Velmegunarfræði

Velmegun á Íslandi er staðfest þegar forstjórar og fyrirmenni sækja fyrirlestur um núvitund. Fræðin eru að hluta sjálfsagðir hlutir, 'ekki ætla þér of mikið', í bland við austræna speki. Núvitundin eru ein útgáfa velmegunarfræða.

Velmegunarfræði fyrir stjórnendur þjóna tvíþættu hlutverki. Í fyrsta lagi að láta svo líta út að þér séu í vinnu við að kynna sér stefnu og strauma í stjórnun. Í öðru lagi að styrkja stjórnendur í þeirri trú að þeir sjálfir skipti máli.

Í útrásinni voru velmegunarfræði áberandi. Eftir hrun voru þau lögð á hilluna, enda verk að vinna. Núna birtast þessi fræði á nýjan leik. Á meðan núvitundarútgáfan af velmegunarfræðum er í forgrunni er ástæðulaust að gera sér áhyggjur.

Meginverkefni þessara fræða er að strjúka stjórnendum meðhárs. Þegar líður á velmegunartímabilið vilja stjórnendur kröftugri strokur. Velmegunarfræðin skaffa þá fyrirlesara sem segja stjórnendum að þeir séu útrásarvíkingar og að ekkert verkefni sé þeim ofviða. Þá skulum við fara að hafa áhyggjur.


mbl.is Að lifa eða dafna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Allt byrjar þetta með stjörnugjöf á krassblöðin í leikskólanum. Heldur svo upp skólakerfið sem útskrifar ólæsið með láði, því allir þurfa að fa sína viðurkenningu.

"Meðhárs" er einmitt retta orðið yfir þessa aðferðarfræði.

Ragnhildur Kolka, 27.8.2015 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband