ESB-umsókn Samfylkingar: tvöfaldur dauði

Umboðslaus ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 gildir ekki lengur í Brussel, höfuðborg Evrópusambandsins.

Stjórnmálaumræða næstu ára á Íslandi mun ekki vera með ESB-málið brennidepli enda er það dautt í tvöföldum skilningi.

Í fyrsta lagi tapaðist umræðan hér landi. Samfylkingin og ESB-sinnar stórtöpuðu þingkosningunum 2013, þar sem Samfylkingin fékk 12,9 prósent fylgi. Boðaður ESB-flokkur hægrimanna, Viðreisn Benedikts Jóhannessonar og lögfræðings ungu stúlknanna, Sveins Andra Sveinssonar, er dautt fyrirbrigði.

Í öðru lagi verður ESB-umræðan í Evrópu næstu tvö árin, eða fram yfir næstu þingkosningar á Íslandi, mörkuð yfirvofandi úrsögn Bretlands annars vegar og hins vegar vandræðum evrunnar.

Samfylkingin gerði fullveldinu þann greiða að taka aðild Íslands alltof snemma á dagskrá og gjörtapa með þeim afleiðingum að ESB-aðild verður ekki til umræðu næstu 10 til 15 árin.


mbl.is Ísland af lista yfir umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Því ber að fagna og óska Gunnari utanríkisráðherra til hamingju og öllum Íslendingum sem ávallt höfnuðu aðild. 

Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2015 kl. 17:50

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að allir hafi vitað að umsóknin sé komin í salt! En hef engar áhyggjur! Hér verða regluleg hrun og þá verður þetta tekið upp aftur. (fólk á Íslandi hugsa yfirleitt ekki lengur en til næsta misseris og skiptir um skoðun eins og vindar blása og stöðunnií veskinu) Ef að Samfylkingin hefði farið með Framsókn í ríkisttjórn 2009 værumm sennilega á leið þarna inn í dag. Því að Framsókn var jú með það á stefnuskránni hjá sér gegn ákveðnum skilyrðum sem voru öll sett í þingsályktunartillögu um það að sækja um.

Eins þá hefur verkalýðshreyfingin og pólitísk félagshyggjuöfl í samfélaginu svínbeygt núverandi stjórnvöld t.d. í húsnæðismálum og fleira og því er kannski bara betra að hafa Sjálfstæðisflokk og framsókn og ná með þrýstingi hverju málinu eftir öðru í gegn og passa að öfgar til hægri nái ekki í gegn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.5.2015 kl. 17:52

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Magnús Helgi, kjör launafólks hafa alltaf versnað þegar vinstri flokkar komast inn í stjórnarráðið.

En hvað áttu við með því að ekkert þurfi að óttast, að hér verði reglulega hrun? Áttu við að reglulega komist vinstriflokkar til valda og að það megi túlka sem hrun, eða áttu við að til að þeir flokkar eigi séns til valda verði að verða hér efnahagslegt hrun?

Það er sannarlega gleðilegt að búið sé að taka Ísland af svart umsóknarlistanum hjá ESB. Um Samfylkingu þurfa landsmenn lítið að hugsa, aðrir hafa tekið kjósendur þess flokks til sín. Einsatkvæðis formaðurinn getur ekkert við því gert, frekar en öðru.

Gunnar Heiðarsson, 29.5.2015 kl. 18:14

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eins og Davíð Oddsson sagði þegar Umræðan blossaði upp rétt eftir aldamótin- Án samþykkis Sjálfstæðisflokksins gengur Ísland aldrei í ESB. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið gæfu til að standa vörð um fullveldi Íslands.

Ragnhildur Kolka, 29.5.2015 kl. 22:42

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magnús:

"Hér verða regluleg hrun og þá verður þetta tekið upp aftur."

- Má skilja þetta sem hótun?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.5.2015 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband