RÚV er síðasta flokksútgáfan

RÚV er eftirlegukind frá þeim tíma þegar stjórnmálaflokkar stjórnuðu öllum fjölmiðlum landsins. Fréttastofa RÚV er enn rekin eins og flokksútgáfa vinstriflokkanna.

RÚV lærir ekki að fóta sig í gerbreyttu fjölmiðlandslagi og verður að mæta afleiðingunum.

Engin ástæða er til að liðka fyrir RÚV þegar stofnunin stendur sig jafn illa og raun ber vitni.


mbl.is RÚV-frumvarp fast í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sem fyrr þá skrifar hér maður sem rökstyður ekki mál sitt. Þvi ber að taka jafnmikið mark á orðum hans. 

Svona skrif bera mark um flumbrugang.

Að mínu viti er ritari fastur í gamla farinu, að fréttastofa RÚV fylgi ríkisstjórnarflokkunum á hverjum tíma. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.12.2015 kl. 08:51

2 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Sigfús. Þú ert að miskilja. Fréttastofa fylgir ríkisstjórnarflokkunum þegar vinstri menn eru við völd en svo færist áherslan þegar völdin færast til hægri. Rökin eru áherslur i fréttaflutningi, vali á álitsgjöfum, tónn og nálganir þegar stjórnmálamenn koma í viðtal t.d. í Kastljós. Þannig hefur þetta verið síðustu ár og blasa við öllum sem á horfa. Nokkur dæmi: Þráhyggjukenndur fréttaflutnngur á meintum kosningasvikum sjálfstæðisflokksins vegna afturköllunar á umsókn í ESB. Hinsvegar var ekkert fjallað um kosningasvik VG þegar þeir samþykktu að sækja um ESB. Þau svik hljóta samt að teljast mun stærri þar sem þeirra yfirlýsingar voru mun ákveðnari og að sækja um hlýtur að teljast stærri ákvörðun heldur en að sækja ekki um.  Það voru mörg umdeild mál sem síðasta ríkisstjórn stóð að t.d. ofurskattlagningu á sjávarútveg, náttúrulög, Árna Páls lög, ýmsar athafnir og lögleysur Svandísar Svafarsdóttur, stjórnaskrármálið og margt fleira. Margir sérfræðingar og vandaðir álitsgjafar höfðu ýmislegt um þetta að segja en RÚV viku sér algjörlega hjá að að ræða við þetta fólk. Hinsvegar áttu álitsgjafar sem (sem oftar en ekki höfðu ekki sömu sérfræðistöðu) sem voru á bandi þáverandi stjórnar greiðan aðgang. Lögmannafélag ÍSlands gaf frá sér ályktum að þær tillögur sem komu frá stjórnlagaráði væru ónothæfar og röktu ýmis rök fyrir því. Fréttastofu RÚV fannst engin ástæða að nefna þetta en þessi frétt var áberandi á öðrum fréttamiðlum. Núna sér maður að áherslurnar hafa snúist algjörlega við enda komin önnur stjórn. Það er í raun hægt að rekja endalaus dæm um hlutlægni RÚV.

    • Álitsgjafar- nokkrir álitsgjafar vegna veiðiheimildargjalds og skuldaniðurfellibgu heimila dregnir fram og mikip gert úr áliti þeirra.

    Varla var minnst á ótal marga gagnynisraddir vegna veiðigjaldan náttúrulaga, stjórnarskrármála, Árna Páls laga  og margra fleiri laga fyrri ríkisstjórnar

     

      • Mikið gert úr því að lægstu tekjuhóparni hafi fengið litlar hækkanir í frumvarpi um að drga til baka tekjutengingar á ellil. Og öryrkja. Skrýtið að þeir lægstu skuli ekki hækka við afnámi tekjutengingar ?.

      Stefán Örn Valdimarsson, 16.12.2015 kl. 10:04

      3 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

      Athugasemdapunktar aftast áttu ekki að fylgja með. Þetta voru eingöngu minnispunktar höfundar

      Stefán Örn Valdimarsson, 16.12.2015 kl. 10:05

      4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

      Hárrértt hjá þér kæri Páll sem jafnan.

      Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2015 kl. 11:58

      5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

      Sigfús

      Páll vísar hér í það sem allir hugsandi menn vita og hafa séð sjálfir um áratugi. Hitt er einnig að Páll hefur í ótal blogfærslum fært rök fyrir þessu. EÐlilegt að hann sé ekki að margtyggja sömu röksemdirnar, enda þekkja fastir lesendur hans málfluitninginn sem hann hefur sett hér með rökunum.

      Þér er óhætt að setja herra Google í að finna það, það tekur , sekúndu eða svo fyrir þann herra að færa þér rökin hjá Páli.

      Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2015 kl. 12:00

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband