Yfirvofandi innrás og hrunið handan við hornið

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að haustið 1939 sáu embættismenn merki yfirvofandi þýskrar innrásar í Danmörku - um hálfu ári áður en hún var gerð. Upplýsingum þess efnis var komið til Íslands og stjórnvöld undirbjuggu að gera danska konungsvaldið innlent.

Allt gekk þetta eftir. Þjóðverjar réðust inn í Danmörku 9. apríl 1940. Daginn eftir var gengið frá því í Reykjavík hvernig skyldi fara með vald sem áður var hjá konungi.

Víkur nú sögunni til 21. mars 2006, tveimur og hálfu ári áður en íslenska bankakerfið hrundi. Þann dag kom um skýsla Danske Bank um fjármálakerfið á Íslandi. Fyrirsögnin er Iceland: Geysir Crisis.

Í skýrslunni er dregin upp skýr og svört mynd af stöðu fjármálafyrirtækja á Íslandi. Þar segir

We look at early warning indicators for financial crises and conclude that Iceland looks worse on almost all measures than Thailand did before its crisis in 1997, and only moderately more healthy than Turkey before its 2001 crisis.

Danirnir vita sem er að Íslendingum hættir til að bægja frá sér vondum tíðindum frá Kaupmannahöfn ef þau þjóna ekki íslenskum hagsmunum. Þeir undirstrika að hér sé ekki um að ræða danska greiningu á íslensku ástandi heldur eru þeir fleiri sem bera ugg í brjósti, m.a. Seðlabanki Íslands. Eða eins og segir í skýrslunni

We have long been sceptical about the sustainability of the Icelandic boom. And we have not been alone. Reports from the IMF and the OECD, as well as the Financial Stability report from the Sedlabanki (the Icelandic central bank), prepared in 2004 and 2005 all seemed wary of the situation. The imbalances have only grown worse since then.

Nú skyldi ætla að við skýra viðvörn um yfirvofandi hrun myndu íslensku bankarnir grípa til aðgerða sem dygðu til að halda sjó. En nei, ekkert slíkt var gert. Það voru hönnuð leiktjöld. Þykjustukuap Al Thani í Kaupþingi voru leiktjöld. Hlutabréfakaup Kaupþings banka í sjálfum sér voru leiktjöld.

Íslensk stjórnvöld voru tilbúin með neyðarráðstafanir í október 2008, þegar bankarnir hrundu, líkt og þau voru undirbúin innrás Þjóðverja í Danmörku vorið 1940.

Íslenskir bankamenn sem fengu skýrar viðvaranir tveimur og hálfu ári fyrir hrun gerðu ekkert nema að hanna leiktjöld til að mæta löngu fyrirséðri hættu.

Hvað hefur þjóðin gert til að verðskulda jafn voðalegt fólk og íslenska bankamenn?


mbl.is Tengingin við Hreiðar og Sigurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband