Græðir á Íslandi, greiðir lága skatta í Lúx

Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri Samfylkingar stundar atvinnustarfsemi á Íslandi en sækir í skattaskjólið í Lúxembúrg, sem Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri ESB bjó til handa auðmönnum.

Ólíkt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stundar Vilhjálmur atvinnustarfsemi hér á landi. Arðurinn er skattlagður í Lúx og kemur ekki til samneyslunnar hér á landi.

Skattaskjólið í Lúxembúrg er skálkaskjól enda lágskattastefnan, sem Juncker bjó til, handa auðmönnum í ESB-ríkjum sem öðrum.


mbl.is Aflandsfélagið ekkert leyndarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Talsverður munur þarna á, annar er gjaldkeri i stjórnmálaflokki, hinn á að vera vinna fyrir okkur öll, þó svo að hann virðist einungis vinna fyrir suma, sem Forsætisráðherra. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.3.2016 kl. 12:56

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nei sko! Páll Vilhjálmsson gagnrýnir aflandsfélög!  laughing

Af því nú er það Samfylkingarmaður sem á aflandsfélagið!  

Þú ert svo fyrirsjáanlegur Páll. tongue-out

Skeggi Skaftason, 30.3.2016 kl. 13:00

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það ert þú einnig dr. Össur, mun fyrirsjánlegri en Páll. Páll er þó málefnalegur og rökfastur á meðan þú ert meðvirkur bullinu í meðlimum Einsmálslandráðafylkingar hinnar björtu framtíðar með vinstri grænu slagsíðuna! 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.3.2016 kl. 13:24

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hvað kalla stýran,Páll, á Framsoknarstöðinni Útvarpi Sögu, sem þú færð að fylla uppí dagskrarliði i samtölum við bóndann á Sögunni, um þa sem skrifa undir nafnleynd ? Hefur þu ekki gagnrýnt það sjálfur? 

......en svo man eg, þu svarar bara sumum, eins aðrir Framsóknarvinir....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.3.2016 kl. 13:36

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ó sískrifandi séra kakólikjör!  Þú ert líka krúttbangsi kiss

Skeggi Skaftason, 30.3.2016 kl. 13:56

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Minni á að viðkomandi maður er ekki stjórnmálamaður. Hvorki í ríkisstjórn né á Alþingi eða borgarstjórn. Hann er gjaldkeri Samfylkingainnar.  Það hefur verið á allra vitorði að hann og faðir Sigmundar Davíðs ásamt Erni Karlssyni eiga félög í Lux. Hann reynar bendir á að hann greiðir hærri fjármagnsskatt í Lux en hér eima og eins má benda á að það hefur verið tvísköttunarsamningur við Luxemburg frá 2001. 2012 mátti sjá fréttir um þetta í fjölmiðlum.

Þannig segir í viðskiptablaðinu 10. sept. 2012:

"Fjárfestingarfélagið Teton er í eigu fjárfestanna Vilhjálms Þorsteinssonar, stjórnarformanns CCP og fulltrúa í stjórnlagaráði, og Arnar Karlssonar, sem eiga sinn hvorn 40% hlutinn, og Gunnlaugs Sigmundssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, sem á 20%. Hlutur þeirra er skráður á þrjú eignarhaldsfélög sem öll eru skráð í Lúxemborg.. "

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.3.2016 kl. 17:20

7 Smámynd: Jón Bjarni

Svo skiptir það nú líka máli að maðurinn hefur talað fyrir því að við göngum inn í ESB og tökum upp aðra mynt svo það skipti ekki máli hvar hann er með peningana sína

Jón Bjarni, 30.3.2016 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband