Múslímar aðlagast ekki vestrænu samfélagi

Trúarmenning múslíma er ráðandi í lífsviðhorfi þeirra. Í alþjóðlegri könnun kemur fram að 91% múslíma í Norður-Afríku og miðausturlöndum er sannfærður um að trúin sé forsenda siðferðis. En það er einmitt frá þessu svæði sem flestir farandflóttamenn koma í leit að betri lífskjörum á vesturlöndum.

Þegar trúin er forsenda siðferðis er rökrétt að múslímar séu viðkvæmir fyrir hverjir veiti trúarlega leiðsögn og stjórni trúarútgáfunni sem skal í hávegum höfð. Mótmælin í Reykjavík gefa til kynna að þrír hópar berjist um forræðið yfir söfnuði múslíma hér á landi.

Trúin er aukaatriði í vestrænu samfélagi. Virðing fyrir mannréttindum og lýðræði vega mun þyngra en trú í vestrænu siðferði. Mannréttindi eins og trúfrelsi eru múslímum framandi.  Jafnrétti karla og kvenna er beinlínis hafnað í mannréttindaskrá múslímaríkja.

Þegar það liggur fyrir að múslímar aðlagast ekki vestrænu samfélagi er hvorki okkur né þeim gerður greiði með því að fjölga þeim hér á landi.

 


mbl.is Múslimar mótmæltu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

"trúin er forsenda siðferðis"

Nákvæmlega þetta predika prestar íslensku Þjóðkirkjunnar á hverjum sunnudegi.

Skeggi Skaftason, 31.1.2016 kl. 10:13

2 identicon

Ég þekki múslima bara af góðu einu þótt fréttaflutningur sé allur í aðra átt. Enda eru ill öfl innan  raða múslima sem draga að sér alla athyglina.  Besta fólk sem ég hef kynnst á æfinni eru múslimar með mikið hjartarými og góða aðlögunarhæfni. En trúin skiptir þá gríðarmiklu máli og við vestrænir munum seint skilja það. 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 31.1.2016 kl. 10:24

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svo er að sjá að sumt kristið fólk eigi ekki síður en múslimar erfitt með að aðlagast samfélagi sínu og breyttum tímum.

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/01/31/motmaeltu_rettindum_samkynhneigdra/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.1.2016 kl. 11:19

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Yfirgnæfandi meirihluti múslima á vesturlöndum hefur aðlagsast sínum löngum ágætlega og eru þar nýtir þjóðflagsþegnar. Fullyrðingin um að múslimar almennt aðlagist ekki vestrænum samfélögum heldur því ekki vatni þó vissulega séu til aðilar meðal múslima rétt eins og meðal allra hópa sem ekki aðlagast vel þeim þjóðfélögum sem þeir búa í.

Sigurður M Grétarsson, 31.1.2016 kl. 11:46

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Muntu samt halda áfram að kjósa xb þrátt fyrir að Sigmundur flytji inn múslima?

Jón Þórhallsson, 31.1.2016 kl. 12:08

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Frétt á link sýnir nú vel góða aðlögun.  Allt margklofið, fjármunirnir horfnir og enginn veit neitt.  Svo er mótmælt og ekkert hlustað náttúrulega.

Eins íslenskt og hugsast getur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.1.2016 kl. 14:47

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samt hefur Skeggi kirkjurækni ekki enn þá lært að tileinka sér þann boðskap.

Elsku besti tökum saman höndum,stríðum vinnum vorri þjóð!

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2016 kl. 19:13

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir Sigurður Helgi og Sigurður M , eru að setja fram eitthvað mjög sérstakt, Sigurður Helgi þykist þekkja marga múslima, sem hafi AÐLAGAST VEL og talar um að fréttaflutningur hafi verið á móti þeim.  Þvílíkt bull hjá manninum, því fréttaflutningur hefur þvert á móti verið þeim afar hagstæður, það var ekki fyrr en eftir fréttirnar frá Köln, sem eitthvað fór að bera á neikvæðni.  Og svo segir Sigurður M Grétarsson að múslimar aðlagist ÁGÆTLEGA, hafa þessir menn aldrei komið til dæmis til Danmerkur, Malmö, Birmingham og fleiri staða þar sem múslimar hafa komið sér fyrir í sér hverfum og enginn vogar sér að fara inn í, ekki einu sinni lögreglan.  Hvernig menn geta endalaust bullað um hluti, sem þeir vita ekkert um og svo fá þeir viðhlæjanda til liðs við sig, sem ekki eykur trúverðugleika þeirra.

Jóhann Elíasson, 31.1.2016 kl. 20:06

9 identicon

Það tjáir sig hver eins og hann hefur vit til Jóhann. Ég var bara að lýsa minni persónulegu reynslu af múslimum. Ég er svo heppinn að hafa fengið að kynnast nokkrum.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 1.2.2016 kl. 09:04

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef nú komið til Danerkur og ég hef komið inní hverfi þar sem mikið er um útlendinga, - og eigi varð ég hræddur.  

Reyndar var mikið um íslendinga þarna innan um og gott ef ekki framsóknarmenn sem þurfti að vara sig á vegna spillingar þeirra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2016 kl. 12:55

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Ps.  það er alveg magnað með framsóknarmenn, að hvenær sem þeir komast í aðstöðu til að sölsa til sín verðmæti, - þá er það allt gert svo brútalt og bjánalega.  

Nú nýlegt dæmi er þegar þeir sölsuðu til sín fjármuni sem áttu að fara í flóttamannaaðstoð og gáfu þá peninga almennings til einhvers andskotans framsóknarpésa.

Þetta þjóðarskömm þessir framsóknarmenn. Þjóðarskömm.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2016 kl. 12:57

12 Smámynd: Einar Karl

Á myndunum má telja níu mótmælendur. Svo ekki virðist þetta nú vera mikið hitamál meðal þeirra ca. 1000 skráðu múslima á Íslandi, sem Páll Vilhjálmsson segir að geti ekki aðlagast íslensku samfélagi.

Hvaða andskotans dylgjur eru þetta í þér Páll? Myndir þú sem framhaldsskólakennari taka svona á móti múslimskum nemendum í tímum til þín?

Hvað hefur þú haft kynni af mörgum múslimum á Íslandi?  Það mætti halda að þessi hópur sé eitthvað að angra þig. En það held ég sé ekki málið, það ert bara ÞÚ sem ert að angra múslima á Íslandi með þínu fordómafulla röfli.

Einar Karl, 1.2.2016 kl. 14:01

13 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Pál!

Er þetta "guðfaðir" þinn sem að er hér á ferð?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/01/umkringdur_hridskotabyssum_i_libanon/

Jón Þórhallsson, 1.2.2016 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband