Afþökkum grískt ábyrgðaleysi í íslenska stjórnarskrá

Á sunnudag kjósa Grikkir í þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína í Evrópusambandinu. Atkvæðagreiðslan er lýðræðið uppmálað - en engu að síður tómt rugl - þar sem þjóðin veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Gríska þjóðaratkvæðið er flótti stjórnmálamanna frá ábyrgð.

Ef við tækjum upp gríska aðferð til að útkljá mál væru stjórnmálamenn stikkfrí að gera hvaða vitleysu sem er í skjóli þjóðaratkvæðis. Umdeild mál væru ýmist á leið í þjóðaratkvæði eða nýkomin þaðan og á meðan ríkti stjórnleysi, líkt og í Grikklandi þessa dagana. Ábyrgðarlausir stjórnmálamenn er ekki það sem Ísland þarf á að halda.

Stjórnarskrá okkar er að stofni til frá 1874 og byggir á meginsjónarmiðum frönsku byltingarinnar um opinber völd, pólitíska ábyrgð og rétt einstaklingsins. Stjórnarskráin var endurskoðuð á síðasta áratug síðustu aldar.

Við eigum ekki að endurskoða stjórnarskrána. Hrunið sýndi okkur að íslenka stjórnskipunin virkar, jafnvel þegar stóráföll dynja yfir.


mbl.is Þátttaka skipti máli í þjóðaratkvæðagreiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég sé fyrir mér stjórnleysið við þær aðstæður,þar sem þeir ósvífnustu beyttu þaim brögðum sem þeim þóknaðist.- Ég á ekki gott með að sjá þann samanburð við Grikki,sem hafa verið í ESB svo lengi,þótt viðburðurinn sé þjóðaratkvæðagreiðsla. Það mikilvægasta sem við gerðum,er að gæta sjálfstæðis okkar og kjósa bara ekki flokk sem er líklegur að ljá svo mikið sem máls á inngöngu í ESB1 Muna Nei við ESB!

Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2015 kl. 15:12

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja, annað eins hefur nú gerst á Íslandi.  Þ.e. að menn notuðu þjóðaratkvæði til að hala upp vinsældir sem voru á leið í ræsið.  Það er bara stutt síðan. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2015 kl. 22:48

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það ber vissulega að fara varlega í opnun á þjóðaratkvæði og auðvelt að missa tökin á slíkri aðferð. En stundum þarf að vera hægt að grípa til þessa réttar og því kannski nauðsynlegt að setja um hann einhvern góðan ramma.

Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að það var einmitt þjóðaratkvæðagreiðsla sem bjargaði okkur Íslendingum frá enn meiri hörmungum bankahrunsins og ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Ef ekki hefði náðst þjóðaratkvæðagreiðsla um icesave málið væri ástandið hér á landi nokkuð öðru vísi en það er, kannski meira í ætt við það sem er í Grikklandi.

Varðandi þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem nú stendur fyrir dyrum í Grikklandi, þá ber vissulega að fagna henni. Þetta er í fyrsta sinn sem kjósendur þar í landi fá einhverja aðkomu að sínum eigin málum gagnvart ESB, í fyrsta sinn þar í landi sem fram fer skoðun á áliti þjóðarinnar gagnvart því sambandi.

Vissulega er ekki auðvelt að kjósa, þegar báðir kostir eru slæmir, eins og haldið er fram varðandi vanda Grikkja. En eru þeir jafn slæmir?

Það er vitað hvað skeður ef Grikkir samþykkja skilyrði fyrir frekari aðstoð. Þá mun vandinn vefja enn meira uppá sig og skellurinn verða enn meiri þegar hann kemur. Möguleiki Grikkja til að greiða niður sínar skuldir eru engar og allra síst meðan lán eru aukin. Þessi öld mun ekki duga þeim til að komast út úr vandanum, jafnvel þó engin frekari lán yrðu tekin. Þeir skilmálar sem verið er að kjósa um breyta engu þar um. Það er því sannarlega svört framtíð að samþykkja þá.

Hafni Grikkir þessum skilmálum er aftur erfiðara að segja til um hvað gerist. Líklegast mun það gera Grikki sterkari í samningum við ESB, þar sem útilokað er að Seðlabanki Evrópu hafi bolmagn til að taka á sig þann skell sem gjaldþrot Grikklands hefði í för með sér. Þar er um að ræða svo háar tölur að bankanum yrði stefnt í voða.

Hitt gæti þó einnig skeð að stjórnmálamenn annarra evruríkja tækju þann pól í hæðina að láta Grikkland falla og greiða frekar til seðlabankans það fé sem hann þarf þá til reksturs. Að stjórnmálamenn annarra evruríkja geti ekki brotið odd af oflæti sínu.

Sú leið mun vissulega koma Grikkjum illa. En það yrði þó einungis til skamms tíma. Með eigin gjaldmiðli mun Grikkland smátt og smátt ná sér aftur. Bjartsýnustu menn tala um að þetta tæki fimm til tíu ár, raunveruleikinn er þó kannski að þetta tæki kannski allt að tveim áratugum. Megin málið er þó að með gjaldþroti mun Grikkland ná sér, undir evrunni ekki.

Verkefni hins vestræna heims verður svo að hjálpa Grikkjum. Þó ekki hafi verið hleypt af skotum þar í landi, þá hefur Grikkland vissulega verið í stríði og afleiðingar þess stríðs eru ekki ósvipaðar þeim sem hefðbundin stríð skilja eftir sig.

Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að jafnvel þó hægt sé að væna Grikki um óhóflega lántöku, þá er ábyrgðin á lánasalanum ekki minni en lántakanda. Þá ætti öllum að vera jóst að þessi óhóflega lántaka var ekki stunduð af almenningi í Grikklandi, ekki frekar en hér á landi fyrir hrun. Kröfur þríeykisins hafa síðan ekkert gert annað en auka á vandann og gert Grikkjum enn erfiðara að standa við sínar skuldbindingar.

Það er því ljóst að þó kostirnir sem Grikkir velja á milli séu báðir slæmir, þá eru þeir ekki jafn slæmir. Annar boðar eymd um alla framtíð, meðan hinn boðar eymd um einhver ár enn en síðan birtu.

Gunnar Heiðarsson, 3.7.2015 kl. 08:41

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Varðandi hugleiðingar þínar um stjórnarskrána Páll, þá er ég innilega sammála þér. Enda hefu enginn getað bennt á nokurt atriði innan hennar sem hægt er að tengja hruninu.

Hins vegar má skýra sum atriði hennar.

Gunnar Heiðarsson, 3.7.2015 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband