Dómstóll götunnar afþakkaður

Tilraunir til að endurskoða dóma réttarkerfisins byggja nær alltaf á múgsefjun af einum eða öðrum toga. Stundum eru það lukkuriddarar réttlætisins sem finna sér málstað ógæfumanna að berjast fyrir. Í öðrum tilvikum ráða auðmenn sér almannatengla og kaupa sér fjölmiðla til að útbreiða fagnaðarerindið um sakleysi dæmdra manna.

Stjórnmálamenn eru eðli málsins samkvæmt næmari fyrir múgsefjun en dómstólar. Fyrirbrigði sem heitir ,,endurupptökunefnd innanríkisráðuneytis" er með trúverðugt nafn. En það er skipað fulltrúum framkvæmdavaldsins og æðstir þess valds eru stjórnmálamenn og háðir endurkjöri og framlögum í kosningasjóði.

Múgsefjun býr til dómstól götunnar. Sá dómstóll getur brugðið sér í ýmissa kvikinda líki en verður aldrei hlutlægur og yfirvegaður á sama hátt og dómstólar.

Við búum við réttarkerfi sem í öllum meginatriðum framleiðir réttlæti. Látum þar við sitja.


mbl.is Má ekki fella dóma úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef það var einhvern tíma dómstóll götunnar sem hafði áhrif á Íslandi var það í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Fjölmiðlar saumuðu að lögreglunni fyrir aumingjaskap við að upplýsa mál og samkeppni síðdegisblaðanna ýtti undir.

Einstæð múgæsing barst inn á Alþingi og skók samfélagið.

Það var almenn krafa að upplýsa málið, og þegar heppilegir sakborningar fundust voru þeir eins og sniðnir fyrir nornaveiðar, dópaðir hippar og smákrimmar, "engir kórdrengir".

Málið upplýstist ekki meira en svo að ekkert lík, morðvopn né nein önnur lykil sönnunargögn fundust, en þegar dómar voru kveðnir upp lýsti dómsmálaráðherrann því yfir að þjóðinni væri létt.

Ómar Ragnarsson, 25.2.2016 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband