Reiði, rógur og átthagafjötrar Pírata

Píratinn Helgi Hrafn viðurkennir að reiði stjórni umræðunni um fjármál eiginkonu forsætisráðherra. Næst þegar Helgi Hrafn tekur sér frí frá tölvuleikjum fattar hann kannski að píratar eru orðnir talsmenn átthagafjötra.

Anna Sigurlaug Pálsdóttir stofnaði bankareikning í útlöndum þegar hún var búsett þar, líkt og þúsundir Íslendinga hafa gert við nám og störf erlendis. Staðfest er að bankareikningarnir voru fullkomlega löglegir, ennfremur að Anna Sigurlaug hafi greitt skatta og skuldir af þessum reikning hér á landi. Það væri ígildi átthagafjötra að meina Íslendingum að stofna bankareikninga erlendis þegar þeir eru þar við nám og störf.

Reiðin sem heltók umræðuna um fjármál Önnu Sigurlaugar fékk Helga Hrafn og fleiri til ,,geðveikislegra" pælinga, svo notað sé orðfæri píratans.

,,Geðveikin" er í raun gamaldags rógur. Helgi Hrafn og smáflokkarnir til vinstri á þingi halda því fram að vegna þess að á bankareikningi Önnu Sigurlaugar var krafa á þrotabú íslensku bankanna hefði forsætisráðherra ekki mátt hafa afskipti af pólitískri stefnumótun ríkisstjórnarinnar gagnvart þrotabúunum.

Forsætisráðherra samdi ekki við kröfuhafa um hvernig farið skyldi með eigur þrotabúa föllnu bankanna. Forsætisráðherra var verkstjóri í þeirri vinnu ríkisstjórnarinnar að hámarka hag almennings af uppgjöri þrotabúanna. Sú vinna skilaði þjóðinni einstökum árangri í alþjóðlegri fjármálasögu.

Langsótt túlkun stjórnarandstöðunnar á vanhæfisreglum í atlögunni að forsætisráðherra fæli í sér að hvorki þingmenn né ráðherrar mættu fjalla um skattalög sökum þess að þeir eru allir skattgreiðendur. Ríkisstjórnin lagði fram pólitískar meginlínur í uppgjöri þrotabúanna en fór ekki inn í einstök þrotabú og flutti eigur hingað eða þangað.

Allt þetta veit stjórnarandstaðan. Rógur Pírata og smáflokkanna gengur út á að sverta mannorð forsætisráðherra. Þessi óþverralega atlaga mun hitta þá verst fyrir sem að henni standa.


mbl.is Ekki nóg að vera bara reiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Helgi Hrafn blæs sig út af hneykslun eins og skrautfugl í ástarleik.

Hann veit að það er ekki siður Sjálfstæðismanna að hlaupast undan ábyrgð og því vonlaust að vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar gangi eftir. Fjaðraýfingarnar eru leið til að halda vinstri flokkunum volgum þar til þing kemur saman og leggjast þá í málþóf.

Það þarf jú að vera tilefni til málþófs og þetta mál smellpassar.

Ragnhildur Kolka, 21.3.2016 kl. 13:29

2 Smámynd: halkatla

Ef siðferði væri falt fyrir peninga, þá væri lífið nú gott. Rjómabollan og hrægammurinn vita ekki afhverju þau eru að missa! :)

halkatla, 21.3.2016 kl. 13:36

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Páll, þau voru bæði eigendur að félaginu þar til SDG ákvað að fara í framboð, eða hátt í 3 ár. Þú veist þetta ofurvel, en kíst að nefna það ekki.

Jónas Ómar Snorrason, 21.3.2016 kl. 14:09

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef ekki reiði, hvað væru þá eðlileg viðbrögð við því að forsætisráðherra hafi viðurkennt brot gegn hæfisreglum stjórnsýslulaga? Jú: vantraust.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2016 kl. 14:26

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sæll Páll,

Það eru nú fæstir námsmenn sem sjá þörf á því að stofna sérstakt skúffufélag á Tortola til að halda utan um sparifé sitt og námslánagreiðslur.

Þetta mál snýst ekki um neinn bankareikning. (Kröfur í þrotabú eru ekki geymdar á bankareikningum.) Þú verður að gefa þér tíma til að lesa þig til um þetta mál á milli þess sem þú bloggar um það af miklum móð!

Túlkun stjórnarandstæðinga á vanhæfisreglum er alls ekki langsótt. Enda enginn lögfræðingur enn komið fram sem varið hefur leyndarhyggju ráðherrans varðandi hagsmunaáreksturinn. 

Skeggi Skaftason, 21.3.2016 kl. 15:36

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þú segir "ennfremur að Anna Sigurlaug hafi greitt skatta og skuldir af þessum reikning hér á landi" - og þá er spurningin - hvernig er það framkvæmt - 

Rafn Guðmundsson, 21.3.2016 kl. 15:45

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rafn, þessu get ég svarað.  Fólk skilar skattframtali til RSK - sem síðan reiknar fólki skatta í samræmi við það og síðan sér tollstjóri um að rukka.  Sumir greiða skattálagninguna rafrænt en af launþegum sér vinnuveitandinn yfirleitt um að innheimta fyrir tollstjóra með frádrætti af launum.

Kolbrún Hilmars, 21.3.2016 kl. 16:02

8 Smámynd: Elle_

Stórgott hjá þér Páll. Skil alls ekki þessa Pírata.

Elle_, 21.3.2016 kl. 17:29

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Frosti Sigurjónsson segir reyndar að forsætisráðherra hafi brotið siðaregur þingmanna "formlega", með því að greina ekki strax frá hagsmunatengslunum.

En það hafi verið allt í lagi vegna þess að SDG hagnaðist ekki á brotinu.

Sem þýðir þá væntanlega að hann megi til dæmis aka yfir á rauðu ljósi ef engin önnur umferð er ef hann kemur hvort eð er ekkert fyrr á ákvörðunarstað en hann þurfti.

Ómar Ragnarsson, 21.3.2016 kl. 17:47

10 Smámynd: Elle_

 Nei Ómar minn, það er bæði kolólöglegt og lífshættulegt að aka yfir á rauðu ljósi. Og ekki voða sambærilegt. Í alvöru finnst mér Píratar vera að verða einn af skrípaflokkunum. Sorglegt hvað RUV kóar með.

Elle_, 21.3.2016 kl. 17:52

11 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Forsætisráðherra hefur enga hjálp þurft við að ,,sverta mannorð sitt''. 

Eiður Svanberg Guðnason, 21.3.2016 kl. 18:51

12 Smámynd: Elle_

Ómar kannski ætti Sigmundur að hafa gert það sem Frosti sagði, veit ekki nóg um það. En ég skil ekki hina miklu sök eins og Píratar hafa það.

Elle_, 21.3.2016 kl. 19:09

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

3. gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993

3. gr. Vanhæfisástæður.
Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls:
   1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.
   2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
   3. Ef hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni aðila með þeim hætti sem segir í 2. tölul.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2016 kl. 21:13

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Guðmundur Ásgeirsson, þú drepur niður allt fjörið og kæfir umræðuna með því að benda á óhrekjanlegar STAÐREYNDIR.

Skeggi Skaftason, 22.3.2016 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband