Vont kynlíf er ekki nauðgun - strákasjónarhorn

Í blaðamannaskóla í Noregi var fyrir mörgum árum tekið fyrir siðferðilegt álitamál sem tengdist nauðgun. Málavextir voru þeir að kona kærði mann fyrir nauðgun. Á meðan réttarhöldunum stóð var upplýst að konan og sá ákærði höfðu stundað kynlíf eftir nauðgunina.

Konan neitaði að draga ákæruna tilbaka enda stóð hún á því fastari en fótunum að maðurinn hefði nauðgað sér og engu breytti þótt hún síðar ætti samfarir ótilneydd við meintan nauðgara. Siðferðilega álitamálið sem nemarnir í blaðamennsku glímdu við laut að sjónarhorni á fréttina. Var þetta dæmi um rangar sakagiftir eða er eðlilegt að kona stundi valfrjálst kynlíf með manni sem áður hefur nauðgað henni?

Fyrir fáum árum var sýnd stuttmynd í framhaldsskólum á Íslandi um kynlíf unglinga. ,,Fáðu já áður en samfarir hefjast" voru meginskilaboðin. Skilaboðin voru skýr og ótvíræð og myndin faglega unnin. Hængurinn er sá að ,,já" er ekki alltaf tjáð með já-i. Fólk samþykkir oft án þess að nota já, hvort heldur á vettvangi kynlífs eða í öðrum samskiptum.

Umræðan sem nú stendur yfir um nauðgun gefur sér að nauðgun sé afmarkað fyrirbæri sem ýmist er fyrir hendi í kynlífi eða ekki. Allir sem stundað hafa kynlíf, og hér er átt við valfrjálsu gerðina, vita að kynlíf er margrætt. Áður en kynlífsathöfnin hefst gefa væntanlegir iðkendur frá sér margvísleg skilaboð sem sum eru skilin og önnur misskilin. Í athöfninni sjálfri kemur við sögu vöðvaafl, ákefð og iðulega frumstæð hljóð sem túlka má á ýmsa vegu.

Tilbúið dæmi:

Kona sem ákveður af frjálsum vilja að taka þátt í kynlífi en snýst hugur í miðjum klíðum án þess að karlmaðurinn hætti fyrr en hann hefur lokið sér af gæti sem hægast upplifað reynslu sína sem nauðgun. En er það nauðgun?

Annað skáldað dæmi:

Kona sem fús leggjast með manni, en án þess að segja já, finnst samfarirnar óþægilegar vegna þess að maðurinn er handsterkur og grípur þannig í konuna að hún fær mar. Ein með sjálfri sér rifjar konan upp að hún sagði aldrei já og þar sem hún er líka marin þá hlýtur henni að hafa verið nauðgað. Eða er það ekki?

Nauðgun er ekki eitt afmarkað fyrirbæri sem annað hvort er eða er ekki. Víst eru til mörg skýr og afdráttarlaus dæmi um nauðgun. En umræðan stefnir í þá átt gera nauðgun valkvæða af hálfu kvenna: ef konu finnst henni hafa verið nauðgað, þá hefur henni verið nauðgað.

Guðbjörg Jóhannesdóttir lauk predikun sinni um nauðgun með þessum orðum:

Guð gefi okkur hugrekki og visku til þess að ala upp drengi sem elska en meiða ekki.

Kynlíf getur meitt, bæði á sál og líkama. En vont og meiðandi kynlíf er ekki endilega nauðgun.

Ef Guðbjörg vill vera viss um að drengirnir hennar meiði aldrei í kynlífi er gelding nærtækt úrræði.

 


mbl.is Drengirnir okkar sem nauðga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

"Kona sem ákveður af frjálsum vilja að taka þátt í kynlífi en snýst hugur í miðjum klíðum án þess að karlmaðurinn hætti fyrr en hann hefur lokið sér af gæti sem hægast upplifað reynslu sína sem nauðgun. En er það nauðgun?"

Já. Það skiptir ekki máli þó kynlífið hafi byrjað með samþykki, ef að annarhvor einstaklingurinn skiptir um skoðun og tjáir vilja til að hætta samförum, og hinn einstaklingurinn verður ekki að þeirri ósk, þá er þetta ekki kynlíf lengur, heldur nauðgun.

"
Kona sem fús leggjast með manni, en án þess að segja já, finnst samfarirnar óþægilegar vegna þess að maðurinn er handsterkur og grípur þannig í konuna að hún fær mar. Ein með sjálfri sér rifjar konan upp að hún sagði aldrei já og þar sem hún er líka marin þá hlýtur henni að hafa verið nauðgað. Eða er það ekki?"

Mar í leiðinlegu kynlífi er ekki samasem merki á nauðgun, og ég hef aldrei hitt manneskju sem heldur slíku fram. 
En ef konan í þessu dæmi færi fram á að hann hætti slíkri hörku, og hann yrði ekki við þeirri ósk, þá er það nauðgun.

Og að verða fyrir meiðslum í kynlífi er ekki samasem merki á að hafa verið beittur kynferðisofbeldi.
Að beita ofbeldi til þess að ná fram vilja sínum, er kynferðisofbeldi.

Flækist þetta í alvörunni svona fyrir þér?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.6.2015 kl. 05:29

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir athugasemdina, Ingibjörg Axelma.

Ég bjó til þessi dæmi til að sýna fram á að kynlíf annars vegar og hins vegar nauðgun eru hvorugt einhlít fyrirbæri. Umræðan er á hinn bóginn mjög á þá lund að ef annar aðilinn í kynlífi segist upplifa nauðgun þá sé það nauðgun.

Kynlíf er í grunninn dýrsleg hegðun sem þjónar þeim tilgangi viðhalda stofninum. Í okkar menningu tíðkast að iðka kynlíf bak við luktar dyr. Af því leiðir að þegar annar aðili í tveggja manna kynlífi segir að að sér hafi verið nauðgað þá er hann venjulega einn um þá frásögn.

Frásögn annars aðila af kynmökum getur aldrei verið grundvöllurinn að niðurstöðu um raunverulega málavöxtu. En það er einmitt ráðandi í umræðunni sjónarmið kvenna sem segja að sér hafi verið nauðgað - í fæstum tilvikum án þess að hlutlæg atburðalýsing liggi fyrir og enn síður að nokkur rannsókn hafi farið fram.

Ef við viðurkennum margbreytileika mökunartilburða fólks og ræðum kynlíf í samhengi við gagnkvæma virðingu einstaklinganna þá væri umræðan tekin upp úr þeim skotgröfum sem hún er í núna.

Páll Vilhjálmsson, 9.6.2015 kl. 10:22

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæl Marín,

ef strákasjónarhorn krefst þess að allir strákar í heiminum skrifi upp á það, tja, þá er ekki til neitt strákastjórnarhorn. Það væri alltaf einhver á móti.

Nauðgun felur í sér ofbeldi. Ef tveir einstaklingar hefja kynmök af fúsum og frjálsum vilja verða kynmökin ekki að nauðgun augnabliki eftir að annar aðilinn segist vilja hætta. Vitanlega á að hætta mökun þegar í stað þegar annar vill ekki meira kynlíf. En það er útþynning á hugtakinu nauðgun að segja samþykkt kynmök breytast í nauðgun um leið og annar vill hætta. Það er vel hugsanlegt að slíkar samfarir myndu breytast í nauðgun - ef þvingun og ofbeldi kæmi í kjölfarið. En það stenst ekki að kalla atvikið nauðgun án þess að þvingun/ofbeldi komi við sögu.  

Nauðgun er grafalvarlegt mál. Með útþynningu hugtaksins er verið að auðvelda ofbeldismönnum að sækja sér skjól. Ef við samþykkjum að nauðgun hefjist um leið og einhverjum dettur í hug að kalla kynmök nauðgun þá er allt kynlíf möguleg nauðgun.

Ég vona að ég hafi útskýrt pælinguna betur.

bestu kveðjur

Páll Vilhjálmsson, 11.6.2015 kl. 09:51

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

Bjánasjónarhorn frekar. Ef konan segir stop, þá er það stop. 

Jón Ragnarsson, 11.6.2015 kl. 15:02

5 Smámynd: Sveinbjörn Hermann Pálsson

"Ef tveir einstaklingar hefja kynmök af fúsum og frjálsum vilja verða kynmökin ekki að nauðgun augnabliki eftir að annar aðilinn segist vilja hætta".

Jú. 

"
 Vitanlega á að hætta mökun þegar í stað þegar annar vill ekki meira kynlíf."

Rétt. En þversögn við síðustu setningu.

"
En það er útþynning á hugtakinu nauðgun að segja samþykkt kynmök breytast í nauðgun um leið og annar vill hætta."
Nauðgun kemur af "neyð" eða að vera neydd/ur. Með því að setja stelpuna í þá stöðu að þurfa að reyna að ná þér af sér þá ertu að neyða hana í áflog. Þar hefst nauðgunin. Strax þegar stopp merkin fara að berast.

Alveg eins og þjófnaður hefst þegar þú tekur eitthvað ófrjálsri hendi, óháð því hvort að þú sért í augnkontakt við búðarmanneskjuna og viðkomandi kannski segir ekkert. Samt þjófnaður. 

Þetta er ekki flókið.

Flestir karlmenn tengja við það að kynhvötin slekkur á heilanum okkar. Það gerir þetta erfiðara, skrýtnara, setur okkur í erfiða stöðu oft. En einfaldleiki þess hvað er og er ekki nauðgun stendur. Og við verðum að taka því. Það er hluti af því að vera karlmaður, og ég tel líka hluti af karlmennskunni að vera ekki að tuða yfir því.

Tuðararnir eru oftast ekki nauðgarar. Nauðgarar hlusta samt á tuðara eins og þig og nota svona bull sem staðfestu á að "gráa svæðið" sem þeir búa til í hausnum á sér sé í lagi, og að nauðgun er bara eitthvað sem gerist milli ókunnugra í húsasundum.

Sveinbjörn Hermann Pálsson, 11.6.2015 kl. 17:28

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sveinbjörn Hermann, ég fæ ekki betur séð en við séum sammála að nauðgun felur í sér ofbeldi eða þvingun.

En kynlífsathöfn verður ekki að nauðgun um leið og annar af tveim aðilum í samþykktu kynlífi vill hætta. Til að um nauðgun sé að ræða þarf að koma til þvingun eða ofbeldi.

Samlíking þín við þjófnað stenst ekki. Þjófnaður er þegar eitthvað er tekið ófrjálsri hendi. Ef þú ætlar að halda þeirri líkingu til streitu þá verður þú að gera gjöf að þjófnaði.

Sem er flókið.

Páll Vilhjálmsson, 11.6.2015 kl. 18:14

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Tinna, ef tveir stunda kynlíf með gagnkvæmu samþykki þá breytist kynlífið ekki í nauðgun um leið og annar segir stopp. Þvingun eða ofbeldi þarf að koma við sögu til að um nauðgun sé að ræða.

Flóknara er það nú ekki.

Páll Vilhjálmsson, 11.6.2015 kl. 22:26

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Tinna, munurinn á afstöðu okkar er eftirfarandi:

þú segir að stopp skilgreini upphaf nauðgunar

ég segi að þvingun eða ofbeldi skilgreini upphaf nauðgunar

Í langflestum tilfellum breytir þessi munur nákvæmlega engu. Þegar tveir stunda samþykkt kynlíf og annar vill hætta en hinn ekki þá hefjast samningaviðræður, t.d. með jú, gerðu það, prófum eitthvað annað o.s.frv.

Ef engin þvingun eða ofbeldi fylgir samningaviðræðum þá er ekki um nauðgun að ræða. En ef sá sem vill halda áfram beitir þvingun eða ofbeldi þá heitir það nauðgun.

Þú spyrð mig hvað ég myndi ráðleggja öðrum í sambandi við kynlíf. Það er um það bil þetta: sýnið hvert öðru nærgætni og stundið ekki kynlíf með öðrum en þeim sem þið treystið.

Páll Vilhjálmsson, 12.6.2015 kl. 08:24

9 Smámynd: Karl Pálsson

Ég er fullkomnlega sammála þér Tinna, að athöfnin breytist úr því að vera kynlíf yfir í að vera nauðgun, ef annar aðilinn vill stoppa í miðjum klíðum, en hinn heldur bara áfram þrátt fyrir þá beiðni. Hinsvegar finnst mér viðhorf þitt til nauðgunar mjög einsleit. Hversvegna kemur eingöngu til greina að í slíkri atburðarrás að konan vilji hætta og að karlinn vill halda áfram, í staðinn fyrir að sjá fyrir sér atburðarásina á hinn veginn, þar sem að karlinn vill hætta en konan vill halda áfram og stoppi því ekki. Ég er að nefna þetta hérna vegna dæmisins sem þú settir hérna upp um börn Páls.

Og plís ekki svara mér með einhverri þvælu eins og þeirri að karlmenn eru sterkari en konur osfr. Vegna þess að það eru alveg til konur sem eru stærri og sterkari en sumir karlmenn.

Þetta sjónarmið að það sé eingöngu konan sem er fórnalmbið er mjög hættuleg.

Sem dæmi þá las ég Amerískan pistil um mann sem fór á stefnumót með konu sem hann kynntist á stefnumótasíðu á internetinu. konan var með mynd af sjálfri sér þar sem að hún var töluvert yngri og léttari heldur en hún er í dag. Þannig að þegar strákurinn hittir konuna sér hann að honum líst ekkert allt of vel á hana. Hann ákveður samt að klára stefnumótið til þess að særa hana ekki. Í lok stefnumótsins kíkja þau heim til hennar, sem er allt í góðu, þar til að konan fleygir honum á rúmið sest ofann á hann og byrjar að reyna að fá hann til. Hann heldur að hún sé að grínast, fer að hlægja og segir henni að fara af sér. Þá dregur hún upp hníf og setur hann að hálsinum á honum. Ef þetta atvik fór þessi maður í miklu sjokki upp á lögreglustöð og ætlar að kæra konuna. Það gengur ekki betur en að lögreglukonan vísar manninum á dyr og segr honum að hætta þessir vitleysu. 

Þetta dæmi er ástæðan fyrir því hversvegna þetta sjónarhorn þitt er hættulegt.

Karl Pálsson, 12.6.2015 kl. 13:35

10 Smámynd: Vala Jónsdóttir

Ég mæli með því að þú og þið sem eruð sammála Páli horfið á þetta örstutta myndband. 

http://magazine.good.is/articles/tea-never-looked-so-good

Vala Jónsdóttir, 12.6.2015 kl. 14:17

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk Vala, ég fékk þetta myndband send í pósthólfið mitt. Mér finnst það fyndið og senda skýr og afgerandi skilaboð. Tvíræðnin i lokin undirstrikar hve viðfangsefnið er margrætt.

Páll Vilhjálmsson, 12.6.2015 kl. 17:11

12 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæl Aníta Rós, þú last ekki það sem ég skrifaði.

Í dæminu sem þú vísar til er gert ráð fyrir samþykktu kynlífi tveggja einstaklinga og hvað gerist þegar annar af þeim segir stopp.

Ef annar af þessum tveim er meðvitundarlaus er vitanlega ekki um samþykkt kynlíf að ræða - meðvitundarlaus einstaklingur er hvorki fær um að samþykkja né hafna.

Ég er sammála þér að ef einhver stundar kynlíf með meðvitundarlausri manneskju þá er það nauðgun.

Að þessu sögðu sýnist mér við sammála. En þú leiðréttir mig ef svo er ekki.

bestu kveðjur

Páll Vilhjálmsson, 12.6.2015 kl. 22:56

13 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæl aftur Aníta Rós,

Ef tveir eru í samþykktum samförum og annar vill hætta þá eiga samfarirnar að hætta. En til að framhaldið teljist nauðgun þarf sá sem ekki vill hætta að beita þvingun eða ofbeldi.

Þegar tveir eru í samþykktum samförum getur ekki talist nóg að annar telji að um nauðgun sé að ræða - hinn aðilinn þarf að beita þvingun eða ofbeldi.

Nauðgun er með öðrum orðum ekki huglæg upplifun heldur hlutlægur verknaður. Sjálfur verknaðurinn hlýtur alltaf að koma á undan upplifun meints fórnarlambs til að um nauðgun sé að ræða.

Orðað með öðrum hætti: á undan nauðgun hlýtur alltaf að koma þvingun eða ofbeldi.

Varla er hægt að hugsa sér nauðgun án þess að einhver sé neyddur til einhvers. (Og sleppum í bili dæminu sem þú tókst að ofan um meðvitundarlausa manneskju sem notuð er til kynlífs - við erum sammála að það sé nauðgun).

bestu kveðjur

Páll Vilhjálmsson, 13.6.2015 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband