Samfylkingin í sumarfrí

Stjórnmálaflokkar velja af alúð þann tíma sem þeir halda landsfundi sína. Markmiðið er að fjölmiðlaumræða verði sem mest, bæði fyrir landsfund, á meðan honum stendur og strax eftir. Tilgangurinn er að fá umræðu í samfélaginu um flokkinn og stefnumál hans.

Þverpólitísk samstaða er um að landsfundarhelgar stjórnmálaflokka fái pólitískt svigrúm. Fundir alþingis á föstudögum fyrir landsfund eru sniðnir að óskum viðkomandi stjórnmálaflokks.

Samfylkingin ætlar að halda landsfund sinn á miðju sumri þegar stjórnmálaumræðan er í fríi og alþingi í leyfi. Tímasetning landsfundar tryggir lágmarksumræðu um stjórnmálaflokk sem nýtur lágmarksfylgis. Lengi getur smátt minnkað.


mbl.is Samfylkingin boðar formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Byrjun júlí gæti verið góður tími. Það hefur verið vinsæll tími fyrirtækja til að lýsa yfir gjaldþroti.

Sólbjörg, 12.2.2016 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband