Árni Páll: venjulegt fólk mælikvarði á maka ráðherra

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar segir í kvöldfréttum RÚV að ,,venjulegt fólk" eigi að vera mælikvarðinn á fjármál Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu forsætisráðherra.

Árni Páll telur að þar sem Anna Sigurlaug eigi meiri fjármuni en ,,venjulegt fólk" sé réttmætt að gera fjármál hennar að opinberu umræðuefni með tilheyrandi hrópum og köllum.

Formaður Samfylkingar afhjúpar með afstöðu sinni ómerkilegan málflutning Pírata og smáflokkanna á alþingi gagnvart forsætisráðherra og eiginkonu hans.

Ef Anna Sigurlaug væri á listamannalaunum gæti hún ekki talist til ,,venjulegs fólks" samkvæmt skilgreiningu Árna Páls enda er Hversdags-Íslendingurinn ekki á slíkum launum.

 

 


mbl.is „Skattalegt hagræði úr sögunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sko ef ég skil síðuhaldara rétt þá finnst honum allt í lagi að ráðherrar framtíðarinnar víli og díli um málefni sem snerta beint fjárhagsstöðu viðkomandi ráðherra eða fjölskyldu.  T.d. aflétta auðlegðarsköttum þó viðkomandi ráðherra hagnaðist auðsjáanlega á því. Lækka veiðigjöld þó að kona ráðherra ætti óvart útgerðafyrirtæki. Nú eða lækka skatta á fólk sem býr í Arnarnesi þó ráðherra byggi óvart þar líka. Heldur síðuhaldari að eignir maka ráðherra og t.d. hvað hann tapar eða gærðir mikið á t.d. muninum á stöðugleika skatti og stöðuleigasamningi snerti ráðherrann ekkert af því að eignirnar eru skráðar á makan? Er þá ekkert lengur til sem gerir menn vanhæfa skv. síðuhaldara?

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.3.2016 kl. 00:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góða fólkið gengur hreint af göflunum
og gatar alltaf á því,
að úti er ævintýri með Esb öflunum
 engan fýsir að ganga í.


 Það er gott að klára aðskilnaðinn við ESB, Schengen og allt það rugl.

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2016 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband