær forsetakosningar snúast um hvort Ólafur Ragnar Grímsson breytti rétt þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð að segja af sér embætti forsætisráðherra.

Davíð færi fram undir þeim formerkjum að forsetaembættið hefði verið misnotað í þágu forsetans, sem gerði sér mat úr aðför RÚV að forsætisráðherra. Ákvörðun Ólafs Ragnars að neita Sigmundi Davíð um þingrofsheimild gekk þvert á viðtekna venju um að heimild til þingrofs væri í hendi forsætisráðherra. Með því að Ólafur Ragnar ákvað eftir stjórnarkreppuna að bjóða sig fram að nýju standa rök til þess að pólitískt mat fari fram á neitun þingrofsheimildarinnar. Þjóðin myndi skera úr matinu í beinum kosningum - forsetakosningum.

Davíð byði sig fram sem talsmaður þingræðis. Ólafur Ragnar yrði að verja forsetaræði, sem hann sjálfur hefur þróað síðustu tvo áratugi.

Ef Davíð sigraði Ólaf Ragnar hafnaði þjóðin forsetaræðinu og þingræðið fengi framgang með því að alþingi sæti til loka kjörtímabilsins.


mbl.is „Þekki fólk sem ætlar að gifta sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Mikið væri það spennandi að sjá gömlu kempurnar DO og ÓRG takast á aftur. Það yrði svona eins og nútíma Íslendingasaga eða Expendables 4. Það væri líka gaman að sjá hvorn síðuhafi myndi styðja. 

Wilhelm Emilsson, 20.4.2016 kl. 23:32

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Davíð Oddson hefur ekki notið sannmælis á Íslandi, vegna svikulu glæpsamlegu Hæstaréttardómsstóla-mafíunnar.

Ólafur Ragnar Grímsson er kannski loksins orðinn nægilega þroskaður fullorðinn embættisfær einstaklingur, sem hefur lært að ekkert er einfalt í pólitíska lífinu.

Davíð Oddson forseti, og Ólafur Ragnar Grímsson lögspekiráðgjafi Davíðs Oddsonar í forsetastóli?

Himintunglin halda alla vega áfram sinni sjálfstæðu óháðu hringferð, hvernig svo sem forsetakosningar á Íslandi fara.

Ísland er ekki miðdepill alheimsins.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.4.2016 kl. 01:02

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ólafur Ragnar Grímsson varði þingræðið þegar hann hafnaði því að gefa SDG heimild til þingrofs, því að SDG hafði hvorki kannað vilja eigin þingflokks né þingflokks Sjálfstæðismannan til þingrofs. 

Í ljós kom að báðir þingflokkarnir voru á móti þingrofi og frosetinn tryggði að hinn drjúgi þingmeirihluti fengi að ráða. Endurskipuð stjórn hratt síðan vantrausti með miklum atkvæðamun. 

Hins vegar voru sitjandi stjórnir 1931 og 1974 búnar að missa þingmeirihluta sinn, þvert ofan í það sem var núna. 

Ómar Ragnarsson, 21.4.2016 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband