Þjóðir eiga hagsmuni, ekki vini

Þjóðir eiga ekki varanlega vini, aðeins varanlega hagsmuni, er haft eftir breskum stjórnmálamanni, Palmerstone lávarði.

Bandaríkjamenn sýndu okkur ekki vinskap þegar þeir hurfu á brott með sitt hafurtask af Miðnesheiði árið 2006, þeir þjónuðu sínum eigin hagsmunum. Bretar voru ekki í vinarhug þegar þeir sendu herskip á Íslandsmið til að verja hagsmuni þegna sinna. Ekki var vinarbragur er Bretar skelltu á okkur hryðjuverkalögum vegna falls íslensku bankanna í hruninu.

Íslenskir hagsmunir eru að standa utan við deilur stórveldanna um forræðið yfir Úkraínu.  Úkraínumenn ættu að fá tækifæri til að ráða fram úr eigin málum. En kjósi stórveldin að gera þar vandræði er ekkert sem Ísland segir eða gerir sem kemur í veg fyrir það. Heimurinn er einu sinni þannig gerður að smáþjóðir stjórna honum ekki. 

 


mbl.is Með efasemdir um viðskiptaþvinganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Hvernig ætli íslenska fiskveiðilögsagan liti út í dag ef ekki hefði verið fyrir þann félagsskap NATO sem þú vilt nú ekkert með hafa?

Jón Bjarni, 10.1.2016 kl. 17:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jón Bjarni, pistillinn gengur út á réttmæti titilsins,þ.m.innihaldi hans sem  höfð eru eftir breskum lávarði. Páll tiltekur dæmi sem við þekkjum úr okkar sögu. Hafi Nato komið að fiskveiðideilunni við Breta,sannar það hagsmuni þess og við skuldum þeim engan vinargreiða.- Ætli Bretar hugsi þeim þegjandi þörfina? 

Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2016 kl. 06:06

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Palmerston hét kappinn reyndar.

Wilhelm Emilsson, 11.1.2016 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband