Icesave-nei var sigur þjóðarinnar á ögurstundu

Icesave-samningar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna við Bretland og Holland gerðu þjóðina ábyrga fyrir skuldum einkabanka. Ábyrgðin var tvíþætt; í fyrsta lagi fjárhagsleg og í öðru lagi pólitísk og siðferðileg.

Ráðherrar vinstristjórnarinnar, til dæmis Steingrímur J. Sigfússon, líta algerlega framhjá siðferðislegum og pólitískum þætti Icesave en einblína á þann fjárhagslega.

Icesave-umræðan og tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslan snerist ekki nema að hluta til um peninga. Siðferðislegi og pólitíski þátturinn var til muna veigameiri.

Þegar þjóðin sagði nei í Icesave-þjóðaratkvæði, ekki einu sinni heldur tvisvar, sagði hún líka nei við þeirri ásökun að þjóðin bæri ábyrgð á útrásaróhófi auðmanna og banka.

Þjóðin sagði líka nei við þeim boðskap vinstristjórnar Jóhönnu Sig. og Steingríms J. að Ísland væri ónýtt og yrði að ganga með betlistaf til Brussel og framselja frumburðarréttinn Evrópusambandinu.

Með nei-i fékk þjóðin siðferðilegt þrek til að sameinast í andstöðu við yfirgangsseggi utanlands, Breta og Hollendinga, og úrtöluliðið í stjórnarráðinu. Ef við hefðum látið kúga okkur væri þjóðin brotin og líklega enn með vinstristjórn.  


mbl.is Bjarni: Lokin á leiðinlegum kafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki gleyma þriðja ábyrgðarþættinum, sem er sá að ríkisábyrgð á innstæðutryggingakerfinu er óheimil samkvæmt þeirri tilskipun sem um það gildir, og hefðu samningarnir um ríkisábyrgð tekið gildi hefði því íslenska ríkið orðið ábyrgt fyrir stórfelldu broti gegn EES-samningnum. Samskonar broti og Bretar og Hollendingar frömdu þegar þeir veittu fé úr sínum ríkissjóðum til að ábyrgjast kröfur innstæðueigenda, og reyndu svo að gera Ísland meðsekt með því að krefjast íslenskrar ríkisábyrgðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.1.2016 kl. 16:24

2 Smámynd: Hörður Þormar

Jóhanna og Steingrímur lögðust lágt þegar þau tóku ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave.

Hörður Þormar, 12.1.2016 kl. 16:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Steingrímur segir óljóst hvort samningaleiðin eða dómstólaleiðin í Icesave hefði á endanum verið betri - Vísir

Jahérna. Greyið maðurinn virðist ekki enn hafa áttað sig á því að ríkisábyrgðin var bönnuð, nema hann hafi vitað það fullvel, en samt haft eindreginn vilja til að brjóta EES-samninginn. Einhver góður blaðamaður með vit á lögum þyrfti að leggja þá spurningu fyrir hann, þ.e. hvort hann vissi ekki betur eða hvort hann vildi brjóta EES-samninginn.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.1.2016 kl. 17:14

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hann ætti að vera farinn að skilja það núna.En grein hans fjallar m.a.um hvað Icesavemálið hefði tafið efnahagslega endurreisn umtalsvert,á árunum 2010.Draumsýnin um hásæti í sölum ESB.birtist í tregafullri staðreyndavillu,með lipurri mælskunni sem verður ekki af honum tekin. 

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2016 kl. 04:46

5 Smámynd: Jón Bjarni

Í ljósi þess að þrotabúið stóð undir öllum kröfum sem gerðar voru í þrotabúið - eruð þið svo klár að þið getið bara ákveðið það þessi niðurstaða sé betri.. Hefði það engin jákvæð áhrif haft að klára þetta mál 2 árum fyrr?

En ef við hefðum tapað málinu?

Jón Bjarni, 13.1.2016 kl. 15:06

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Nei Jón Bjarni, það hefði ekki verið betra að klára þetta mál 2 árum fyrr með því að skrifa undir samninginn, með því að skrifa undir samninginn hefði Íslenska ríkið verið að skrifa undir ábyrgð á 700+, ef ekki 1200+ milljörðum og hverjum þenkjandi manni ætti að vera ljóst að það lítur ekki betur út á pappír, einnig hefði íslenska ríkið þurftu að reiða fram af hendi a.m.k 100 milljarða í óafturkræfa vexti (eitthvað sem við þurftum ekki að gera með höfnun samnings), einnig hefðum við þurft að reiða af hendi hverja einustu krónu í erlendum gjaldmiðli, einnig hefðum við þurft að leysa öll ágreiningsmál samkvæmt breskum reglum fyriri breskum dómstólum og fleira og fleira, það er sorglegt að sjá hversu vel áróður þeirra sem eltust við að skuldsetja íslenskann almenning skilaði sér út til almennings í vanþekkingu á þessu máli, ég hvet þig til að lesa blog grein hjá honum Guðmundi Ásgeirssyni um þetta þar sem hann fer nánar yfir þessi mál. http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/2163713/

Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.1.2016 kl. 16:25

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jín Bjarni.

Endega reddaðu því fyrir mig að borga 37.000.000, fyrir mig svo ég losni vioðþá skuld af húsinu mínu. Ég veit þú berð enga ábyrgð á þeirri skuld minni, en þú myndir gera vel í að klára þetta mál fáeinum árum fyrr og vonum síðan að ég eigi fyrir þessu til að greiða þér einhvern tímann seinna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.1.2016 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband