Ísland leysir ekki alþjóðlegan vanda - fremur gæði en magn

Flóttamenn í heiminum hlaupa á milljónum, ef ekki tugmilljónum. Ríkjasamböndum eins og Evrópusambandið standa ráðþrota frammi fyrir straumi flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Í öðrum heimshlutum standa stór ríki, Bandaríkin og Ástralía til dæmis, frammi fyrir erfiðleikum vegna flóttamanna.

Ísland mun ekki leysa þennan alþjóðlega vanda, alveg saman hvort við tökum við 50 flóttamönnum eða 500 þúsund. Alveg óháð því hve mörgum flóttamönnum Ísland tekur við verður vandinn óleystur.

Við ættum að taka við fáum flóttamönnum en kappkosta að gera það vel.

Við þekkjum af reynslu nágrannaþjóða að of stríður straumur innflytjenda skapar þjóðfélagslega togstreitu sem endar með ófriði. Gerum hvorki okkur né flóttamönnum þann bjarnargreiða að hrúga þeim inn í landið til að geta barið okkur á brjóst eins og farísearnir forðum, sem þóttust betri en aðrir.


mbl.is „Getum tekið á móti mun fleiri en 50“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

ER ENGIN KRISTIN TRÚ Í ÞESSUM ÓGÆFULÖNDUM SEM AÐ ÞETTA FÓLK KEMUR FRÁ?

Væri ekki nær að fara að beina kastjósinu að leiðtogunum í þessum ógæfu-löndum? Eru þetta ekki upp til hópa múslimalönd eða trúleysingjar?

Hvað gerir bóndinn (Framkv.stj.SAMENUÐUÞJÓÐANNA) ef að það kemst úlfur í sauðahjörðina hans?

Reynir hann þá ekki að farga úlfinum frekar en að ætla að hjúkra allri hjörðinni eftir á?

Jón Þórhallsson, 29.8.2015 kl. 15:49

2 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Það er engin að biðja ísland að leysa vandann. Það er fólk, menn,konur,börn og gamalmenni deyjandi í hundruðatali á hverjum degi, fólk sem ekkert hefur gert til að skapa þessar aðstæður. Okkur ber öllum skylda til að hjálpa þessu fólki og það strax. Þessi skoðun þín er viðbjóðsleg og því miður eru nokkuð margir Íslendingar á sömu skoðun og þú. Ef þetta verður raunveruleg niðurstaða, það að Ísland taki við 50 sérvöldum flóttamönnum á tveimur árum þá verður það þjóðinni ævarandi til skammar. Ég skammast mín nú þegar yfir hegðun þjóðarinnar....

Snorri Arnar Þórisson, 29.8.2015 kl. 17:31

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað er það sem  viðbjóðslegt?

Er það ekki starf FRAMKVÆMDASTJóRA SAMEINUÐUÞJÓÐANNA sem alheimslöggu að halda friðinn hér á jörðu? 

Jón Þórhallsson, 29.8.2015 kl. 18:30

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Snorri Arnar, þú ert sjálfhverfur. Umræðan um flóttamenn snýst ekki um þig og hvort þér líður betur eða verr. Reyndu að þorskast.

Páll Vilhjálmsson, 29.8.2015 kl. 18:35

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Við eigum að sjálfsögðu að gera allt sem við getum og gera það vel. Ef fólk tekur vel á móti innflytjendum en lætur fordómana og hatrið eiga sig er það besta leiðin til að þetta takist vel.

Jósef Smári Ásmundsson, 29.8.2015 kl. 19:30

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mætti ekki líkja starfi FRAMKVÆMDASTJóRA SAMEINUÐUÞJÓÐANNA við  starf ríkislögreglustjóra hér á landi?

=Er það ekki hlutverk beggja að passa upp á sitt fólk með öllum ráðum?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1408500/

Jón Þórhallsson, 29.8.2015 kl. 19:32

7 Smámynd: Árni Árnason

@Snorri Arnar Þórisson

Vil bjóða þér á að horfa á þetta. Þó svo við tækjum á móti 50.000 flóttamönnu þá væri staðan í þessum löndum sú sama. Það þarf að takast á við vandamálin sem fær þetta fólk til að hætta lífi sínu á flótta til evrópu.

Við leysum ekki þann vanda svona.

https://www.youtube.com/watch?v=LPjzfGChGlE

Árni Árnason, 29.8.2015 kl. 19:44

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

 Það væri þess virði að skoða þetta video og spekúlers svo hvort við og Evrópa eigi að fjölga múslimum. https://www.facebook.com/OfficialBritainFirst/videos/856909564454306/

Valdimar Samúelsson, 29.8.2015 kl. 21:14

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þessi vandi verður ekki leystur hér, hann verður aðeins leystur í þeirra heimalöndum.  Innflutningur á vandamálum er ekki það brýnasta nú um mundir hér á Íslandi.  Við máttum þola áföll og svo öfgavinstristjórn í framhaldi af því, á fimmta ár, samskonar stjórnvöld og þetta fólk er að flýja. 

Því meiri vandræði sem uppsteðja hér á Íslandi því fyrr fáum við aftur slíka stjórn og þetta fólk sem kann ekki að búa heima hjá sér kann það ekkert frekar hér og það kemur í bakið á okkur heimskingjunum og kís Samfylkinguna.

Það fólk sem í raun vill hjálpa þessu fólki, á að leggja af stað og finna leið til að uppræta öfga á þeirra heima slóðum, en ekki heimta að flóttamönnum hingað verði fjölgað tífalt eða helst hundraðfalt með þeirra afleiðingu að við getum ekki skilað Íslandi friðsælu til afkomendanna.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.8.2015 kl. 21:40

10 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Er ég sjálfhverfur af því að ég tel það skyldu okkar að bjarga og hjálpa fólki?

Ég er sammála mörgu í pistli þínum, sérstaklega í fyrrihluta hans.

Vandinn er stór og það eru skiptar skoðanir á lausn hans.

En í seinni hluta pistils þá setur þú þá hluti sem eru að gerast upp í eitthvað tölfræðilíkan.

Þegar ég horfi á myndir af ástandinu, drukknuð börn. mæður í sjónum að berjast fyrir lífi sýnu með börnin sín í fanginu þá get ég því miður ekki hugsað um tölfræði.

Okkur ber skylda til að hjálpa þessu fólki alveg sama hvað einhver tölfræði segir....

Árni : Það getur vel verið að þó við tökum við 50 þúsund flóttamönnum að ástandið í þessum heimshluta muni ekkert breytast, það er bara ekki það sem skiptir máli á þessari stundu.

En að getað horft upp á það sem er að gerast og vilja ekki hjálpa er mér óskiljanlegt...

Vona að þið sofið vel í nótt.

Kv.

Snorri Arnar Þórisson, 29.8.2015 kl. 21:46

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sammála Hrólfi það hefir engan tilgang að flytja sjúkt fólk hingað 

Valdimar Samúelsson, 29.8.2015 kl. 21:46

12 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þeir eiga að leysa vandann þeir sem selja vopnin til fólksins sem heldur að einhver frelsishyggja liggi á bakvið vopnasöluna sem er stærsti misskilningurinn þar sem eingöngu peningar og völd ráða þar ferð eins og venjulega. USA,Frakkar,Bretar, Rússar,Kínverjar,Svíar og svo allur Arabíuskaginn sjá um vopnaframleiðslu og sölu og ættu þeir sjálfir að taða að sér flótta/sumarfrís fólkið sem skreppur út á meðan karlarnir skjóta hvern annan. Má svo bara senda þá til baka í stríðslok til að endurbyggja aftur 1000 ára þróun. Blessi þá sem gera það meina nú Strákarnir.

50 cal.FURUl

Eyjólfur Jónsson, 29.8.2015 kl. 22:57

13 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Við getum tekið við fleirum en 50 manns ef við einbeitum okkur að því að bjóða flóttafólki hingað sem hefur góða möguleika á að aðlagast hér. Fólk af erlendum uppruna aðlagast misvel hér á landi og virðist sem að menning og trúarbrögð hafi heilmikið að segja um aðlögunina.Ef við lítum á það hvaða þjóðarbrot aðlagast vel hérlendis þá standa Pólverjar sig mjög vel en um 10 þúsund pólverjar eru búsettir hérlendis. 
Kristnir hafa sætt svo hrottalegum ofsóknum í Sýrlandi og Írak að þeir hafa neyðst til að flýja heimili sín, þeir eiga oft erfitt uppdráttar á flóttanum og jafnvel hefur þeim hafi verið kastað fyrir borð í flóttabátum vegna trúar sinnar. Kristnir flóttamenn ættu að eiga góða möguleika með að aðlagast okkar samfélagi rétt eins og pólverjar sem einnig eru kristnir. 
Það ætti að hvetja Sameinuðu arabísku furstadæmin og Saudi Arabíu til að taka við múslimskum flóttamönnum sem vilja lifa í umhverfi sem er í samræmi við þeirra trú.

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.8.2015 kl. 23:31

14 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Bíðið nú aðeins við. Þessi umræða er ekki í raunheimi, frekar einhverju "hyper dæmi".

Þegar það tekur Skota um 15 ár að fá íslenskan ríkisborgararétt, þrátt fyrir að vera giftur íslenskri konu og árið er 1980 og eitthvað. En í dag er þetta afgreitt í einhverjum kornflexpökkum af því að fólk á svo bágt??

Hvaða aumingjavæðing er í gangi? Á að flytja hér inn fólk sem er síðan haldið uppi af skattgreiðendum af því bara?

Á meðan er ekki hægt að borga lyf til handa sjúklingum eða halda opnum sjúkradeildum til að taka á móti fólki sem á því þarf að halda.

Góð skilaboð til okkar sem borgum í hítina, ekki svo?

Sindri Karl Sigurðsson, 30.8.2015 kl. 01:50

15 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ríkisborgar réttur og tímabundið landvistarleyfi er sitthvað.  Það á engin að hafa heimild til að bjóða hingað fólki nema sem gestum.  Fólk getur komið hingað og fengið landvistar og atvinnuleyfi og unnið sig í álit og fengið ríkisborgara rétt þá tími er liðinn til þess og á þeim tíma á ekki að vera nein undanþága.

Pólverjarnir sem komu hingað að vinna, þeir sönnuðu sig og aðlöguðust og eignuðust íbúð og þegar tími var liðin til að sækja um ríkisfang hér þá bara kom hann að uppfylltum skilyrðum þar um, ekki alltaf einfalt af ýmsum ástæðum, en gleðin var augljós, þeir höfðu unnið til hanns.

Það er því sóðaleg mafíu lykt af því þegar þeir sem telja sig æðri reina að troða sinum framhjá og svo bjóða þeir ríkiborgararétt til bilaðra sakamanna og íþróttamanna sem væri hann bara kók.   

Hrólfur Þ Hraundal, 30.8.2015 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband