Vestræna mótsögnin í ríkjum múslíma

Vestrænar þjóðir geta illa stutt harðstjóra til valda, t.d. Assad Sýrlandsforseta, og vilja fremur steypta þeim af stóli, samanber Hussein forseta Íraks.

En þegar harðstjórar veikjast, eins og Assad í Sýrlandi, eða missa völdin, líkt og Hussein í Írak, er djúpt á lýðræðisöflum sem geta axlað þá ábyrgð að fara með yfirvaldið. Lýðræðismenning er einfaldlega varla til í múslímaríkjum araba.

Uppgangur Ríkis íslam er bein afleiðing af valdatapi harðstjóra. Hvernig sem á allt er litið er flest skárra en Ríki íslams.

Vesturlönd verða að taka skásta kostinn af nokkrum vondum í málefnum mið-austurlanda.


mbl.is Yfir 3.500 teknir af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Íslam býður ekki upp á lýðræðismenningu eða rit og tjáningarfrelsi, þannig að það er oximoron að tala um lýðræðislegaíslamistartrú, rit og tjáningarfrelsi í sem sömu hugmyndafræði.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 18:17

2 Smámynd: Jón Bjarni

Jóhann, Tyrkland er múslimaríki þar sem mannréttindasáttmáli Evrópu er í fullu gilid - vertu ekki með þetta bull

Jón Bjarni, 29.11.2015 kl. 23:02

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ertu með rettu ráði, það sitja fjöldi manns i fangelsi vegna skoðan sinna og tjáningarfrelsi er algjörlega niður i kjallara hja ræfils tyrkjunum.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 23:12

4 Smámynd: Jón Bjarni

Þetta er einfaldlega lygi Jóhann - og svona til gamans þá sitja 91 af hverjum 100 þús i fangelsi í Tyrklandi, faneglsi eru með 77% nýtingu , samsvarandi tala fyrir landið þar sem þú býrð er 737 fyrir hverja 100 þús - en um fjórði hver allra fanga í heiminum situr í Bandaríksku fangelsi

Jón Bjarni, 29.11.2015 kl. 23:48

5 Smámynd: Jón Bjarni

https://en.wikipedia.org/wiki/Leyla_%C5%9Eahin_v_Turkey

Tyrkir eru nú ekki fastari en svo svo í íslam að þar er bannað að vera með slææðu í skólum og opinberum stofnunum - en þú og fleiri kjósið yfirleitt frekar að trúa lygum og áróðri frekar en að kynna ykkur hlutina

Jón Bjarni, 30.11.2015 kl. 00:20

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er svolítill munur á af hverju fólk er í fangelsi í USA og af hverju fólk er í fangelsi í Tyrklandi.

Prufaðu að skrifa eitthvað neikvætt um íslam og múslima eða setja skopmyndir af Múhameð og allah í dagblað eða á sýningu í Tyrklandi.

Rökræði ekki við mann sem er illa að sér í málefnum sem um er að ræða.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 00:42

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

En af því að þú ert svo latur settu are stend journalists in Turkey sjáðu hvað kemur upp.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 01:01

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Settu arrested journalists in Turkey í Google search og sjáðu hvað kemur upp.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 01:03

9 Smámynd: Jón Bjarni

Þú býrð í ríki(texas) þar sem á fjórða hundrað manns hafa verið tekin af lífi síðustu 15 ár, bæði þroskaheftir og fólk sem framdi glæpi þegar það var börn. Dómskerfið er rotið og nánast daglega berast fréttir frá Bandaríkjunum af fólki sem hefur eytt ævinni saklaust í fangelsi - þú býrð í landi þar sem tugþúsundir manna eru skotnir á hverju ári - næstum 50 þús á þessu ári með 12 þús dauðsföllum - tölur sem eru margfaldar á við öll önnur vestræn ríki.

Og þú hefur áhyggjur af Tyrklandi

Hvaða trú er það sem er algengust í Bandaríkjunum

Jón Bjarni, 30.11.2015 kl. 01:12

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef þú ert að halda því fram að morð sé leið til að tjá sig þá getur þú séð  hversu langt þú ert kominn inn í hugmyndaflug Góða Gáfaða Fólksins á Íslandi.

Tölufræði þín gengur ekki upp ef aðeins á fjórða hundrað var tekinn af lífi af Texas ríki og 12 þúsund myrtir.

Ertu að halda því fram að hver morðingi hafi drepið 30 mans? Ég er að reina að skilja þessa tölfræði. Varstu að koma frá einhverri bjórstofu?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 01:27

11 Smámynd: Jón Bjarni

Ég er að tala annarsvegar um aftöku framkvæmdar af ríkinu og svo hinsvegar morð sem almennir borgarar eru að fremja - spurning hver var á ölstofu

Ég er að benda þér á að þú býrð í því vestræna ríki þar sem langhæsta hlutfall þeirra sem segjast trúa á guð búa, þetta krstna ríki er svo líka eina vestræna ríkið sem tekur eigin ríkisborgara af lífi auk þess sem íbúarnir eru manna duglegastir að murka lífið hver úr öðrum, fólk nýtur takmarkaðrar réttarverndar, réttarmorð eru daglegt o.s.frv t.d. með því að fólk situr jafnvel svo árum skiptir í varðhaldi (jail) áður en það fer fyrir dóm - listinn er mun lengri.

Svo situr þú í einhverju hásæti og ætlar að dæma alla múslima fyrir einhvern skort mannréttindum...   Kanntu annan?

Jón Bjarni, 30.11.2015 kl. 01:37

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er rit og tjáningarfrelsi i Tyrklandi?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 01:44

13 Smámynd: Jón Bjarni

Tyrklandi er aðili að mannréttindasáttmála Evrópu og hefur lögfest hann - telji einhver brotið á sínu tjáningarfrelsi í Tyrklandi þá getur hann kært Tyrkland til mannréttindadómstóls evrópu

Þú talar um að lýðræðismenning sé ekki til staðar í múslimalöndum.. Ertu þá að tala um lönd eins og t.d. Indónesíu sem kaup fyrsta kvenkyns forsætisráðherran - eða Malasýu?

Mæli eindregið með að hinir fordómafullu horfi á þetta video https://www.youtube.com/watch?v=PzusSqcotDw

Jón Bjarni, 30.11.2015 kl. 01:57

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju er Tyrkland númer 149 fyrir neðan Kína og Íran þegar kemur að rit og tjáningarfrelsi?

googla Nonni áður en er farið út í umræður, googla censorship in Turkey og ég notaði wikipidia af því að þú ert svo hrifinn af þeirri upplýsingasíðu.

Bjó í Malasíu í átta ár og skrifaði ritgerð um Vandamál Malasíu og googla bara þá sérð þú að Malasía er númer 147 í rit og tjáningarfrelsi og Indónesía er numer 138, í tjáningarfrelsis stiganum.

Svona að gefa þér smá innsýn í þennan lista, þá er Finnland númer 1 og Ísland númer 21 USA númer 49 Rússland númer 152 og botnin rekur Norður Kórea númer 179 á Freedom of the press index.

Googla Nonni minn googla.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 02:33

15 Smámynd: Jón Bjarni

Já Jóhann, ég sá þennan lista - útskýrðu fyrir mér afhverju Evrópa skorar svona miklu hærra en restin af heiminum? 

Jón Bjarni, 30.11.2015 kl. 02:51

16 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hressilegar umræður hjá ykkur félögum :) Hver heldur þá að ástæðan sé, Jón Bjarni?

Wilhelm Emilsson, 30.11.2015 kl. 03:03

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er Tyrkland i Evrópu?

Skrifaði Tyrkland undir mannréttinda sáttmála Evrópu, af hverju eru þeir númer 149 af 179 af Freedom of the press index?

Af hverju er Ísland númer 21 á þessum lista en ekki númer 1?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 03:06

18 Smámynd: Jón Bjarni

Tyrkland er tiltölulega nýr aðili - held þeir hafi skrifað undir á níunda áratugnum - ísland var t.d. langt á undan en leiddu hann ekki í lög fyrr en fyrir 20 árum síðan..

Willhelm - ég held að menn séu almennt sammmála um að franska byltingin eiga stærstan þátt í þeirri breytingu sem varð í Evrópu á undan öðrum - með henni losnaði Evrópa undan oki konunga og trúar og hver einstaklingur varð mun sjálfstæðari, vantraust gagnvart yfirvaldi hvort sem það var guðlegt eða konunglegt varð lítið sem ekkert - þetta hefur haft gríðarleg áhrif síðan. Þetta hefur svo smitasð út frá sér í þau ríki þar sem evrópubúar hafa sest að síðan.

Svarið er auðvitað mun flóknara - en eitt geta menn verið vissir um og það er að kristin trú hafði ekkert með þetta að gera, alveg eins og islamstrú sem er trú friðar ber ekki ábyrgð á verkum hryðjuverkamanna sem fela sig á bakvið hana

Jón Bjarni, 30.11.2015 kl. 03:11

19 Smámynd: Jón Bjarni

þetta átti að vera vantraust gegn hverskyns yfirvaldi jókst.. evrópubúar hættu að vera hauslaus massi fólks sem lét kónga og biskupa stjórna sér - með þessu hófst ákveðin upplýsing - þetta þarf að eiga sér stað á fleiri stöðum - og það mun ekki gerast ef hávær minnihluta fábjána ætlar að halda því áfram endalaust að ala á ótta gagnvart fólk sem það þekki ekki.. Svona eins og Jóhann hérna

Jón Bjarni, 30.11.2015 kl. 03:13

20 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ættla að leifa mér að vera á öndverðum meiði Jón Bjarni á því sem þú vilt trúa, en eg hef búið í múslima ríkjum svo sem Malasíu, Sádi Arabíu og öðrum löndum og dreg mínar skoðanir af reynslunni.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 03:16

21 Smámynd: Jón Bjarni

Og þú býrð núna í kristnu ríki sem er lítið skárra - íslam hefur ekkert með þetta að gera - heldur sú menning sem þarna er. Myrku miðaldir Evrópu voru ógeðslegur tími - var það vegna þess að kristni er svo ógeðsleg trú?

Jón Bjarni, 30.11.2015 kl. 03:20

22 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er mín skoðun að kristið ríki sé mun frjálsara en múslimaríki af því að eg hef búið undir báðum trúarbrögðum, þó svo að ég trúi á hvoruga trúna.

Þekki ekki þinn feril, en ef þér finst að að búa undir múslimastjórn og þér finnst það betra, þá hefur þú fullan rétt til þess.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 03:36

23 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Jón Bjarni.

Að mínu mati er erfitt að neita því að trú og þjóðfélagsástand tengjast.

Kristni hafði svolítið með það að gera að miðsldirnar eru kallaðar hinu myrku miðaldir. Rannsóknarrétturinn og kristni tengjast, ekki satt? Auðvitað er samspilið flókið, en mér finnst ekki hægt að segja endalaust að trúin sé góð en að vondir menn geri eitthvað í skjóli hennar. Það er margt fallegt í Kóraninum og Bíblíunni, en þar er líka margt miður fallegt, sem þarf ekkert að túlka eða taka úr samhengi til að réttlæta allskyns óréttlæti og ódæðisverk.

Wilhelm Emilsson, 30.11.2015 kl. 03:50

24 Smámynd: Elle_

"Og þú býrð núna í kristnu ríki sem er lítið skárra - íslam hefur ekkert með þetta að gera - heldur sú menning sem þarna er."  Heyr á endemi.  Var ISIS-menning í París?  Vissirðu ekki að ISIS böðlar komast þar í gegn? 

Elle_, 30.11.2015 kl. 19:19

25 Smámynd: Elle_

" - - manna duglegastir að murka lífið hver úr öðrum".  Jón Bjarni, hvaðan hafðirðu það?  Vissirðu ekki að þetta væri íslensk kjaftasaga?  Og heyrist mikið um manndráp og morð í Bandaríkjunum í fréttum eins og RUV.  Kannski þar sem fréttir í Bandaríkjunum eru galopnar eins og lýðræðisríki sæmir. 

Óvart eru Bandaríkin með 3ju lægstu morðtíðni í allri álfunni Ameríku og þar með töldum Mið-, Suður- og Norður-Ameríku, með Kanada no. 1 og Síle no. 2.  Þar fyrir utan eru Bandaríkin englaland miðað við fjölda fjölda ríkja í álfunum Afríku og Asíu að ég nefni ekki ólöglegt yfirráðasvæði böðlanna ISIS. 

Elle_, 30.11.2015 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband