Rússar kljúfa Nató

Rússar gefa til kynna að þeir séu tilbúnir að styðja Kúrda til sjálfstæðs ríkis. Til að svara Rússum verða Bandaríkin að sýnast hliðhollir Kúrdum.

Nató-þjóðin Tyrkland telur kröfur Kúrda um sjálfstætt ríki ógna þjóðaröryggi sínu. Í stríðinu í Sýrlandi styðja Tyrkir alla sem stríða við Kúrda - jafnvel öfgahópa eins og Ríki íslams.

Bandaríkin eru á fallanda fæti í miðausturlöndum. Aðalbandamaður þeirra í heimshlutanum, fjölskylduríkið Sádí Arabía, sýnir veikleikamerki. Bandaríkin þora ekki að missa velvild Kúrda en gætu tapað Tyrkjum komi þeir til móts við Kúrda.

Pútín Rússlandsforseti er með frumkvæðið á skákborði alþjóðastjórnmála um þessar mundir.


mbl.is Vestrið velji Tyrkland eða Kúrda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Bandaríkin hafa hjálpað Kúrdum gegn ISIS.  Og þjálfað Kúrda.

Elle_, 7.2.2016 kl. 21:22

2 identicon

Sæll Páll

Þrátt fyrir að Zbigniew Brzezinsky fyrrum ráðgjafi hafi hatað Rússa og gert allt til þess að stækka NATO til austurs, þá hafði hann Zbigniew aldrei reiknað með því að Putin myndi fara þessa leið og styðja Sýrlendinga svona mikið, svo og núna Kúrda gegn Tyrkjum. Hann Erdogan reiknaði örugglega með meiri stuðningi frá NATO og Evrópu gegn Putin. En það er engu líkara en Putin karlinn hafi lesið bókina Grand Chessboard eftir hann Zbigniew.

    

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.2.2016 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband