Stjórnarliðar á popúlistavagni vinstrimanna

Stjórnarliðarnir Unnur Brá Konráðsdóttir, Elín Hirst og Eygló Harðardóttir kynntu undir yfirboðum um að Ísland reddaði flóttamannavandamáli heimsins á einni helgi.

Eygló talað fjálglega um að fá stuðning almennings við móttöku flóttamanna. Óðara vildu einhverjir gefa börnum flóttafólks leikföng. Baugsskáldið Hallgrímur Helgason sýndi sérstaka manngæsku með því að bjóðast til að lána sumarbústað sinn Hrísey fyrir vegalausa. Skáldið tímdi vitanlega ekki íbúðinni í Reykjavík - best að hola flóttamönnum sem lengt frá öldurhúsum miðborgarinnar þar sem heimsmálin eru leyst yfir glasi.

Í útlöndum er talað um vanda flóttafólks af alvöru. Valdamesti stjórnmálamaður Evrópu um árabil, Angela Merkel, kanslari Þýskalands stendur ekki frammi fyrir stærra vandamáli í langan tíma.

Látum vera þótt pólitískir lukkuriddarar á vinstri væng stjórnmála komi með tillögur um að Ísland taki við fimm þúsund flóttamönnum. Örvænting vinstriflokka lætur ekki að sér hæða.

En við sem kusum Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk og tölum máli ríkisstjórnarinnar eigum betra skilið en að stjórnarliðar hoppi á popúlistavagn vinstrimanna. 

 


mbl.is Ekki leyst fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Páll, það hefur ENGINN talað um að Ísland gæti reddað "flóttamannavandamáli heimsins á einni helgi". Enginn.

En það eru margir sem tala fyrir því að Ísland gæti hæglega tekið við mun fleiri sýrlenskum flóttamönnum en 50. Auðvitað myndi það ekki laga flóttamannavandamálið í heild sinni enda enginn sem segir það, nema í kollinum á þér. En það myndi gera lífið miklu mun bærilegra fyrir þá sem hingað fengju að koma og hugsanlega bjarga lífum einhverra, sem flúið hafa óhugnanleg stríðsátök og búa við mjög bágar aðstæður í yfirfullum flóttamannabúðum og hætta lífi sínu til að komast í burtu.

En það er eins þið moggabloggarar margir eruð í mikilli fýlu í þessari umræðu. Það verður varla túlkað öðruvísi en að þér finnist skítnóg að taka við í mesta lagi 50 Sýrlendingum á næstu tveimur árum. Er það málið?

Skeggi Skaftason, 31.8.2015 kl. 09:39

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Málið er Skeggi að við eigum að vanda okkur í viðtöku flóttamanna og viðurkenna þá staðreynd að alveg sama hve mörgum við tækum við þá væri þeir alltaf miklu fleiri sem ekki fengju tilboð um að byggja Ísland. Umræðan um helgina var ekki vönduð heldur einkenndist hún af yfirlýsingagleði og yfirboðum. Eitt er þegar einhver úr röðum almennings slær fram tölum viðtöku flóttamanna. Annað og alvarlegra er þegar stjórnmálamenn stunda slík yfirboð. Og enn alvarlegra er þegar stjórnarliðar etja sjálfum sér á foraðið.

Páll Vilhjálmsson, 31.8.2015 kl. 10:06

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sérkennileg tilætlunarsemi að Hallgrímur Helgason flytji út úr íbúð sinni í Reykjavík vegna flóttamannavandans, - annars sé ekkert að marka áhuga hans á því að liðsinna nauðstöddu fólki. 

Ómar Ragnarsson, 31.8.2015 kl. 11:07

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hallgrímur auglýsti manngæsku sína með tilboði um sumarbústað úti á landi. Ég geri ekki annað en að benda á að manngæska með fyrirvara um að halda því besta handa sjálfum sér er einmitt þetta: að fá auglýsingu um eigið ágæti.

Páll Vilhjálmsson, 31.8.2015 kl. 11:18

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Æi Páll. Reyndu nú fekar að leggja þitt á vogarskálarnar og bjóða fram aðstoð hvort heldur sjálfboðavinnu eða húsaskjól og hættu þessu dæmalausa neikvæða fýlutuði. 

Skeggi Skaftason, 31.8.2015 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband