Píratar: enginn markaður, engin velferð

Í grunnstefnu Pírata er ekki að finna neitt um markaðinn eða efnahagsmál almennt; ekki heldur neitt um ríkisrekstur eða velferð.

Grunnstefnan, segir Helgi Hrafn þingmaður Pírata, er sameiginleg undirstaða Pírata. Með því að efnahags- og velferðarmál er þar hvergi að finna þá liggur það í hlutarins eðli að Píratar eru opnir bæði fyrir frjálshyggjumönnum og sósíalistum.

En með því að hafa enga stefnu í efnahagsmálum og velferð eru Píratar ekki alvöru stjórnmálaflokkur. 

Píratar eru málfundafélag. Jónas Kristjánsson útskýrir hvernig það málfundafélag mun þróast.


mbl.is Frjálshyggjumenn alltaf verið í Pírötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það hættulegasta er að Píratar hafa enga skattastefnu, þ.e.a.s. enga tekjustefnu fyrir ríkið.

M.v. loforð um útgjaldaaukningu er svoleiðis gríðarlega óábyrgt.

Óskar Guðmundsson, 3.2.2016 kl. 19:31

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til hamingju Páll, með að viðurkenna það loksins að Píratar hafi stefnu, m.a. þá sem þú vísar í. Þetta boðar þá vonandi endalok falskenninga þinna um að Píratar hafi ekki stefnu. Þú ert hinsvegar ekki komin alla leið til sannleikans ennþá, því fullyrðing þín um að stefnu skorti í efnahags- og velferðarmálum, er kolröng. Slík stefna er svo sannarlega fyrir hendi, hún er bara ekki í grunntefnunni heldur í viðbótarstefnum sem hafa verið samþykktar síðan grunnstefnan var samþykkt, og eru orðnar yfir 60 talsins. Dæmi svo hver fyrir sig hvort það sé merki um málefnafátækt.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2016 kl. 19:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óskar. Skattar eru innheimtir sjálfkrafa af ríkinu samkvæmt fjárlögum sem eru samþykkt á Alþingi. Það þarf ekki að hafa stefnu um eitthvað sem er þegar fyrir hendi og bundið í lög, heldur bara að fara eftir þeim lögum í framkvæmdinni. Það er svo ákvörðun Alþingis hverju sinni hversu háa skatta eigi að leggja á og hvernig eigi að ráðstafa skattekjunum. Slíkt verður hinsvegar ekki ákveðið af neinum stjórnmálaflokki með neinni stefnuályktun.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2016 kl. 19:40

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Páll er varla fara með fleipur Guðmundur. Þegar þessi grunnstefna er lesin virkar þetta eins og spjall fólks á kaffihúsi sem þarf ekki að bera ábyrgð á neinu nema sjálfu sér. Fyrir það fyrsta er vitnun í Wikipedia sem þykir ekki góð heimild. Í öðru lagi eru notuð orðin alltaf og aldrei í liðum sem gefur vísbendingu um svart/hvíta veröld eða með öðrum orðum rétt/rangt viðhorf. Í þriðja lagi er þessi lína: "4.1 Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni." Sem er algerlega óskiljanleg. Helst fæ ég út að átt er við að valdminni megi hafa eftirlit með valdmeiri. Einnig má nefna álíka óskiljanlegt: "4.5 Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir." Ég myndi áætla að flestir einstaklingar með meðvitund taki ákvarðanir en svo er annað mál hvort samfélagið samþykki þessar ákvarðanir. Við það má bæta að hver á að meta hverjir séu færir um að taka ákvarðanir. Niðurstaða mín er að grunnstefnan heldur engan veginn vatni að vera mótandi afl, hvað þá fyrir stjórnmálaflokk sem vill láta taka sig alvarlega.

Rúnar Már Bragason, 3.2.2016 kl. 22:48

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rúnar. Komdu bara á nýliðafund og þá geturðu fengið greinargóðar skýringar á þessu öllu saman. Þeir fundir eru haldnir annan hvern þriðjudag. Ef þér finnst eitthvað í grunnstefnunni óskýrt þannig að það væri hægt að orða það betur, þá geturðu gengið í Pírata og lagt til breytingar eins og allir eiga rétt á, og þær yrðu þá teknar til skoðunar. Þú getur auðvitað líka valið að standa utan við og gagnrýna ef þú vilt það frekar, en ef manni finnst eitthvað mega betur fara er samt miklu uppbyggilegra og málefnalegra að taka þá þátt í að betrumbæta það. Þannig verða framfarir í mannkynssögunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2016 kl. 00:02

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Guðmundur strax orðinn stækkunarstjóri! 

Helga Kristjánsdóttir, 4.2.2016 kl. 00:29

7 Smámynd: Tryggvi Helgason

Í þessum skoðanakönnunum um fylgi Pírata, þá er þetta svokallaða "kannana-fylgi", í raun og veru "gerfi-fylgi". Flest allir sem "smella á”, eða velja  þessa Pírata í könnunum eru í raun og veru að lýsa vanþóknun sinni á Alþingi og störfum flestra þingmanna allra flokkanna sem nú sitja á Alþingi. Þeir hinir sömu "kannana-gestir" myndu aldrei á æfinni, svo mikið sem láta sér detta í hug, að kjósa í raunverulegum kosningum þennan sjóræningaflokk, - flokk sem er uppsuða einhverra stjórnleysingja og ruglukolla úti í Evrópu.

 

Að mínu mati, þá hafa þessir þrír þingmenn, (þessa flokks, sem nú sitja á Alþingi), aldrei komið fram með neinar tillögur sem hugnast þjóðinni. Því eins er það mitt álit að þessi Pírata flokkur muni þurkast út, í næstu kosningum.

Tryggvi Helgason, 4.2.2016 kl. 00:37

8 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Örugglega rétt hjá þér Tryggvi. Fólk mun eflaust kjósa enn einu sinni fagurgala sem svíkja öll sín loforð daginn eftir og gefa vinum og vandamönnum eigur þjóðarinnar. Við erum svo vön því að við mundum sakna verksins í endaþarminum ef við gerðum eitthvað annað.

Jón Páll Garðarsson, 4.2.2016 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband