Vigdís hafnar ríkissósíalisma Eyglóar

Tilraunir Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra að ríkisvæða heimili landsmanna með allsherjarmillifærslum úr ríkissjóði mæta andstöðu samflokksmanna Eyglóar. Vigdís Hauksdóttir skrifar í fésbókarfærslu

ríkisstyrktar bætur út á húsnæði - hverju nafni sem þær nefnast - koma ekki okkur til góða = húsaleigubætur fara í vasa fjárfesta/þeirra sem eiga margar íbúðir til að leigja út - í formi hækkaðrar leigu og vaxtabætur eru "verðlaun" fjármálastofnana hér á landi sem haf vexti í botni - til að landsmenn geti réttlætt það fyrir sér að taka húsnæðislán. Vaxtabætur og húsaleigubætur eru ríkisstyrkir til fjármálaaflanna og hafa ekkert með velferð að gera.

Stórfellt millifærslukerfi fyrir öll heimili landsins er algerlega út úr kú. Til að slíkt kerfi mismuni ekki yrðum við að hafa ríkisverktaka sem byggðu ríkishúsnæði handa öllum landsmönnum. Sósíalismi af þessari sort rann sitt skeið á síðustu öld.

 


mbl.is Þveröfug áhrif húsaleigufrumvarps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband