Dauðadá evru og Schengen

Ef Schengen fellur, fellur evran, segir forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker. ESB-sinnar tala í útilokunum; Angela Merkel kanslari Þýskalands talað um að félli evran þá félli Evrópusambandið.

Tákn Evrópusambandsins eru tekin niður og falin. Þýska blaðið Die Welt birtir mynd af nýjum forsætisráðherra Póllands, Beata Szydlo, sem byrjaði á því að láta taka niður fána ESB er áður stóð við hlið pólska fánann við opinber tækifæri. 

Úr dauðadái vakna ekki stórveldisdraumar nema þá sem ofskynjanir fólks úr tengslum við raunveruleikann. Eins og hjá Smáfylkingunni á Íslandi.

 


mbl.is Schengen „að hluta í dauðadái“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Stundum er sagt, að það sem ekki geti staðið, eigi að falla. Þetta á svo samnarlega við um bæði Schengen, evruna og ESB, þennan öskuhaug embættismannaklíkanna og uppgjafapólítíkussanna. Þennan leiksopp fjölþjóðafyrirtækjanna og launaundirbjóðendanna. Þennan deyjandi, nýsovézka minnisvarða skriffinnsku og yfirgangssemi.

Það eru víst fáir meðal ekki-þýzks almennings sem myndu sakna Schengen, evrunnar eða ESB. Ég hef rætt við fleiri tugi manns í mörgum Evrópulöndum og þeir hafa allir verið á móti ESB, evrunni og Schengen, enda ekki alþýðunni í hag. Landamæraeftirlit jafngildir ekki skerðingu á ferðafrelsi, sama hvað Juncker og hans hyski fullyrða.

Aztec, 26.11.2015 kl. 17:32

2 Smámynd: Elle_

Já hvað er málið með þennan flokk?  Hann ER í dauðadái og búinn að vera það líklega frá stofnun.  Það er ekki lengur fyndið.  Þau munu ekki vakna.  Við verðum samt að gefa Össuri að hann hafði loks vit á að fara á flótta og verða pírati.  

Elle_, 26.11.2015 kl. 18:28

3 Smámynd: Aztec

"Við verðum samt að gefa Össuri að hann hafði loks vit á að fara á flótta og verða pírati. "

Ekki hef ég séð neina frétt um að Össur hafi skipt um flokk.

Aztec, 26.11.2015 kl. 23:06

4 Smámynd: Elle_

Nei hann skipti ekki beint, ekki enn allavega að ég viti.  EN: Össur segist heiðurspírati

Elle_, 27.11.2015 kl. 00:13

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Shengen er fallið.

Evran er fallin.

Evrópusambandið á í stríði.

Þar að ræða það meir?

Nei !!!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.11.2015 kl. 00:46

6 Smámynd: Steinarr Kr.

Össur er kamelljón og byrjaður að skipta litum.

Steinarr Kr. , 27.11.2015 kl. 16:53

7 Smámynd: Aztec

 Skv. Össuri, þá keyra Píratarnir fram með Smáfylkingarpólítík. Og það er auðvitað ekki gott ef Píratar verða stærsti flokkurinn á þingi. En það er hálft annað ár í næstu kosningar og margt getur gerzt í þeim efnum. T.d. gætu þeir sem ætla að kjósa Píratana áttað sig á þessu í tæka tíð. Það hefur fyrr gerzt að skoðanakannanir hafa verið mjög rangar.

Ég vil eindregið hvetja bæði Össur, Árna Pál og aðra þingmenn Smáfylkingarinnar að hafa sig sem mest í frammi. Þessi 8% eru of mörg, takmarkið er auðvitað að fá fylgið niður fyrir 5%. Eins með hina ESB-flokkana: BF og VG.  

Aztec, 27.11.2015 kl. 19:27

8 Smámynd: Elle_

Nei ég sagði þetta í kaldhæðni að Össur hafi haft vit á að flýja og verða pírati.  Kysi ekki þann flokk fyrir mitt litla líf en allt væri skárra en Össurarflokkurinn. 

Elle_, 28.11.2015 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband