Píratar eru skilaboð, ekki stjórnmál

Píratar standa ekki fyrir nein stjórnmál, utan netpælingar um höfundaréttindamál. Fyrir nokkrum mánuðum boðuðu Píratar til málstofufunda þar sem ræða átti stefnu framboðsins í stærri þjóðfélagsmálum. Ekkert er að frétta af niðurstöðum.

Í Píratakóðanum segir að píratar séu friðelskandi, gagnrýnir, virði skoðanir annarra og séu almennt gott fólk - um það skal ekki efast.

En það er gott fólk í öllum stjórnmálaflokkum en það fær lítið fylgi í skoðanakönnum - aðeins Píratar mælast með öflugt fylgi.

Aðrir stjórnmálaflokkar á alþingi standa fyrir ólíka valkosti; t.d. í málefnum sjávarútvegs, ESB-aðildar, menntamála, stóriðju og umhverfismála. Um þessi mál og mörg önnur er deilt og tekist er á um niðurstöðu þeirra.

Ef Píratar fengju að ráða færu öll deilumálin á alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingmenn gætu sofið fram yfir hádegi, leikið sér í tölvuleikjum eftir hádegi og dreypt á rauðvíni síðdegis - pólitíkin væri ekki á þingi heldur úti í þjóðfélaginu.

Stórfylgi Pírata er skilaboð um óánægju almennings með stjórnmál eins og þau eru rekin í dag. Almenningur biður um meiri samstöðu um stærri mál og minni úlfúð. En í bili er það ekki í boði.


mbl.is Píratar lang vinsælastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Ætla að benda þér á eina staðreynd Páll.  Staðreynd sem þú skautar alltaf yfir í tilraunum þínum til sverta ímynd Pírata, sennilega af því þú hefur aldrei kynnt þér að skilur ekki hvað beint lýðræði þýðir, en það er sú staðreynd að píratar eru verkfæri almennings og vinna fyrir almenning í landinu.  Eru þjónar fólksins í landinu ólíkt öðrum stjórnmálafokkum sem eru bara sérhagsmunasamtök fyrir elítuna, auðmenn og útgerðargreifa.

Píratar eru stjórnmálaflokkur, hvort sem þér líkar það eða ekki og þeir vinna fyrir fólkið í landinu.

Ástæða þessarar fylgisaukningar Pírata er sú, að þeir hafa aldrei verið staðnir að lygum, ólíkt núverandi stjórnarflokkum og þingmönnum þeirra og ráðherrum.

Þeir tala við fólkið í landinu en ekki niður til þess eins og núverandi stjórnarflokkar, þingmenn þeirra og ráðherrar.

Píratar vinna með fólkinu í landinu, hlusta á raddir almennings og tillögur frá almenningi í stað þess að kalla almenning skríl eins og margir þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkana hafa verið uppvísir að oft og margsinnis.

Það er sorglegt að þú sem skreytir þig með titlum sem þú gjörsamlega vanvirðir með skrifum þínum, ss. eins og blaðamaður og kennari, eru þér til háborinar skammar í nánast hverju því sem þú lætur frá þér í skrifum þínum.

Ég á eiginlega bágt með að skrifa þessa hegðun þína á heimsku því rangfærslurnar og bullið sem þú gerist alltaf sekur um benda til þess að þú sér sæmilega greindur en algjörlega blindur á staðreyndir og sannleika í mörgum málum.

Blind hagsmunagæsla við ákveðin stjórnmálaflokk stendur þér fyrir þrifum og þeess vegna er skrif þín algjörlega ómarktæk og því miður er svo komið að þú ert orðinn að aðhlátursefni fyrir allt vitiborið fólk sem sér það sem þú skrifar.

"Vinur er sá er til vamms segir" stendur skrifað, svo hafðu það hugfast að henda nú hagsmunagæslunni sem stendur skrifum þínum fyrir þrifum og horfðu á hlutina eins og þeir eru, af skynsemi láttu staðreyndirnar tala í stað fordómana.

Jack Daniel's, 4.5.2015 kl. 12:19

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hver er afstaða Pírata í málum sem eru efst á baugi?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.5.2015 kl. 13:35

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk, Jack, að þú ert hófstilltari í orðavali en löngum áður. Merkingin kemst samt alveg til skila hjá þér.

Ég skrifa ekki í þágu hagsmunaafla enda ekki á launum hjá neinum við þessa iðju.

Ég andmæli því ekki að Píratar eru stjórnmálaflokkur í þeim skilningi að þeir eiga rétt kjörna fulltrúa á alþingi.

Ég er á hinn bóginn sannfærður um að ef til kastanna kæmi, þ.e. að Píratar kæmust í stjórnarráðið, myndu þeir í litlu vera frábrugðnir fyrri ráðherrum. Það er ekki á færi stjórnmálamanna að breyta þjóðfélaginu og raunar ekki eftirspurn eftir því.

Við stjórnmálamönnum blasa við fjölþætt verkefni, sem þó í meginatriðum eru að láta lýðveldið virka. Nú um stundir er það erfitt verk enda hver höndin upp á móti annarri í lýðveldinu okkar, því miður.

Páll Vilhjálmsson, 4.5.2015 kl. 13:38

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Smá upplýsingar: Þótt Pírata skorti að geta komið til kjósenda í mörgum málum og sagt: Við höfum fengið tíma og aðstöðu til að kanna þessi mál og taka afstöðu í þeim sem við berjumst fyrir, þá hafa þeir samt skoðanir í nokkrum mikilsverðum málum, sem eru helstu mál okkar tíma og ekki síst mál framtíðarkynslóða:

Þeir eru eindregnir fylgismenn þess að stefna Framsóknarflokksins frá vordögum 2009 um að stofna til hóps fólks utan þingsins til þess að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá í samræmi við 67 ára gamalt loforð fulltrúa allra flokka um að slíkt yrði gert. 

Þeir halda þessari helstu stefnu Framara til streitu þótt Framararnir svikju hana við fyrsta tækifæri. 

Píratar eru eindregið þeirrar skoðunar að það eigi að fara að vilja yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrármálefni 2012.

Píratar eru með skýra stefnu í umhverfis- og náttúruverndarmálum varðandi verndun náttúruverðmæta Íslands og réttindi komandi kynslóða, og halda henni mjög á lofti.

Allir vita að þeir berjast fyrir auknu beinu lýðræði þar sem kostir nútíma fjarskipta, nets og upplýsingaraldar eru nýttir.

Hinir flokkarnir virðast ekki átta sig á því að í stað þess að stunda sem neikvæðasta umræðu um Pírata ættu þeir að líta í eigin barm varðandi stefnumál sín og framkvæmd þeirra. 

Ég er hins vegar sammála þér, Páll, um það að jafnvel þótt Píratar fengju stóraukið fylgi á þingi gætu þeir átt afar erfitt með að halda þessum málum sínum til streitu til.

Gott dæmi um það sjáum við í borgarmálefnunum. Vegna veikrar stöðu þeirra í núverandi borgarstjórnarmeirihluta hafa þeir til dæmis ekki haldið á lofti því mikilsverða stefnumáli sínu fyrir þær kosningar að ráða eigi flugvallarmálinu til lykta með þjóðaratkvæðagreiðslu eða í í það minnst almennri atkvæðagreiðslu borgarbúa.      

Ómar Ragnarsson, 4.5.2015 kl. 14:16

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Páll verður nú að fá smá hrós fyrir að hafa unnið vel að því að skaffa pírötum fylgi. Hann hefur jú reynt að vera eins og jarðýta gegn hinum stjórnarandstöðuflokkunum og hefur tekist það ótrúlega að tryggja að Framsókn og Sjálfstæðismenn fara ekki með völd eftir næstu kosningar! Svo bara að halda áfram að ráðast á Samfylkinguna og Vg. Held að margir geti sætt sig við nýja stjórnarskrá og opnara lýðræði og unnið með Pírötum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2015 kl. 14:19

6 Smámynd: Jack Daniel's

Takk Páll.  Beinskeytni getur borgað sig í vissum tilfellum og ég viðurkenni alveg að ég get verið orðljótur, en það má benda á mörg skrif þín, eins og áður er sagt, að þau sýna einstrenginsstefnu hjá þér sem oft er ekki í neinum tengslum við það sem er að gerast í þjóðfélaginu eða stjórnmálunum og því að mestu leyti bull.

Búinn að ranta núna.

Hvað varðar píratana, þá eru þeir með nokkuð mörg niðurnjörvuð stefnumál en færi nú svo að þeir næðu meirihluta á þingi í næstu kosningum, þá væri það sterkasti leikurinn hjá þeim að taka aðeins eitt mál fyrir og það er nýja stefnuskráin sem þjóðin samþykkti, (ekki skrípið sem reynt vara að skapa eftir á) í þjóðaratkvæðagreiðslu og leggja hana fyrir þingið.

Eftir að hún hefði verið samþykkt þyrfti þá að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga.

Eftir þær kosningar væri síðan hægt að fara að vinna að viti á þessari tröllastofnun sem alþingi er orðið.

Jack Daniel's, 4.5.2015 kl. 16:12

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er sammála þér Jack Daniel's punktur

Jónas Ómar Snorrason, 4.5.2015 kl. 19:36

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Allar þessar áherslur ykkar Jack og Jónas um nýja Stjórnarskrá,eru sprottnar úr röðum SF/VG,sem er svo mikið í mun að koma landinu í ESB. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.5.2015 kl. 01:17

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þú ferð einfaldlega með kolrangt mál Helga. Framsóknarflokkurinn setti það sem skilyrði fyrir því að verja SF og VG falli, að stjórnarskrámálið yrði sett á oddinn. Kemur ESB ekkert við, nema þá til að upplýsa þig, þá var umsókn að ESB í landsfundar og stefnuskrám beggja núverandi stj.flokka síðan fyrir kostninarnar 2009.

Jónas Ómar Snorrason, 5.5.2015 kl. 04:26

10 Smámynd: Mofi

Ég væri mjög svo til í að það væri þjóðaratkvæðisgreiðsla um kvótakerfið, ESB og nýja stjórnarskrá svo nokkur mál séu nefnd.

Mofi, 5.5.2015 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband