ESB hrynur vegna flóttamanna

Dublinarreglan um flóttamenn segir að ósk um hælisvist skuli tekin til meðferðar í því ESB-ríki sem flóttamaðurinn stígur fyrst fæti á.

Angela Merkel kanslari Þýskalands breytti þessari stefnu nánast einhliða og fellst núna á að flóttamenn sem t.d. koma til Þýskalands í gegnum Grikkland, síðan Ungverjaland, skuli fá hælisósk afgreidda í Þýskalandi.

Einhliða breyting á stefnu ESB í málefnum flóttamanna er það sísta sem Merkel hefði átt að gera, segir Daniel Johnson í grein í Telegraph. Hann spáir því að aðrar þjóðir munu taka einhliða ákvarðanir um flóttamenn og hver þjóð muni hugsa um sína hagsmuni.

Johnson lýkur greininni með þeim orðum að ef Evrópusambandið getur ekki ákvaðið hvað þarf til að verða Evrópumaður, til hvers er þá að halda upp á ESB.

 


mbl.is Standa ráðþrota frammi fyrir flóttamannastraumnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þetta ráðslag Angelu Merkel kann greinilega ekki góðri lukku að stýra.

Evrópusambandið, sem hefði átt að taka upp áströlsku aðferðina gagnvart bátafólkinu, gerði þveröfugt og gaf því þannig rösklega undir fótinn, að sem flestir skyldu sækja þangað yfir hafið, og hefur í báða enda gert afgerandi skyssu í málinu, nú með því að Merkel gefur grænt ljós á að hver þátttökuþjóð taki bara sína einhliða ákvörðun um flóttamenn.

Evrópusambandið er í sínum eigin heima-smíðuðu stórvandræðum í málinu. En við eigum ekki að koma nálægt því; þessir meintu "flóttamenn" eru vandi ESB, ekki okkar. Við eigum sjálfstætt að taka ákvarðanir um umsóknir alvöru hælisleitenda, ekki taka við neinum kvótum frá Evrópusambandinu.

Sömuleiðis er nýja lagafrumvarpið um Útlendingastofnun (og flóttamenn og hælisleitendur) afleit ofurfrjálshyggja, enda ekki á góðu von, þegar allur Sexflokkurinn er sammála um málið! Þvílíkir ábyrgðarleysingjar!

Samanber HÉR.

Jón Valur Jensson, 27.8.2015 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband