Draugur nasista vaknar í Þýskalandi

Innviðir Þýskalands eru við það að brota vegna flóttamannastraums frá múslímaríkjum í miðausturlöndum og Norður-Afríku. AfD-flokkurinn, sem stofnaður var til höfuðs ESB, er orðinn að heimili þeirra sem andsnúnir eru múslímavæðingu Þýskalands.

AfD mælist með 12 prósent fylgi og aldrei fengið jafn mikinn byr í seglin. Leiðtogi flokksins, Frauke Petry, sagði að nota ætti vopna til að stöðva flóttamannastrauminn ef ekki væru aðrar leiðir færar. Fjórði hver Þjóðverji er sammála Petry, samkvæmt könnun.

Þetta er nasísk orðræða, segja gagnrýnendur Petry og AfD.


mbl.is Flóttamannastefna byggist á skynsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nasísk orðræða, nú eða hugsanlega kommúnísk: Austur-Þýsk stjórnvöld skutu þá til bana sem reyndu að flýja vestur yfir.

Lýðræðisríki gera ekki slíkt og það er svo sannarlega áhyggjuefni ef fjórðungi Þjóðverja finnst það í lagi.

Ég efast um að Bandaríkjamönnum dytti í hug að skipa landamæravörðum að skjóta á fólk sem reynir að komast yfir landamærin frá Mexíkó. Slíkt má aðeins í sjálfsvörn. Samt líta margir þar þann innflytjendastraum svo alvarlegum augum að þeir vilja byggja múr til að hindra hann.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.2.2016 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband