Innanríkisráðherra Merkel ómyrkur um flóttamenn

Innanríkisráðherra Þýskalands, Thomas de Maiziere, segir flóttamenn vanvirða þýska gestrisni: ,,flóttamenn eiga nóg af peningum til að kaupa sér leigubíla að keyra sig mörg hundruð kílómetra vegna þess að þeir eru óánægæðir með aðstæður á einum stað. Þeir fara í verkfall vegna aðbúnaðar, kvarta undan matnum og efna til slagsmála á flóttamannamiðstöðvum."

Í sömu umfjöllun segir varakanslari Merkel, jafnaðarmaðurinn Sigmar Gabriel, að flóttamenn yrðu að átta sig á því að í Þýskalandi gilti jafnrétti, tjáningarfrelsi og trúfrelsi.

Gabriel segir jafnframt að innviðir Þýskalands séu við að bresta vegna álags af flóttamönnum. Ennfremur að það væri ekki kynþáttahatur þótt Þjóðverjar létu í ljós andstöðu við móttöku flóttamanna.

Merkel verður að fá friðarverðlaun Nóbels í næstu viku. Eftir eitt ár verða afleiðingarnar af opingáttarstefnu hennar komnar í ljós og þær verða ekki friðsamar.

 

 


mbl.is Fær Merkel Friðarverðlaun Nóbels?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Angela Merkel og Sigmar Gabriel voru nokkuð sammála um að bjóða flóttamenn velkomna til Þýskalands. Ég held að sú skoðun þeirra eigi að einhverju leyti að rekja til bakgrunns þeirra og uppeldis.

Faðir Merkel var prestur af pólskum ættum, sem fluttist frá V-þýskalandi austur fyrir. Hvaða áhrif hafði það á uppeldi hennar?

Sigmar Gabriel hefur sjálfur sagt svo frá að faðir hans, sem dó fyrir þremur eða fjórum árum, hafi verið fanatískur nasisti til dauðadags. Móðir hans var ættuð frá A-Prússlandi. Móðir hennar og systur urðu þar innlyksa og "urðu að gjalda fyrir það dýru verði".

Hörmungar flóttamannsins eru fjarlægur veruleiki fyrir flestum Íslendingum, en fyrir miljónum Þjóðverja, einkum þeim eldri, eru þær hluti af þeirra einkalífi.

Ég hef því vissan skilning á afstöðu þeirra Merkels og Gabriels, en tel þó að þetta hafi verið frumhlaup hjá þeim. Nú virðast vera að renna á þau tvær grímur.

Hörður Þormar, 2.10.2015 kl. 19:00

2 Smámynd: rhansen

Af þvi ,að þau hafa bakgrunninn ,Þá hefði engum mátt vera betur ljós hver hættann var ....ÁÐUR en þau viðurkenna að skilja ,þá verður Evrópa i "RÚST "

rhansen, 4.10.2015 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband