Lóðsinn úr hruni kveður, uppskriftin að næsta forseta

Ólafur Ragnar Grímsson lóðsaði þjóðina úr hruni. Bæði með beinum hætti, með því að vísa Icesave-lögum vinstristjórnar Jóhönnu Sig. í þjóðaratkvæði, og óbeinum hætti með varnaðarorðum gegn ESB-aðild og ótímabærri uppstokkun stjórnarskrárinnar.

Ólafur Ragnar Grímsson var ekki alla sína tíð réttur maður á réttum stað. En þegar á reyndi, í upplausninni eftir hrun, var Ólafur Ragnar þjóðinni ómetanlegur.

Ákvörðun Ólafs Ragnars að sækjast ekki eftir endurkjöri, þótt hann mætti vera öruggur með árangur, gerir val á næsta forseta einfaldara. Hver sem það verður mun viðkomandi ekki reyna að fara í skó Ólafs Ragnars. Það yrði einfaldlega hallærisútgáfa.

Uppskriftin að næsta forseta lýðveldisins er að hann sé Ekki-Ólafur Ragnar.

 


mbl.is Býður sig ekki fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það bannar þó væntanlegum forseta ekki að hugsa rökrétt og framkvæma samkvæmt eigin sannfæringu, eða hvað? 

Hrólfur Þ Hraundal, 2.1.2016 kl. 00:41

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir orð Hrólfs Hraundal hér. Viðhorf Ólafs Ragnars í meginmálum hans tveggja síðustu kjörtímabila eru engan veginn á útleið. Honum ber allur heiður fyrir varðstöðu sína í þeim málum og varanlegan árangurinn.

Sízt er okkur þörf á ESB-meðvirkum og Samfylkingar-þjónandi frambjóðendum eins og Stefáni Jóni Hafstein eða Þóru Arnórsdóttur. Flokkur þeirra hefur ekki að ósekju hrapað úr 29,8% atkvæðafylgi í þingkosningum 2009 niður í 12,9% atkvæða í kosningunum 2013 og nýlega niður í tæplega 9% fylgi í skoðanakönnun!

Verk þeirra evrókratanna fylgja þeim; ástandið í Evrópusambandinu mælir svo sízt með því sjálfu. Ný andlit á ESB-meðvirk framboð til forsetakjörs eru jafn-fjarri langtíma-hagsmunum fullvalda þjóðar eins og að leggjast aftur marflöt fyrir yfirráðum Dana eða Norðmanna.

Jón Valur Jensson, 2.1.2016 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband