Peningalán með viti fæst ekki

Peningar eru hvorki með viti né óviti. Því miður gildir ekki það sama um fólk. En það virðist býsna ríkt í fólki að afþakka vitið þegar það slær lán. Hér er tilvitnun úr fréttinni um Suðurnesjamenn sem misstu húsnæðið vegna ofurskuldsetningar

Auðvelt var að fá lán hjá bönkum og sparisjóðum og voru svarendur margir á því að ekki hefði verið »neitt vit« í að lána þeim þær fjárhæðir, eða það háa lánshlutfall, sem þeir fengu fyrir íbúðakaupunum...

Hér tala fullorðnir eins og börn og biðja um að vit sé haft fyrir þeim. Í langan tíma fær fólk ekki lán nema með nákvæmum útreikningum um hvað lánið kostar á mánuði.

Ef fólk tekur vitlaus lán þá er ekki við neinn að sakast nema það sjálft.

 

 


mbl.is Sögðu ekki „neitt vit“ í lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Hvaða bulluvaðall er þetta í þér maður,þykist þú vera eitthvað betri en aðrir hvað vit varðar ,margur tók lán ,en það gerði enginn ráð fyrir slíkri holskeflu sem rauninn varð á,ætlar þú að fara segja me´r að þú hafir ekki orðið fyrir tjóni þó þú hafir sloppið fyrir horn?Ætlar þú að segja mer að láninn hafi ekkihækkað hjá þér í þessari holskeflu eins og hjá öðrum? Það er enginn að kenna öðrum um heldur að það reyndist vera óstjórn á peningamálum og er enn.Það var legið á fólki frá bankastofnunum gerðu þetta og ráðleggingar hjá þessu liði sem átti að vera hjá sérfræðingum voru oft ´skrítnar og fólk keypti þær og hverjum er um að kenna jú brengluðu hugarfari hjá allri þjóðinni ,og ætlar þú að fara segja mér að þú einn hafir ekki verið þátttakandi íþví jú það er auðvelt að vera vitur eftirá og gelta eins og hundur.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 27.5.2015 kl. 07:30

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Páll sammála því að peningalán með viti fást ekki...

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson það talar hver fyrir sig, en sammála er ég þér með að óstjórn mikil var á Peningamálunum og er enn á sumum stöðum vissulega eins og tildæmis hjá Borgarstjórn þar sem við sjáum fé okkar fara í allt annað en þarf...

Brenglað hugarfar eða ekki, það sem skiptir máli núna er að fara að tala í lausnum en ekki í sprengjum...

Hvaða

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.5.2015 kl. 08:40

3 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Ég held að það sé ekki það sem Guðmundur á við með óstjórn í peningamálum að fé hafi veirð illa varið, heldur þegar er talað um peningamál er yfirleitt talað um opinbera peningastefnu. Á árunum fyrir hrun var gengi íslensku krónunnar haldið uppi með blekkingum um raunverulega stöðu þjóðarbúsins og bankanna. Í hvert skipti sem kortið var straujað var neytandinn í raun að taka lán sem hann var óafvitandi um, vegna þess að raunverulegt verð vörunnar var miklu hærra en það sem var gefið upp á verðmiðanum vegna rangrar gengisskráningar. Það lá fyrir allan tímann að þessi lán yrðu gerð upp með einhverjum hætti og það hefur verið gert á árunum eftir hrunið. Með því að gera eignir almennings upptækar við óhjákvæmilegt gengisfall krónunnar til að borga mismuninn.  

Halldór Þormar Halldórsson, 27.5.2015 kl. 10:28

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo sannarlega er ekki til lán með viti.

En með verðtryggingu eru lán algjörlega galin.

Núna er róið að því öllum árum í fjármálaráðuneytinu að auka útbreiðslu og fjölbreytni verðtryggingar. Meðal annars með því að lögleiða gengistryggingu og þar með fölsun á gjaldeyrisstöðu lánveitenda.

Að leyfa sérstaklega eitthvað sem er áður búið að valda þjóðinni þúsunda milljarða tjóni, er einmitt gott dæmi um óstjórn í peningamálum.

Fyrir utan það að vera auðvitað alveg kolklikkuð hugmynd.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2015 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband