Björt framtíð vill sæstreng til Evrópu - en ekki virkja

Allur þingflokkur Bjartar framtíðar leggur til að lagður verður sæstrengur fyrir rafmagn til Evrópu. Á sama tíma tala þingmenn flokksins sig hása á alþingi gegn virkjunaráætlunum sem eru forsenda sæstrengsins.

Í þingsályktunartillögu nr. 106 leggur þingflokkur Bjartrar framtíðar til að

hrinda án tafar í framkvæmd tillögum ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu.

Skýrara getur það ekki ekki verið. Hér eru engir fyrirvarar heldur skal framkvæmt. En, óvart, þá er ekki til rafmagn í landinu til að flytja til Evrópu. Forsendan fyrir því að leggja sæstreng er að virkja eins og tvær eða þrjár Kárahnjúkavirkjanir.

En Björt framtíð vill ekki virkja. Formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, segist ætla að tala gegn virkjunaráformum út kjörtímabilið.

Það sér hver heilvita maður að málflutningur Bjartrar framtíðar gengur ekki upp. Er búið að mæla greindarvísitölu þingflokksins? Eru engin neðri mörk fyrir andlegt atgervi þess fólks sem tekur sæti á alþingi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og svo eru þessir aular alveg "kjaftbit" á því að þeir tapi fylgi... undecided

Jóhann Elíasson, 20.5.2015 kl. 07:56

2 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Er það eitthvað öðruvísi en að leggja fram þingsályktunartillögu um "framhald viðræðna við ESB" þegar það er vitað að sú leið er ófær sökum fyrirvara alþingis og þeirrar staðreyndar að ESB stöðvaði viðræðurnar vegna þessara sömu fyrirvara?

Högni Elfar Gylfason, 20.5.2015 kl. 08:44

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Björt framtíð trúir hugsanlega því sem sagt er, að við ´það eitt að leggja sæstreng losni svo sem eins og hálf Kárahnjúkavirkjun af "ónotuðu" rafmagni í kerfinu. Sömuleiðis að visst öryggi sé í því að geta flutt rafmagn til og frá um hugsanlegan sæstreng.

Mér skilst að hugmynd þeirra sé sú að láta kanna þetta til hlítar án skuldbindingar um framhald .

Gallinn er bara sá að það kostar heilan helling af peningum að leggja þennan streng, ekki bara sjálfan strenginn, heldur verður kallað á risalínur frá Hornafirði vestur til virkjananna við Tungnaá og Þjórsá um ferðamannaslóðir Suðausturlands og hálendið norðan Mýrdalsjökuls.

Og ekki þarf að eyða að því orðum, að samtímis þessum risaframkvæmdum mun hefjast slíkur neyðarópssöngur um þörf á virkjunum að allur söngur hingað til um þær bliknar í samanburðinum.

Það þarf engar kannanir til þess að komast að því hvort slíkt hugarfar sé til staðar. Þessi einbeitti brotavilji í "hernaðinum gegn landinu" og ferðaþjónustunni er nú kominn á það stig sem Nóbelskáldinu hefði aldrei hugkvæmst, sem sé þann, að við hverja kjarasamninga, sem gerðir verða í landinu hér eftir, verði nýjar virkjanir að vera forsenda þeirra, - annars fari hér allt á vonarvöl.  

Ómar Ragnarsson, 20.5.2015 kl. 09:42

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Úff, en ein ástæðan til að kjósa ekki bjarta framtíð, því það er ekkert bjart við það að þurfa borga margfalt hærri rafmagnsreikning, allir sem eitthvað vita um EES og ESB vita það að samkvæmt samkeppnislögum þeirra er bannað að mismuna eftir markaðssvæði, einnig geta allir gert sér grein fyrir því að rafmagnið yrði aldrei selt á sama verði þarna úti og það er gert hér heima því þá væri enginn gróði til að borga fyrir blessaðan strenginn, það þýðir bara eitt, rafmagnsverð hér heima yrði hækkað um helling.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.5.2015 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband